Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 8. (2156)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarráð Garðabæjar**
|
|**8. (2156). fundur**
|
|
|25.02.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir varamaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2409318 - Skerpluholt 13 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Friðjón Erni Hólmbertssyni, kt 111269-3009, leyfi til að byggja einbýlishús að Skerpluholti 13.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2410059 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kauptúns vegna lóðarinnar við Kauptún 6.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. febrúar 2025 varðandi breytingu deiliskipulags Kauptúns sem gerir ráð fyrir stækkun lóðarinnar Kauptúns 6 til suðurs og vesturs.
|
Umhverfisstofnun sem benti í umsögn sinni á þau ákvæði náttúruverndarlaga að nútímahraun njóti sérstakrar verndar og forðast skuli að raska þau nema brýna nauðsyn beri til.
Skipulagsnefnd benti á að tillagan hefði verið skoðuð ítarlega og henni breytt til þess að lágmarka það rask sem af henni gæti hlotist. Aðalskipulag gerir ráð fyrir því að tengibraut muni liggja frá Kauptúni yfir á fyrirhugaða stofnbraut í Setbergslandi og draga þær áætlanir verulega úr verndargildi hraunsins á þeim stað sem að tillagan gerir ráð fyrir stækkun lóðar með bílastæðum. Tillagan tekur sérstaklega tillit til áberandi hraunjaðars sem skal varðveita.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna sem breytingu deiliskipulags Kauptúns skv. 41. gr. skipulagslaga.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2110128 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 8. Arnarnesháls/Arnarland**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 24. febrúar 2025 að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem nær til landnotkunarreitsins Arnarnesháls (3.37 VÞ) að lokinni auglýsingu og úrvinnslu hjá umhverfissviði. Tillagan gerir ráð fyrir því að landnotkun reitsins sem er 8,9 ha að stærð breytist úr því að vera svæði fyrir verslun og þjónustu (VÞ) í miðsvæði (M). Merking reitsins verður 3.37 M í stað 3.37 VÞ. Tillagan gerir ráð fyrir því að innan reitsins verði blönduð byggð íbúða, verslunar og þjónustu með áherslu á heilsutengda starfsemi en núgildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir byggð með megináherslu á atvinnurekstur, verslun og þjónustu, þar sem hámarkshæð bygginga er 8 hæðir. Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarkshæð bygginga breytist úr 8 hæðum í 2 til 6 hæðir. Ein bygging ætluð atvinnustarfsemi, kennileitisbygging, geti orðið allt að 7 hæðir. Gert er ráð fyrir að hæstu byggingar séu næst Hafnarfjarðarvegi. Tillagan var í auglýsingu frá 28. nóvember 2024 til 20. janúar 2025 en athugasemdafrestur var framlengdur um 10 daga. Lagðar fram þær athugasemdir og umsagnir sem bárust ásamt greiningum á þeim. Lagðar fram greiningar á skuggavarpi sem fyrirhuguð byggð myndar. Skuggavarpsgreiningar voru unnar af skipulagsráðgjafa verkefnisins en einnig var utanaðkomandi ráðgjafi fenginn til að vinna frekari greiningu. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að skipulagsáætlanir hafa, allt frá því að þær birtust fyrst í aðalskipulagi Garðabæjar 1985-2005, gert ráð fyrir blandaðri landnotkun á þessum reit. Fyrst var stefnt að blandaðri byggð sem gerði ráð fyrir verslun, iðnaði, stofnunum og íbúðum en í gildandi aðalskipulagi sem tók gildi árið 2017 er gert ráð fyrir þéttri byggð með megináherslu á atvinnurekstur, verslun og þjónustu og hámarkshæð allt að 8 hæðum. Ástæða þess að skipulagsáætlanir sáu fyrir sér þessa tegund landnotkunar var ákjósanleg lega og miðlæg staðsetning svæðisins, m.a. með tilliti til samgangna og sýnileika. Stefna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins styður þá stefnu sem Garðabær hefur haft um uppbyggingu svæðisins og skiptir þá lega þess við þann samgöngu og þróunarás sem liggur um Hafnarfjarðarveg