Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 3. (955)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**3. (955). fundur**
|
|
|20.02.2025 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi. Stella Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason 1. varaforseti. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi. Sigurður Sveinn Þórðarson varamaður. Finnur Jónsson varamaður.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins. Gunnar Valur Gíslason, 1. varaforseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði. Fundargerð bæjarstjórnar frá 6. febrúar er lögð fram.
|
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2502007F - Fundargerð bæjarráðs frá 11/2 ´25.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 4.tl., tilkynningu frá forsætisráðuneytinu varðandi þingmálaskrá 156. löggjafarþings 2025.
|
Almar Guðmundsson ræddi 3.tl., útboðslýsingu aðstöðu fyrir heilsueflandi starfsemi í Miðgarði og tilkynningu frá forsætisráðuneytinu varðandi þingmálaskrá 156. löggjafarþings 2025.
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 2.tl., breytingu á skipuriti Garðabæjar, 3.tl., útboðslýsingu aðstöðu fyrir heilsueflandi starfsemi í Miðgarði og tilkynningu frá forsætisráðuneytinu varðandi þingmálaskrá 156. löggjafarþings 2025.
Fundargerðin sem er 8.tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2502020F - Fundargerð bæjarráðs frá 18/2 ´25.**
|Almar Guðmundsson ræddi 12.tl., flóttamannaveg, stöðu máls og 17.tl., samning um rekstrarstyrk til Hönnunarsafns Íslands 2025.
|
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 12.tl., flóttamannaveg, stöðu máls, 17.tl., samning um rekstrarstyrk til Hönnunarsafns Íslands 2025 og 19.tl., bréf Umboðsmanns barna um niðurstöður frá samráðsfundi barna og Strætó.
Stella Stefánsdóttir ræddi 17.tl., samning um rekstrarstyrk til Hönnunarsafns Íslands 2025.
Fundargerðin sem er 19.tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|2305550 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sjálands vegna lóðarinnar við Nýhöfn 1-5.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. febrúar 2025 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sjálands sem gerir ráð fyrir breytingu á fyrirkomulagi bílastæða framan við Nýhöfn 1-5.Tillagan gerir ennfremur ráð fyrir stækkun lóðarinnar Nýhöfn 1-5 um 310 m2. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vekja skal athygli á auglýsingunni í nánasta nágrenni með því að bera dreifibréf í húsin Nýhöfn 1, 2,3, 4,5,6 og 7 sem og Löngulínu 13, 15,17, 19,20, 21,22, 23, 24 og 26.
|
|
|
|
|
|2502187 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. febrúar 2025 varðandi breytingu deiliskipulags útivistarsvæðis í Urriðavatnsdölum, sem gerir ráð fyrir breyttri legu og gatnamótum Flóttamannavegar og aðkomuvegar að golfvallarsvæði. Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Forkynningar- og lýsingarstig fellt niður þar sem að allar meginforsendur eru til staðar í aðalskipulagi sbr. 2. og 3. mgr. 40. gr. sömu laga.
|
|
|
|
|
|2408587 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts austurhluta - Framkvæmdir við undirgöng undir Flóttamannaveg.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. febrúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta að lokinni auglýsingu, ásamt þeim umsögnum sem bárust á umsagnartíma. Tillagan gerir ráð fyrir göngum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur undir Flóttamannaveg, norðan við aðkomu að golfvelli. Umsagnir kalla ekki á breytingar á tillögunni. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna óbreytta sem breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts austurhluta í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|2502186 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts austurhluta, Flóttamannavegur.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. febrúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Urriðaholts austurhluta sem gerir ráð fyrir breytingum á útfærslu Flóttamannavegar og gatnamóta við Urriðaholtsstræti, Holtsveg og aðkomuveg að golfvallarsvæði. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Forkynningar- og lýsingarstig fellt niður þar sem að allar meginforsendur eru til staðar í aðalskipulagi sbr. 2. og 3. mgr. 40. gr. sömu laga.
|
|
|
|
|
|2502185 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts norðurhluta 4. áfanga, Flóttamannavegur.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. febrúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Urriðaholts norðurhluta 4. áfanga sem gerir ráð fyrir breytingum á útfærslu Flóttamannavegar og gatnamóta við Urriðaholtsstræti, Holtsveg og aðkomuveg að golfvallarsvæði. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Forkynningar- og lýsingarstig fellt niður þar sem að allar meginforsendur eru til staðar í aðalskipulagi sbr. 2. og 3. mgr. 40. gr. sömu laga.
|
|
|
|
|
|2411312 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður vegna lóðarinnar við Hrísholt 1.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. febrúar 2025 varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður með endurbættum gögnum. Vísað til grenndarkynningu að nýju.
|
|
|
|
|
|2410358 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deiliskipulagi Akra vegna lóðarinnar við Frjóakur 5.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. febrúar 2025 varðandi umsókn um byggingarleyfi fyrir gerð baðhúss og skýlis fyrir heitan pott utan byggingarreits að Frjóakri 5. Skipulagsnefnd mat umsóknina sem umsókn um breytingu deiliskipulags Akra sem gerir ráð fyrir sérstökum byggingarreit fyrir umrætt mannvirki. Nefndin mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Akra í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum Frjóakurs 3, 4, 6, 7 og 8 sem og Byggakurs 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og 20.
