Ísafjarðarbær
Bæjarráð 1315. fundur
= Bæjarráð =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Kláfur upp Eyrarhlíð - 2019070011 ===
Lagður fram uppfærður samningur Ísafjarðarbæjar við Eyrarkláf ehf. um úthlutun svæðis vegna kláfs upp Eyrarhlíð, en málið var áður tekið fyrir á 1314. fundi bæjarráðs, dags. 17. febrúar 2025.
Bæjarráð vísar samningi til samþykktar í bæjarstjórn, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:25
=== 2.Umsókn um styrk í fiskeldissjóð - 2025020169 ===
Lagt fram erindi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 18. febrúar 2025, um að senda inn sameiginlega umsókn með Bolungarvík og Súðavík í fiskeldissjóð þar sem sótt er um búnað til upphitunar á gervigrasvellinum á Torfnesi.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að undirbúa umsókn í fiskeldissjóð samhliða öðrum umsóknum sem eru í undirbúningi.
Axel yfirgefur fund kl. 9:51.
=== 3.Áfangastaðaáætlun - 2025020175 ===
Lagt fram erindi Steinunnar Ásu Sigurðardóttur f.h. Markaðsstofu Vestfjarða dags. 20. febrúar 2025, varðandi skipun fulltrúa í stýrihóp áfangastaðaáætlunar. Óskað er eftir að sveitarfélög tilnefni einn fulltrúa í stýrihópinn sem verður jafnframt tengiliður sveitarfélagsins í áætlunargerðinni.
Frestur til að skila tilnefningu er til 15. mars 2025.
Frestur til að skila tilnefningu er til 15. mars 2025.
Bæjarráð tilnefnir Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, sem fulltrúa sveitarfélagsins í stýrihópnum.
=== 4.Menningarstefna fyrir Vestfirði - 2025020171 ===
Lagt fram erindi Skúla Gautasonar f.h. Vestfjarðastofu, dags. 20. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa í fagráð menningar vegna gerðar menningarstefnu fyrir Vestfirði.
Fagráð menningar skal samanstanda af einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi og fjórum listamönnum sem eru starfandi að list sinni og búsettir á Vestfjörðum.
Þess er vænst að viðkomandi fulltrúi hafi góða innsýn í menningarmál og sé umhugað um að efla menningarstarf á Vestfjörðum.
Tilnefningar er óskað fyrir 1. mars 2025.
Fagráð menningar skal samanstanda af einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi og fjórum listamönnum sem eru starfandi að list sinni og búsettir á Vestfjörðum.
Þess er vænst að viðkomandi fulltrúi hafi góða innsýn í menningarmál og sé umhugað um að efla menningarstarf á Vestfjörðum.
Tilnefningar er óskað fyrir 1. mars 2025.
Bæjarráð tilnefnir Elísabetu Samúelsdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins í fagráðið.
=== 5.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - 2025010152 ===
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 18. febrúar 2025, vegna umsóknar Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði um tækifærisleyfi vegna árshátíðar MÍ, þann 7. mars 2025.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna árshátíðar MÍ þann 7. mars 2025.
=== 6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004 ===
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 19. febrúar 2025, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 38/2025, „Frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög“.
Umsagnarfrestur er til og með 4. mars 2025.
Umsagnarfrestur er til og með 4. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?