Ísafjarðarbær
Skipulags- og mannvirkjanefnd 646. fundur
= Skipulags- og mannvirkjanefnd =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080 ===
Lögð fram til kynningar 12. fundargerð svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða en fundur var haldinn 20. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 2.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080 ===
Lögð fram til kynningar 13. fundargerð svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða en fundur var haldinn 10. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Reykjanes í Ísafjarðardjúpi. Lóðarmál - 2025010330 ===
Lagður fram tölvupóstur frá Jóhanni B. Helgasyni, skipulagsfulltrúa í Súðarvíkurhreppi, dags. 30. janúar 2025 með merkjalýsingum fasteigna á landinu Reykjanesi, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar, unnið skv. deiliskipulagi á Reykjanesi við Djúp, gildandi árið 2023, lóðir merktar A1, A2 og A3.
Deiliskipulagi svæðisins í heild öðlaðist ekki gildistöku en var notað til viðmiðunar við gerð merkjalýsinga.
Deiliskipulagi svæðisins í heild öðlaðist ekki gildistöku en var notað til viðmiðunar við gerð merkjalýsinga.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi merkjalýsingar vegna stofnuna lóða í landi Reykjaness.
=== 4.Hrafnatangi 4, Ísafirði. Lóðarúthlutun 2018 - 2025020121 ===
Á 417. fundi bæjarstjórnar þann 3. maí 2018, var lóðinni við Hrafnatanga 4, Ísafirði úthlutað til Sjávareldis ehf. og Hábrúnar ehf. með eftirfarandi bókun: "Lóðarumsókn falli úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 12 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 24 mánaða frá úthlutun.
Haustið 2023 var framkvæmdum við uppfyllingu og hafnarkant og hafnarþekju lokið og lóðin því tilbúin til uppbyggingar en gögn hafa ekki borist.
Haustið 2023 var framkvæmdum við uppfyllingu og hafnarkant og hafnarþekju lokið og lóðin því tilbúin til uppbyggingar en gögn hafa ekki borist.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að afturkalla lóðaúthlutun Sjávareldis ehf og Hábrúnar ehf. við Hrafnatanga 4, Ísafirði.
=== 5.Tjaldsvæði á Suðureyri - 2025020044 ===
Umræður um heppilega staðsetningu tjaldsvæðis á Suðureyri í skipulagi.
Komi fram óskir frá framkvæmdaaðila um að hefja uppbyggingu og rekstur tjaldsvæðis á Suðureyri, þá er grundvöllur til að breyta skipulagi.
Sveitarfélagið áformar ekki að standa að rekstri og uppbyggingu.
Sveitarfélagið áformar ekki að standa að rekstri og uppbyggingu.
=== 6.Skeið 7, Ísafirði. Stækkun byggingarreits spennistöðvar - 2025020073 ===
Lagt fram erindi frá EFLU, f.h. Orkubús Vestfjarða ohf. og Landsnets, með ósk um stækkun á byggingarreit við Skeiði 7 á Ísafirði, dags. 10. febrúar 2025, vegna áforma um nýjan rafstreng Landsnets og viðbyggingu við spennistöð undir nýjan spenni. Jafnframt er lagður fram uppdráttur með yfirlitsmynd lóðar ásamt stækkun á byggingarreit vegna viðbyggingar, dags. 5. febrúar 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að erindið verði grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum við Skeiði 5 og Skeiði 4 á Ísafirði og Vegagerðinni m.t.t. veghelgunarsvæðis.
=== 7.Tunguskeið, aðalskipulag. Breytt landnotkun - 2025010079 ===
Umræður um breytta landnotkun á Tunguskeiði, úr atvinnulóðum í íbúðarsvæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrú að taka saman minnisblað vegna breytinga.
=== 8.Ósk um stofnun lóða á gamla Olíumúla - 2025010291 ===
Lagður fram tölvupóstur frá Hilmar K Lyngmo, f.h. hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar, dags. 27. janúar 2025, með ósk um stofnun tveggja lóða á gamla Olíumúlanum. Annars vegar lóð undir þjónustuhús fyrir skútuhöfn og hins vegar lóð undir fyrirhugað gufubað.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóða við gamla Olíumúlann, undir þjónustuhús og gufubaðshús, nefndin telur að ekki þurfi að grenndarkynna með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, þar sem leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
=== 9.Útgáfa ferlisleiðbeininga fyrir skipulagsgerð - 2025020075 ===
Lögð fram tilkynning frá Skipulagsstofnun, dags. 11. febrúar 2025, þar sem vakið er athygli á útgáfu leiðbeininga um ferli við gerð aðal- og deiliskipulags. Leiðbeiningarnar gefa yfirlit yfir ferli við gerð nýs skipulags og verulegra- og óverulegra breytinga á skipulagi og er ætlað að nýtast þeim sem koma að skipulagsferlinu með einum eða öðrum hætti.
