Fjarðabyggð
Stjórn menningarstofu - 14
**1. 2502111 - Umsóknir um styrki til menningarmála 2025**
|Stjórn menningarstofu samþykktir að styrkja eftirtalin menningarverkefni sem sótt var um styrk til úr menningarstyrkjum 2025.|
Bragginn Litla listahátíðin, listahátíð í bragga við stríðsárasafn. Veittur styrkur 200.000 kr.
Ra Tack, myndlistarsýning. Veittur styrkur 350.000 kr.
Saga Unn, myndlistarsýning & smiðja. Veittur styrkur 200.000 kr.
Melar menningarfélag - kammersveit, tónleikar. Veittur styrkur 250.000 kr.
Templarinn - hópurinn, tónleikaröð. Veittur styrkur 450.000 kr.
Björn Hafþór Guðmundsson, tónleikar. Veittur styrkur 100.000 kr.
Sögubrot, sumarmót sagnamanna og sagnakvöld. Veittur styrkur 100.000 kr.
Kvikmyndasamsteypan, snjóþungi stuttmynd. Veittur styrkur 100.000 kr.
Sigríður Hafdís Hannesardóttir, útisýning. Veittur styrkur 100.000 kr.
Breiðdalssetur, málþing með skáldinu Guðjóni Sveinssyni. Veittur styrkur 150.000 kr.
**2. 1711145 - Reglur um menningarstyrki**
|Framlögð drög að uppfærðum reglum menningarstyrkja til umræðu. Um er að ræða uppfærslu til að samræma reglur stjórnkerfi sveitarfélagsins.|
Stjórn samþykkir breytingar fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs til afgreiðslu.
**3. 2502008 - Beiðni um fjárstuðning 2025**
|Framlögð greinargerð um nýtingu á styrk vegna ársins 2024 og beiðni um 2 m.kr. fjárframlag vegna ársins 2025.|
Stjórnin samþykkir að veita styrk til samræmis við fjárhagsáætlun menningarmálaflokksins.
**4. 2501216 - Umsókn um styrk til hátíðarinnar BigJump**
|Vísað frá bæjarráði til umfjöllunar stjórnar menningarstofu umsókn frá Wojciech Zdzislaw Grzelak um styrk vegna BigJump hátíðarinnar.|
Stjórn felur forstöðumanni að aðstoða við undirbúning tónleikahaldsins á hátíðinni. Erindi að öðru leyti vísað til bæjarráðs.
[Töluvpóstur um styrkumsókn BigJump.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=IvOwaGeTzkuwydXtYxIFZw&meetingid=hz3_LCFmYkGXizletHzskA1
&filename=Töluvpóstur um styrkumsókn BigJump.pdf)
**5. 2211104 - Þórsmörk - leigusamningur**
|Framlögð drög að viðaukasamningi við húsaleigusamning Fjarðabyggðar og Samvinnufélags útgerðarmanna Neskaupstað vegna aukinnar nýtingar á húsnæðinu til listamannadvalar.|
Stjórn samþykkir viðauka við leigusamninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.