|
Samþykkt með 10 atkvæðum. BF vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
|
|
|
|
|2412204 - Samningur um rekstrarstyrk til Hönnunarsafns Íslands 2025.
|
|
|
|Lagður fram til afgreiðslu samningur menningar- og viðskiptaráðuneytis við Garðabæ um ráðstöfun styrktar-/rekstrarframlags vegna starfsemi Hönnunarsafn Íslands 2025.
|
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri gerði nánari grein fyrir samningnum og lagði til að samningurinn verði samþykktur. Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun: „Hlutfallslegt framlag Garðabæjar hefur aukist verulega frá stofnun safnsins. Á yfirstandandi ári nema áætluð framlög Garðabæjar til safnsins um 72 m.kr. Fyrir liggur hagræðingarkrafa af hálfu Garðabæjar vegna reksturs safnsins upp á 10mkr.
Í ljósi þessarar stöðu er nauðsynlegt að langvarandi viðræður við menningar- og viðskiptaráðuneytið um málefni safnsins verði endanlega leiddar til lykta á árinu, með samningum til lengri tíma um rekstrarfyrirkomulag og húsnæðismál safnsins.
Fram kemur í viðauka við samninginn að aðilar skuldbindi sig til að setja af stað vinnu vegna framtíðarskipunar málefna safnsins og skal að því stefnt að þeim verði lokið eigi síðar en 30. júní 2025.“
Bókun bæjarstjóra samþykkt samhljóða. Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samning við menningar- og viðskiptaráðuneytið um starfsemi Hönnunarsafns Íslands. Samningurinn gildir til 31. desember 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2502013F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 12/2 ´25. **
|Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl., aðgerðaráætlun Garðabæjar í jafnfréttismálum 2024-2026, 2.tl., hönnun - útboð - Miðgarður 2. hæð útleigu á rými, 3.tl., framkvæmdir - Miðgarður - fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri, 4.tl., íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024, 5.tl., aðgangstölur í sund, 6.-13. tl., Úthlutanir úr afekssjóði íþrótta og tómstundaráðs Garðabæjar, 14.tl., miðdeildarstarf félagsmiðstöðva grunnskóla og 15.tl., deiliskipulag Vetrarmýrar og Smalaholts. Golfvöll og útivistarskóg.
|
Björg Fenger ræddi 5.tl., aðgangstölur í sund og 14.tl., miðdeildarstarf félagsmiðstöðva grunnskóla.
Brynja Dan Gunnarsdóttir ræddi 5.tl., aðgangstölur í sund og 14.tl., miðdeildarstarf félagsmiðstöðva grunnskóla.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2502010F - Fundargerð leikskólanefndar frá 12/2 ´25.**
|Finnur Jónsson ræddi fundargerðina, 1.tl. íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024, 3.tl., leikskólar - upplýsingar um hlutfall fagmenntaðra í leikskólum Garðabæjar 01.01.2025 og 4.tl., útboð skólamáltíða 2025 í grunn- og leikskólum.
|
Almar Guðmundsson ræddi fundargerðina og 3.tl., leikskóla - upplýsingar um hlutfall fagmenntaðra í leikskólum Garðabæjar 01.01.2025.
Guðlaugur Kristmundsson ræddi fundargerðina.
Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi fundargerðina.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2502014F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 13/2 ´25.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2502001F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 11/2 ´25.**
|Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 1.tl., íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024, 2.tl., verkfall KÍ, 4.tl., útboð skólamáltíða 2025 í grunn- og leikskólum, 5.tl., útboð ritföng 2025 grunnskólar og 6.tl., kynningu og samtal við skólastjórnendur Hofsstaðaskóla.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2501045F - Fundargerð ungmennaráðs frá 4/2 ´25. **
|Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi fundargerðina, 1.tl., UNICEF og Strætó ráðstefnu, 2.tl., samgöngur og 4.tl., hjólreiðastefnu Garðabæjar.
|
Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi fundargerðina og 3.tl., tillögu Garðabæjarlistans um stofnun starfshóps vegna seinkunar á upphafi skóladags á unglingastigi.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2502017F - Fundargerð velferðarráðs frá 14/2 ´25.**
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl., tillögu um myndun rýnihópa varðandi þjónustu við fatlað fólk, 2.tl., vinnu og virkni fatlaðs fólks í Garðabæ, 3.tl., íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024 og 4.tl., samráðsfund velferðarsviða hjá SSH.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2502221 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 31/1 ´25. **
|Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 4.tl., nýtt leiðarnet, 6.tl. Strætó fyrir öll og 7.tl. útfösun bauka.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2502251 - Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 24/1 ´25. **
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2501149 - Fundargerðir stjórnar SSH frá 27/1 og 3/2 ´25.**
2025 - SSH
|Guðfinnur Sigurvinsson ræddi fundargerðirnar.
|
Almar Guðmundsson ræddi fundargerðirnar.
Björg Fenger ræddi 1.tl. fundar dags. 3. febrúar 2025, varðandi formlega opnun útivistarvefsins utumallt.is.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2501492 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 6/2 ´25. **
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2501405 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 5/2 ´25. **
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 3.tl., stöðu Lambhagaverkefnis og 5.tl. tilraunastöðina Breiðhellu - endurmótun þjónustu á endurvinnslustöðvum.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)