Garðabær
Skipulagsnefnd Garðabæjar - 2
|
|
|
|**1. 2111064 - Breyting á vaxtarmörkum svæðisskipulags í landi Garðabæjar. Aðal- og svæðisskipulagsbreyting.**
|Skipulagsstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins og mats á því hvaða kostir eru varðandi áframhald verkefnisins.
|
Skipulagsnefnd bendir á að svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti einróma á fundi sínum þann 14. október 2022 lýsingu verkefnisins og segir m.a. í bókun þess fundar: "Breytingin er hluti af innleiðingu Garðabæjar á stefnumörkun svæðisskipulagsins. Unnið er að uppbyggingu þéttrar blandaðrar byggðar með endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæ."
Skipulagsnefnd bendir ennfremur á það að í umsögn Skipulagsstofnunar um verkefnislýsingu dags. 22.desember 2022 segir: "Að mati Skipulagsstofnunar er Rjúpnahlíð verðmætt byggingarland á áberandi stað sem getur hentað fyrir margvíslega landnotkun, uppbyggingu og starfsemi."
Sterk andmæli komu hinsvegar fram í umsögn Kópavogsbæjar og í ábendingum íbúa Rjúpnahæðarhverfis sem liggur að umræddu svæði.
Skipulagsnefnd áréttar þá sýn sína að skipulag athafnasvæðis á þessum stað í námunda við íbúðabyggð og mikilvæg útivistarsvæði taki fullt tillit til nágrennis síns og vísar tilmælum þess efnis til mótunar skipulagsins. Ákvæði aðalskipulags og deiliskipulags geta á ýmsan hátt komið til móts við þann ásetning.
Skipulagsnefnd felur umhverfisviði að endurskoða texta verkefnislýsingar, þar sem árétta skal sýn skipulagsnefndar um áherslur sem taka tillit til staðsetningar svo nærri íbúðabyggð. Leggja skal endurskoðaða verkefnislýsingu fyrir fund nefndarinnar. Samþykkir nefndin lýsinguna verður hún send umsagnaraðilum og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2110128 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 8.Arnarnesháls/Arnarland**
|Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar, sem nær til landnotkunarreitsins Arnarnesháls og nær því til sama svæðis og tillaga að deiliskipulagi Arnarlands, ásamt þeim athugasemdum og umsögnum sem borist hafa.
|
Lögð fram greining á innihaldi athugasemda og umsagna.
Umhverfissviði falið að vinn drög að svörum.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2110129 - Arnarland. Deiliskipulag**
|Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Arnarlands, ásamt þeim athugasemdum og umsögnum sem borist hafa.
|
Lögð fram greining á innihaldi athugasemda og umsagna.
Umhverfissviði falið að vinna drög að svörum.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2411164 - Akrahverfi - deiliskipulagsbreyting - Undirgöng**
|Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Akralands, ásamt þeim athugasemdum og umsögnum sem borist hafa.
|
Lögð fram greining á innihaldi athugasemda og umsagna.
Umhverfissviði falið að vinna drög að svörum.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2408587 - Framkvæmdir - Undirgöng undir Flóttamannaveg**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta að lokinni auglýsingu, ásamt þeim umsögnum sem bárust á umsagnartíma. Tillagan gerir ráð fyrir göngum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur undir Flóttamannaveg, norðan við aðkomu að golfvelli.
|
Umsagnir kalla ekki á breytingar á tillögunni.
Skiplagsnefnd samþykkir tillöguna óbreytta sem breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts austurhluta í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Baldur Ó. Svavarsson fulltrúi G-listans lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður mótmælir ekki undirgögnum undir Flóttamannaveg að gólfklúbbnum Oddi, en undrast þó áherslurnar hvað undirgögn í hverfinu varðar.
Því undirritaður hefur ítrekað rætt þörfina á slíkum undirgögnum neðar í hverfinu, undir Urriðaholtsstræti, umferðamestu götu hverfisins, að frábærum nýjum gögnustíg yfir Vífilsstaðahraun.