Lagt fram til kynningar.
=== 10.Stafrænt deiliskipulag, leiðbeiningar og gagnalýsing - 2024120144 ===
Lagt fram til kynningar erindi frá Guðrúnu Láru Sveinsdóttir f.h. Skipulagsstofnun, dags. 29. janúar 2025 með leiðbeiningum á gagnaskilum deiliskipulags.
Samkvæmt 46. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal deiliskipulag unnið á stafrænu formi frá og með 1. janúar 2025.
Frá og með 1. júní 2025 mun stofnunin fara fram á að nýtt deiliskipulag sem berst stofnuninni skv. 42. gr. skipulagslaga, berist á stafrænu formi auk þess sem því verði skilað á pappír líkt og verið hefur. Í framhaldinu eiga allar breytingar, verulegar og óverulegar, sem gerðar verða á deiliskipulagi sem til er á stafrænu formi, að berast stofnuninni á stafrænu formi. Ekki verður að svo stöddu farið fram á að verulegar og óverulegar breytingar á deiliskipulagi, sem ekki hefur verið fært yfir á stafrænt form, verði skilað á stafrænu formi.
Skipulagsstofnun áformar auk þess að hafa kynningarfund þann 13. febrúar næstkomandi þar sem farið verður nánar yfir innihald stafræns deiliskipulags og framfylgd þess á komandi mánuðum. Einnig er stofnunin að skoða útgáfu fræðsluefnis og hvort unnt sé að halda stutt námskeið í vinnslu stafræns skipulags.
Samkvæmt 46. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal deiliskipulag unnið á stafrænu formi frá og með 1. janúar 2025.
Frá og með 1. júní 2025 mun stofnunin fara fram á að nýtt deiliskipulag sem berst stofnuninni skv. 42. gr. skipulagslaga, berist á stafrænu formi auk þess sem því verði skilað á pappír líkt og verið hefur. Í framhaldinu eiga allar breytingar, verulegar og óverulegar, sem gerðar verða á deiliskipulagi sem til er á stafrænu formi, að berast stofnuninni á stafrænu formi. Ekki verður að svo stöddu farið fram á að verulegar og óverulegar breytingar á deiliskipulagi, sem ekki hefur verið fært yfir á stafrænt form, verði skilað á stafrænu formi.
Skipulagsstofnun áformar auk þess að hafa kynningarfund þann 13. febrúar næstkomandi þar sem farið verður nánar yfir innihald stafræns deiliskipulags og framfylgd þess á komandi mánuðum. Einnig er stofnunin að skoða útgáfu fræðsluefnis og hvort unnt sé að halda stutt námskeið í vinnslu stafræns skipulags.
Lagt fram til kynningar.
=== 11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004 ===
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 6. febrúar 2025, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 21/2025, "Endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum".
Umsagnarfrestur er til og með 20. febrúar 2025.
Umsagnarfrestur er til og með 20. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 12.Ofanflóðavarnir við Hnífsdal. Tilkynning um framkvæmd (til ákvörðunar um matsskyldu) - 2024110109 ===
Lögð fram til kynningar, ákvörðun um matsskyldu Skipulagsstofnunar vegna ofanflóðavarna við Hnífsdal, Ísafjarðarbæ, dags. 29. janúar 2025.
Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 3. mars 2025.
Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 3. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 13.Kýrá, Mýrum í Dýrafirði. Efnisnám - 2025020109 ===
Lagt fram erindi frá Vegagerðinni dags. 11. febrúar 2025 með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir útvíkkun á skeringum við Kýrá í landi Mýra í Dýrafirði, bæði til að auka umferðaröryggi, minnka snjósöfnun á veginum.
Samþykki landeigenda Mýra liggur fyrir.
Samþykki landeigenda Mýra liggur fyrir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfuframkvæmdaleyfis, vegna skeringa við Kýrá.
=== 14.Suðurtangi á Ísafirði, fjara og næsta nágrenni - 2025010140 ===
Lagður fram tölvupóstur dags. 30. desember 2024 frá Viðari Kristinssyni íbúa við Suðurtanga 2 á Ísafirði með ábendingar og hugmyndir varðandi svæðið næst fjörunni.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?