Vopnafjarðarhreppur
Sveitarstjórn - 39
== Fundur nr. 39 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
BM
Bobana MicanovicNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
JHH
Jenný Heiða HallgrímsdóttirNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
HBÓ
Hafdís Bára ÓskarsdóttirNefndarmaður
KÓP
Kristrún Ósk PálsdóttirNefndarmaður
VOH
Valdimar O. HermannssonSveitarstjóri
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirVerkefnastjóri stjórnsýslu
Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 20. febrúar 2025 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.
Lögð fram til kynningar auglýsing frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn sjóðsins.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Lögð fram drög af sérreglum fyrir byggðakvóta í Vopnafjarðarhreppi, fiskiveiðiárið 2024/2025.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi drög með tilliti til breytinga og felur sveitarstjóra að undirrita sérreglurnar og senda til hluteigandi aðila.**
Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Kristrún Ósk Pálsdóttir.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggja uppfærðar úthlutunarreglur Menningarsjóðs Vopnafjarðarhrepps til samþykktar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn samþykkir uppfærðar úthlutunarreglur og felur verkefnastjóra stjórnsýslu að birta reglurnar á vefsíðu Vopnafjarðarhrepps.**
Til máls tóku Kristrún Ósk Pálsdóttir, Bobana Micanovic, Valdimar O. Hermannsson, Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Hafdís Bára Óskarsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram drög af skipulagslýsingu vegna nýrrar staðsetningar veiðihúss í Hofsárdal.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að framlögð lýsing verði auglýst og kynnt.**
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur uppfærð tillaga af deiliskipulagi Skálaneshverfis.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að auglýsa tillöguna.**
Til máls tóku Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Valdimar O. Hermannsson og Hafdís Bára Óskarsdóttir.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur samningur við Múlaþing um brunavarnir í Vopnafjarðarhreppi.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi samning við brunavarnir í Múlaþingi.**
Til máls tóku Valdimar O. Hermannsson, Kristrún Ósk Pálsdóttir, Björn Heiðar Sigurbjörnsson og Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram tillaga um að útskriftarárgangur leikskólans hafi kost á leikskóladvöl eftir sumarlokun til að auðvelda foreldrum að brúa bilið milli leikskóla og sumarfrístundar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að útskriftarárgangur hafi kost á leikskóladvöl þar til sumarfrístund hefst ár hvert.**
Til máls tóku Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Hafdís Bára Óskarsdóttir, Sigurður Grétar Sigurðsson, Björn Heiðar Sigurbjörnsson, Valdimar O. Hermannsson, Jenný Heiða Halldórsdóttir og Kristrún Ósk Pálsdóttir.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóri fór yfir helstu mál sveitarfélagsins og svaraði spurningum.
Einnig tóku til máls Kristrún Ósk Pálsdóttir og Björn Heiðar Sigurbjörnsson.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:15.