Vopnafjarðarhreppur
Hreppsráð - 36
== Fundur nr. 36 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
BA
Bjartur AðalbjörnssonNefndarmaður
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022-2026 fimmtudaginn 6. febrúar 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.
Sveitarstjóri fer yfir leigusamning við núverandi leigutaka.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að ræða við leigutaka um núverandi samning og upplýsa sveitarstjórn um niðurstöðu viðræðna.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Vopnafjarðarhreppi hefur verið ráðstafað samtals 105,500 tonnum til úthlutunar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps vísar erindinu fyrir menningar- og atvinnumálanefnd til umsagnar og felur sveitarstjóra að vinna drög að sérreglum og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi. Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Vopnafjarðarhreppur tekur undir bókun SSA um mikilvægi Miðstöðvar sjúkraflugs á Reykjavíkurflugvelli.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrirhugað er að Vopnafjarðarhreppur haldi Haustþing SSA 2025. Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fyrir liggur styrkbeiðni frá Miðstöð slysavarna barna vegna rafræns námskeiðs fyrir foreldra á landsbyggðinni um slysavarnir barna.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir styrkbeiðni upp á 50.000 kr. og vísar erindinu til fjölskylduráðs til kynningar.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Í tilefni af innleiðingu Heilsueflandi samfélags kom upp hugmynd um afsláttarkjör fyrir starfsfólk Vopnafjarðarhrepps til íþróttaiðkunar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjóra er falið að kanna mögulegar útfærslur og leggja fyrir sveitarstjórn.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Norðurþing óskar eftir umsögn Vopnafjarðarhrepps vegna Aðalskipulags Norðurþings, nr. 0538/2023: Kynning tillögu á vinnslustigi (Nýtt aðalskipulag).
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur skipulags- og byggingafulltrúa að veita umsókn samkvæmt meðfylgjandi beiðni.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fór yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:30.