Göng sem myndu tengja hverfið örugglega við aðra hluta bæjarins, ekki síst m.t.t. umferðar barna og unglinga úr hverfinu t.d. að Miðgarði og Ásgarði sem dæmi
Göng sem nýtast allan ársins hring - en gögn að Oddi nýtast aðallega í 3-4 mánuði á ári
Hugmynd um umrædd við göng hefur í umræðunni þráfaldlega verið vísað á bug á grunni þess að það sé ekki hægt og eða sé óþarfi því þarna séu umferðarljós.
Mætti þá með sömu rökum e.t.v. spara kostnað við undirgöng að Oddi og setja samskonar gönguljós við Flóttamannaveg að Oddi
Undirritaður fer því hér með fram á að möguleg undirgögn undir Urriðaholtsstræti neðar í hverfinu, verði því jafnframt skoðuð."
Fulltrúar D-listans Björg Fenger, Kjartan Vilhjálmsson og Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Á Flóttamannavegi er umferð hröð og nánast engar ráðstafanir til staðar til að hægja á umferð. Undirgöng auka því verulega öryggi barna, unglinga og annarra sem leið eiga á golfvöllinn og önnur útivistarsvæði. Á Urriðaholtsstræti er umferð mun hægari enda hefur verið gripið til margþættra ráðstafana til að hægja á umferð, með upphækkunum og umferðarljósum. Aldrei hefur verið fullyrt að undirgöng undir Urriðaholtsstræti séu óþarfi en hitt er rétt að landhalli og aðrar aðstæður gera það illmögulegt að koma þeim fyrir þar.“
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2502187 - Deiliskipulag útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum, deiliskipulagsbreyting Flóttamannavegur**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum, sem gerir ráð fyrir breyttri legu og gatnamótum Flóttamannavegar og aðkomuvegar að golfvallarsvæði.
|
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forkynningar- og lýsingarstig fellt niður þar sem að allar meginforsendur eru til staðar í aðalskipulagi sbr. 2. og 3. mgr. 40. gr. sömu laga.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2502186 - Urriðaholt Austurhluti, deiliskipulagsbreyting, Flóttamannavegur**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts Austurhluta sem gerir ráð fyrir breytingum á útfærslu Flóttamannavegar og gatnamóta við Urriðaholtsstræti, Holtsveg og aðkomuveg að golfvallarsvæði.
|
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Forkynningar- og lýsingarstig fellt niður þar sem að allar meginforsendur eru til staðar í aðalskipulagi sbr. 2. og 3. mgr. 40. gr.sömu laga.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2502185 - Urriðaholt Norðurhluti 4.áfangi, deiliskipulagsbreyting, Flóttamannavegur**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts Norðurhluta 4. áfanga sem gerir ráð fyrir breytingum á útfærslu Flóttamannavegar og gatnamóta við Urriðaholtsstræti, Holtsveg og aðkomuveg að golfvallarsvæði.
|
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forkynningar- og lýsingarstig fellt niður þar sem að allar meginforsendur eru til staðar í aðalskipulagi sbr. 2. og 3. mgr. 40. gr. sömu laga.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2305550 - Nýhöfn 1-5, breyting á bílastæðum**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Sjálands sem gerir ráð fyrir breytingu á fyrirkomulagi bílastæða framan við Nýhöfn 1-5.Tillagan gerir ennfremur ráð fyrir stækkun lóðarinnar Nýhöfn 1-5 um 310 m2.
|
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr.og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vekja skal athygli á auglýsingunni í nánasta nágrenni með því að bera dreifibréf í húsin Nýhöfn 1, 2,3, 4,5,6 og 7 sem og Löngulínu 13, 15,17, 19,20, 21,22, 23, 24 og 26.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2501385 - Hegranes 29 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa að Hegranesi 29 um útfærslu á fyrirhugaðri viðbyggingu á framhlið núverandi húsnæðis. Byggingarreitur er bogadreginn þar sem að lóðin er staðsett þar sem gatan sveigir. Viðbygging færi lítillega út fyrir byggingarreit.
|
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skipulagsstjóri vísi umsókn um deiliskipulagsbreytingu sem er í samræmi við þá hugmynd sem fyrirspurn lýtur að til grenndarkynningar sem óverulegri breytingu deiliskipulags Arnarness.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2410358 - Frjóakur 5 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir gerð baðhúss og skýlis fyrir heitan pott utan byggingarreits að Frjóakri 5.
|
Skipulagsnefnd metur umsóknina sem umsókn um breytingu deiliskipulags Akra sem gerir ráð fyrir sérstökum byggingarreit fyrir umrætt mannvirki. Nefndin metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Akra í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Frjóakurs 3, 4, 6, 7 og 8 sem og Byggakurs 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og 20.
