Ísafjarðarbær
Velferðarnefnd 485. fundur
= Velferðarnefnd =
Dagskrá
Viðstödd fundinn var Karolína Júlía Edwardsdóttir masternemi í félagsráðgjöf.
=== 1.Sjúkratryggingar - hjúkrunarheimili 2025 - 2025010283 ===
Sjúkratryggingar Íslands hækkun á daggjaldi fyrir dagdvöl.
Lagt fram til kynningar.
=== 2.Samhæfingarteymi Tryggingarstofnunar - 2025010295 ===
Lagt fram til kynningar samhæfingarteymi Tryggingarstofnunar. Þjónustuaðilar munu setja á fót samhæfingarteymi í því skyni að stuðla að samfellu í þjónustu og greiðslum hjá þeim einstaklingum sem þurfa á þjónustu fleiri en eins þjónustuaðila í endurhæfingu.
Þjónustuaðilarnir eru:
Tryggingastofnun
Félagsþjónustur sveitarfélaga
Vinnumálastofnun
Heilbrigðisstofnanir
VIRK starfsendurhæfingarsjóður
Samhæfingarteymi verða svæðisbundin. Gert er ráð fyrir sex samhæfingarteymum á landinu: Reykjavík, Kraginn, Vesturland og Vestfirðir, Norðurland, Austurland og Suðurland og Suðurnes.
Hvert teymi verður skipað tveimur sérfræðingum frá hverjum þjónustuaðila og einum til vara. Gert er ráð fyrir að þátttaka í teymunum sé hluti af starfsskyldu viðkomandi sérfræðinga.
Teymisstjórar hjá Tryggingastofnun halda utan um fundi teymanna og alla tölfræði.
Þjónustuaðilarnir eru:
Tryggingastofnun
Félagsþjónustur sveitarfélaga
Vinnumálastofnun
Heilbrigðisstofnanir
VIRK starfsendurhæfingarsjóður
Samhæfingarteymi verða svæðisbundin. Gert er ráð fyrir sex samhæfingarteymum á landinu: Reykjavík, Kraginn, Vesturland og Vestfirðir, Norðurland, Austurland og Suðurland og Suðurnes.
Hvert teymi verður skipað tveimur sérfræðingum frá hverjum þjónustuaðila og einum til vara. Gert er ráð fyrir að þátttaka í teymunum sé hluti af starfsskyldu viðkomandi sérfræðinga.
Teymisstjórar hjá Tryggingastofnun halda utan um fundi teymanna og alla tölfræði.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.IPS ICELAND - 2025010297 ===
Lagt fram til kynningar IPS- Intentional Peer support. Verkefnið stuðlar að gagnvirkum tengslum hagaðila á svæðinu og byggja upp jafningjastuðning í landshutanum sem getur í framtíðinni orðið liður í valdeflandi starfsendurhæfingu. Auk þess er boðið upp á eftirfyglni með þátttöku í samtalsþjálfun í stuðningshópum (co-reflection groups).
Velferðarnefnd fagnar verkefninu og hvetur bæjarstjórn til að samþykkja þátttöku í verkefninu enda rúmast kostnaður innan fjárhagsáætlunar.
=== 4.Miðstöð slysavarna barna - 2025010292 ===
Lögð fram styrktarbeiðni Herdísar Storgaard fyrir hönd Miðstöð slysavarna barna að upphæð kr. 250.000.- til þess að útbúa námskeið á rafrænu formi um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum.
Velferðarnefnd þakkar erindið en sér sér ekki fært að styrkja verkefnið, þar sem ekki er gert ráð fyrir slíku framlagi í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.
=== 5.Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar 2025 til 2028 - 2025010102 ===
Lögð fram drög II að mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar 2025 til 2028 ásamt drögum gátlista með mannréttindastefnunni.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að stefnan verði samþykkt.
=== 6.Drög að aðgerðaráætlun til að fækka sjálfvíkum á Íslandi - 2025020077 ===
Lögð fram aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi.
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?