Dalabyggð
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 138
**1. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025**
|Skólastjóri fór yfir stöðu mála í skólastarfinu.|
Varðandi reglur um móttöku fósturbarna þá samþykkir fræðslunefnd að fela verkefnastjóra fjölskyldumála og skólastjóra að vinna tillögu að uppfærðum reglum fyrir næsta fund fræðslunefndar m.t.t. umræðna á fundinum.
[Reglur um skólavist fósturbarna í leik- og grunnskóla í Dalabyggð.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=PAgPaGs7CUapjDOPLVtq5w&meetingid=WrbE4PSDlEaLrbTgaxP4g1)
**2. 2501010 - Málefni leikskóla 2025**
|Skólastjóri kynnti hvernig verið er að koma upplýsingum um stöðu gæðaviðmiða skólans á framfæri á heimasíðu Auðarskóla.|
Einnig kynnti skólastjóri að bætt hefði verið í upplýsingagjöf í fréttabréfi til foreldra.
|Á fundinn mættu og sátu undir lið þrjú tónlistarkennararnir Ólafur Einar Rúnarsson og Sigurbjörg I. Kristínardóttir.|
**3. 2501012 - Málefni Tónlistarskóla 2025**
|Fram kom að ekki er í gildi samræmd skólanámskrá tónlistarskóla í landinu og það verið svo í töluverðan tíma. Rætt um möguleika þess að bjóða upp á einhverskonar opið nám fyrir yngstu nemendur í tónlist þannig að þeir gætu prófað fleiri en eitt hljóðfæri. Skólastjóri og kennarar taka jákvætt þess konar útfærslu og munu koma því á framfæri.|
Rætt um hljóðfærakost skólans t.a.m. er flygill orðinn mjög lúinn. Fara þarf yfir þau mál sem og aðstöðu til að færa hljóðfærin. Einnig rætt um þann möguleika að bjóða upp á nám fyrir fullorðna.
Í tónlistarskólanum núna eru í kringum 40 nemendur.
Fræðslunefnd þakkar þeim Sigurbjörgu og Ólafi fyrir gott samtal.
**4. 2501027 - Farsæld barna í Dalabyggð**
|Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti yfirlit yfir þá tengiliði sem komnir eru varðandi farsæld barna í Dalabyggð og hvernig fyrirhugað er að halda á málum varðandi kynningu og fleira á næstunni.|
|Á fundinn mætti og sat undir lið fimm Guðný Erna Bjarnadóttir lýðheilsufulltrúi.|
**5. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran**
|Lýðheilsufulltrúi og skólastjóri fóru yfir hvernig fyrirhuguð er starfsemi félagsmiðstöðvar fyrir miðstig og elsta stig. Á áætlun er að hefja starfið á næstunni og verður frekari tímasetning og útfærsla kynnt fyrir nemendum og foreldrum. |
**6. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal**
|Rætt um akstur framhaldsskólanemenda í MB. Fræðslunefnd samþykkir að kynna núverandi fyrirkomulag og kalla jafnframt eftir því hvort nemendur óska eftir akstri í MB á næsta skólaári.|