Svalbarðsstrandarhreppur
Sveitarstjórn
|
|
**1. ** |
|
**Ráðning sveitarstjóra - 1806009**
|
||
|
Staða sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps er í auglýsingarferli. Umsóknarfrestur er til og með 19.júní. Farið yfir næstu skref ráðningarferlis.
|
||
|
*Fulltrúi Hagvangs, Geirlaug Jóhannsdóttir, mun leiða viðtöl við umsækjendur og munu Gestur Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir og Bjarni Þór Guðmundsson vera fulltrúar sveitarfélagsins í ferlinu.*
|
|
|
||
|
|
|
**8. ** |
|
**Fasteignamat 2023 - 2206005**
|
||
|
Tilkynning um fasteignamat 2023 lagt fram til kynningar.
|
||
|
*Þjóðskrá Íslands birti fasteignamat ársins 2023 1. júní síðastliðinn. Fasteignamat í Svalbarðsstrandarhrepp hækkar að meðaltali 13,90 %. *
|
|
|
||
|
|
|
**2. ** |
|
**Gatnagerð á Svalbarðseyri 2022 - 2204014**
|
||
|
Tvö tilboð bárust í verkið Valsárhverfi-yfirborðsfrágangur-malbikun.
|
||
|
*Tvö tilboð bárust í verkið Yfirborðsfrágangur Valsárhverfis - malbikun gatna og gangstétta. Bjóðendur eru: Malbikun Akureyrar (86,3% af kostnaðaráætlun) og Malbikun Norðurlands (89,4% af kostnaðaráætlun) *
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Malbikun Akureyrar kt. 690598-2059. Oddvita og varaoddvita er falið að ganga frá samningum við verktaka.
|
|
|
||
|
|
|
**3. ** |
|
**Frágangur á göngu- og hjólastíg - 2111010**
|
||
|
Farið yfir verkstöðu göngu- og hjólastígs í Vaðlareit.
|
||
|
*Frágangur á göngu- og hjólastíg um Vaðlareit gengur vel, stígurinn verður heflaður *
og lagt á hann jöfnunarlag á næstu dögum en ráðgert er að malbika hann 2023.
Verktakar eru að vinna við frágang og malbikun á tengingu Veigastaðavegar og Grenivíkurvegs.
|
|
|
||
|
|
|
**4. ** |
|
**Frístundasvæði í landi Meyjarhóls og Halllands - 2204004**
|
||
|
Borist hafa umsagnir frá Vegagerðinni, Norðurorku og Árna Ólafssyni hönnuði aðalskipulags.
|
||
|
*Sveitarstjórn fjallar um umsagnir um erindið sem borist hafa frá Vegagerðinni og Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu arkitekta, höfundi gildandi aðalskipulags sveitarfélagsins. Sveitarstjórn ítrekar beiðni um ítarlegri gögn um áformin sem sett var fram við umfjöllun á 89. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. Sveitarstjórn kallar ennfremur eftir gögnum sem sýna fram á að fráveita frá fyrirhuguðum íbúðar- og frístundasvæðum samræmist markmiðum um fráveitukerfi sem fram koma í kafla 6.2.2. í greinargerð Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020. *
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu erindisins.
|
|
|
||
|
|
|
**5. ** |
|
**Laun sveitarstjórnar - 1806010**
|
||
|
Laun sveitarstjórnar 2022-2026
|
||
|
*Sveitarstjórn frestar málinu til næsta fundar og felur skrifstofustjóra að útbúa drög að samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum og nefndum Svalbarðsstrandarhrepps. *
|
|
|
||
|
|
|
**6. ** |
|
**Stytting vinnuvikunnar - 2011012**
|
||
|
Vinnuhópur í Valsárskóla hefur unnið að tillögu vegna styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum FG. Niðurstöður vinnuhópsins lagðar fyrir sveitarstjórn.
|
||
|
*Sveitarstjórn frestar málinu og óskar eftir skólastjóra Valsárskóla á næsta sveitarstjórnarfund til að fara yfirmálið.*
|
|
|
||
|
|
|
**7. ** |
|
**Ströndungur - fréttabréf - 2206004**
|
||
|
Umsjónarmaður Ströndungs óskar eftir að sveitarstjórn taki ákvörðun um framtíð fréttabréfsins.
|
||
|
*Sandra Einarsdóttir umsjónarmaður Ströndungs hefur óskað eftir að hætta sem umsjónarmaður Ströndung og biður sveitarstjórn að taka ákvörðun um framtíð fréttabréfsins. Sveitarstjórn mun gefa Ströndungi frí fram á haust þar til framtíð fréttabréfsins verður ákveðin. *
Sveitarstjórn þakkar jafnframt Söndru Einarsdóttir fyrir vel unnin störf.
|
|
|
||
|
|
|
**9. ** |
|
**2022 fundargerðir stjórnar Norðurorku - 2202007**
|
||
|
274. og 275. fundargerðir stjórnar Norðurorku lagðar fram til kynningar.
|
||
|
*Lagt fram til kynningar*
|
|
|
||
|
|
|
**10. ** |
|
**Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 - 2201013**
|
||
|
908. og 909. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.
|
||
|
*Lagt fram til kynningar*
|
|
|
||
|