Björg Fenger vék af fundi undir þessum lið.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2410218 - Móaflöt 51 - Dsk. br. Flata**
|Lögð fram fyrirspurn um útfærslu á bílageymslu sem viðbyggingu norðan við endaraðhúsið Móaflöt 51.
|
Í kjölfar umræðu telur skipulagsnefnd að hæfilegur grunnflötur viðbyggingar á umræddri endalóð gæti verið 5 x 8 metrar, þ.e. flatarmál 40 m2. En einnig telur nefndin að til greina komi að brjóta upp grunnflöt viðbyggingar.
Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2502084 - Gilsbúð 9 (Sómi) stækkun byggingareits - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn um stækkun verksmiðjuhúsnæðis að lóðarmörkum.
|
Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt lóðarblaði er kvöð um holræsi á þeim stað sem stækkaður byggingarreitur yrði samkvæmt fyrirspurn.
Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði.
Baldur Ó. Svavarsson vék af fundi undir þessum lið.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2411312 - Hrísholt 1 - Deiliskipulag**
|Lögð fram að nýju tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts Norður með endurbættum gögnum.
|
Vísað til grennarkynningu að nýju.
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2404497 - Skilti við Vífilsstaði/Reykjanesbraut - Stjarnan**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir nýtt auglýsingaskilti að lokinni grenndarkynningu. Skiltið yrði staðsett neðan við leikskólann Sunnuhvol og kæmi í stað skiltis í Vetrarmýri sem hefur ekki lengur stoð í deiliskipulagi.
|
Athugasemdir sem borist hafa lagðar fram.
Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2410059 - Kauptún 6 - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Kauptúns sem gerir ráð fyrir stækkun lóðarinnar Kauptúns 6 til suðurs og vesturs. Lagðar fram þær umsagnir sem bárust á auglýsingartíma.
|
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir fundi með Umhverfisstofnun sem bendir í umsögn sinni á þau ákvæði náttúruverndarlaga að nútímahraun njóti sérstakrar verndar og forðast skuli að raska þau nema brýna nauðsyn beri til.
Skipulagsnefnd bendir á að tillagan hafi verið skoðuð ítarlega og henni breytt til þess að lágmarka það rask sem af henni gæti hlotist. Aðalskipulag gerir ráð fyrir því að tengibraut muni liggja frá Kauptúni yfir á fyrirhugaða stofnbraut í Setbergslandi og draga þær áætlanir verulega úr verndargildi hraunsins á þeim stað sem að tillagan gerir ráð fyrir stækkun lóðar með bílastæðum. Tillagan tekur sérstaklega tillit til áberandi hraunjaðars sem skal varðveita.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem breytingu deiliskipulags Kauptúns skv. 41. gr. skipulagslaga.
|
|
|
|
|
|
|
|**17. 2407389 - Auglýsingaskilti í Garðabæ - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn um staðsetningar auglýsingaskilta á völdum stöðum nærri stofnbrautum og tengibrautum ásamt umsögn Vegagerðarinnar.
|
Vísað til skoðunar hjá Umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**18. 2411232 - Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, vegna varúðarsvæðis**
|Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**19. 2502021 - Borgarlínan í Kópavogi - Rammahluti auglýsing tillögu**
|Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Kópavogs sem sett er fram sem rammahluti og fjallar um Borgarlínuna 1.lotu. Ennfremur lögð fram umhverfismatsskýrsla um sama verkefni. Tilögurnar eru á auglýsingarstigi.
|
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna eða umhverfismatsskýrsluna.
|
|
|
|
|
|
|
|**20. 2301082 - Aðgerðaáætlun Garðabæjar í jafnréttismálum 2024-2026**
|Frestað til næsta fundar.
|
|
|
|
|