Reykjavíkurborg

Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 319

17.02.2025 - Slóð - Skjáskot

==

Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 319 Endurskoðunarnefnd Ár 2025, mánudaginn 17. febrúar var haldinn 319. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Einar S Hálfdánarson. Sunna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. Þetta gerðist: Þetta gerðist: Fram fer kynning á drögum að ársreikningi 2024 ásamt endurskoðunarskýrslu fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. IER25010011 Jón Viðar Matthíasson, Ástríður Þórðardóttir, Sturla Jónsson og Rakel Ingvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar: Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi og endurskoðunarskýrslu. Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningurinn sé tilbúinn til afgreiðslu í stjórn. Samþykkt að fela formanni að ganga frá umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Fram fer kynning á áhættustýringu hjá Orkuveitunni. IER25010010 Dagmar I. Birgisdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  • Kl. 11:18 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundinum. Fram fer kynning á trúnaðarmerktri eftirfylgnikönnun Innri endurskoðunar og ráðgjafar (IER) með úttekt IER á áhættustjórnun Orkuveitunnar frá 2023. IER24080024 Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Lögð fram trúnaðarmerkt skýrsla áhættustjóra Reykjavíkurborgar vegna ársins 2024. IER24020007 Stefanía Sch. Thorsteinsson og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Lögð fram til kynningar trúnaðarmerkt drög að skýrslu Deloitte varðandi innri endurskoðun Strætó bs. fyrir árið 2024, dags. 17. febrúar 2025. IER24090002 Jóhannes S. Rúnarsdóttir og Elísa Kristmannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið og Sara Fönn Jóhannesdóttir og Lovísa Ólafsdóttir taka sæti á fundinum með rafrænum hætti. Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar: Við höfum fengið kynningu á niðurstöðum innri endurskoðunar Strætó bs. vegna ársins 2024. Að okkar mati er úttektin vel unnin og í samræmi við samþykkta verkefnisáætlun. Endurskoðunarnefnd samþykkir að vísa skýrslunni til stjórnar Strætó bs.
  • Kl. 12:39 víkur Einar S. Hálfdánarson af fundinum. Lögð fram til kynningar trúnaðarmerkt drög að skýrslu PwC varðandi innri endurskoðun SORPU bs. fyrir árið 2024, dags. 17. febrúar 2025. IER24090001 Jón Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og Þórhallur Hákonarson tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar: Við höfum fengið kynningu á niðurstöðum innri endurskoðunar SORPU bs. vegna ársins 2024. Að okkar mati er úttektin vel unnin og í samræmi við samþykkta verkefnisáætlun. Endurskoðunarnefnd samþykkir að vísa skýrslunni til stjórnar SORPU bs. **Fundi slitið kl. 13:21 ** Lárus Finnbogason PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð endurskoðunarnefndar 17. febrúar 2025
Framleitt af pallih fyrir gogn.in