Ísafjarðarbær
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd 19. fundur
= Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Seinkun skóladags unglinga - 2024020158 ===
Lögð fram samantekt Guðbjargar Höllu Magnadóttur, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, dags. 3. febrúar 2025 varðandi seinkun skóladagsins hjá unglingastiginu í grunnskólanum. Lögð var fyrir könnun um verkefnið meðal foreldra grunnskólabarna, starfsmanna skólans og nemenda.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Guðbjörgu Höllu fyrir komuna. Nefndin felur starfsmönnum að taka saman minnisblað um tilgang og árangur með tilraunaverkefninu Seinkun skóladags unglingastigs í Grunnskólanum á Ísafirði og leggja fyrir næsta fund.
Gestir
- Guðbjörg Halla Magnadóttir, skólastjóra GÍ - mæting: 08:15
=== 2.Staða leikskólamála skólaárið 2024-2025 - 2024100052 ===
Skólastjórnendur í Ísafjarðarbæ mæta til samráðsfundar við skóla- íþrótta og tómstundarnefnd.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar leikskólastjórum fyrir komuna. Nefndinn felur starfsmönnum að kalla eftir afstöðu foreldra leikskólabarna og starfsmanna leikskóla til þeirra breytinga sem gerðar voru á leikskólastarfinu haustið 2024.
Gestir
- Svava Rán Valgeirsdóttir, Hildur Sólmundsdóttir, Jóna Lind Kristjánsdóttir, Inga Jóna Sigurðardóttir, Katrín María Gísladóttir, Helga Björk Jóhannsdóttir - mæting: 08:45
=== 3.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025 ===
Á 1313. fundi bæjarráðs, þann 10. febrúar 2025, voru lögð fram drög að samningi Ísafjarðarbæjar og Hjallastefnunnar ehf. um rekstur leikskólans Eyrarskjóls ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 30. janúar 2025.
Bæjarráð vísaði samningi Ísafjarðarbæjar og Hjallastefnunnar ehf. um rekstur leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði, frá 1. janúar 2024 til 31. júlí 2029, til skóla-, íþrótta-, og tómstundanefndar til afgreiðslu.
Bæjarráð vísaði samningi Ísafjarðarbæjar og Hjallastefnunnar ehf. um rekstur leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði, frá 1. janúar 2024 til 31. júlí 2029, til skóla-, íþrótta-, og tómstundanefndar til afgreiðslu.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að gera þær breytingar á samningnum sem ræddar voru á fundinum og bera undir Hjallastefnuna ehf.
=== 4.Félagsstarf ungmenna 16-18 ára - 2025010208 ===
Kynnt minnisblað um stöðu á vinnu vegna félagsstarfs ungmenna.
Starfsmanni nefndarinnar falið að vera í samstarfi við sveitarfélögin í kring og halda áfram með málið.
=== 5.Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar - 6 - 2501015F ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar íþróttahreyingarinnar og Ísafjarðarbæjar, fundur var haldinn 29. janúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 6.Gjaldskrár 2025 - 2024030141 ===
Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá íþróttamannvirkja sem varðar afnot að líkamsrækt í eigu sveitarfélagsins.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar breytingum á gjaldskrá íþróttahúsa 2025 til samþykktar hjá bæjarstjórn.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Formaður lagði til að taka inn mál nr.2024030141 gjaldskrá 2025 inn með afbrigðum. Tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og verður málið sett inn nr.6 á dagskrá.