miklu máli. Sú lega var meginforsenda þess að þéttbýli myndaðist í Garðabæ um miðbik síðustu aldar. Deiliskipulagstillaga sú sem auglýst hefur verið samhliða þessari tillögu miðar að sama skapi að því að byggðin verði samgöngumiðuð og taki tillit til fjölbreyttra samgöngumáta. Sú breyting sem auglýst tillaga gerir ráð fyrir miðast að því að draga verulega úr þéttleika og hámarkshæð byggðar, sem ákvæði hefðu getað heimilað samkvæmt gildandi aðalskipulagi. Einnig er sú breyting gerð á tillögunni, sem hafði bæði verið forkynnt og auglýst áður, að undirgöng fyrir akandi og gangandi umferð færast til austurs, frá fjölbýlishúsinu að Hofakri. Skipulagsnefnd telur fulla ástæðu til að taka þær áhyggjur alvarlega sem fram koma í athugasemdum og ábendingum um öryggi og flæði akandi umferðar umhverfis Arnarland og hefur vísað þeim til úrvinnslu við mótun deiliskipulags fyrir Arnarnesveg en sú vinna er komin af stað. Umferðargreiningar og spár sýna fram á að álag muni aukast hvort sem að Arnarland byggist eða ekki og mikilvægt að áætlanir taki tillit til þess þannig að ráðist verði í framkvæmdir tímanlega. Í síðasta mánuði var samþykkt viljayfirlýsing Kópavogs og Garðabæjar um endurskoðun á sveitarfélagsmörkum á Arnarneshálsi og umferðarbætandi aðgerðir og fagnar skipulagsnefnd því samkomulagi. Skuggavarpsgreiningar sýna að áhrif skuggavarps á aðliggjandi byggð er minniháttar. Við mat á þeim atriðum sem athugasemdir og umsagnir lúta að er ástæða til þess að taka tillit til þess að tillagan hefur tekið miklum breytingum frá fyrstu stigum í meðförum skipulagsnefndar. Þar höfðu ábendingar um skuggavarp og útsýni áhrif. Skipulagsnefnd telur að þátttaka íbúa, sérstaklega þeirra sem búa nærri svæðinu hafi haft góð áhrif á tillöguna. Til þess að koma enn frekar til móts við athugasemdir sem varða innsýn og skuggavarp húsa við Súlunes sem og ásýnd svæðisins leggur skipulagsnefnd til að eftirfarandi setningu verði bætt við sem skipulagsákvæði: “Húshlutar hærri en 3 hæðir skulu ekki vera nær lóðarmörkum meðfram Hafnarfjarðarvegi en 12 metrar." Með vísan í þau atriði sem hér eru tilgreind og framlögð gögn samþykkir skipulagsnefnd tillöguna með ofangreindri breytingu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lögð fram greinargerð skipulagsstjóra þar sem að athugasemdum sem borist hafa er svarað lið fyrir lið. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða greinargerð.
|
Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2110129 - Arnarland. Deiliskipulag**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 24. febrúar 2025 vegna tillögu að deiliskipulagi Arnarlands að lokinni auglýsingu og úrvinnslu hjá umhverfissviði. Tillagan nær til 8,9 h svæðis sem í aðalskipulagi nefnist Arnarnesháls og afmarkast af Hafnarfjarðarvegi, Fífuhvammsvegi og Arnarnesvegi. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir blandaðri byggð með 2 til 6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði, næst Hafnarfjarðarvegi. Ein bygging ætluð atvinnustarfsemi, kennileitisbygging, geti orðið allt að 7 hæðir. Tvær aðkomuleiðir eru að byggðinni. Annars vegar frá Fífuhvammsvegi og hins vegar er innanbæjartenging með undirgöngum undir Arnarnesveg frá Akrabraut. Á svæðinu er gert ráð fyrir um 450 íbúðum og u.þ.b. 37.000 m² af verslunar-, skrifstofu- og þjónusturýmum. Nýtingarhlutfall svæðis er um 0,95. Tillagan gerir ráð fyrir 1 bílastæði í bílakjallara á hverja íbúð minni en 100 m² og 1,5 bílastæði á íbúðir stærri en 100 m² og gestastæðum í göturýmum. Í húsum ofarlega í byggðinni er heimilt að gera ráð fyrir 2 bílastæðum á íbúð stærri en 120 m². Því til viðbótar er gert ráð fyrir lóð undir sérstakt bílageymsluhús sem getur orðið allt að 7000 m². Það hús gæti þjónað bæði atvinnu-, verslunar og íbúðahúsnæði. Því húsi er síðan hægt að breyta í atvinnuhúsnæði ef þörf fyrir bílastæðarými minnkar með tilkomu annara samgöngukosta en nú eru ríkjandi. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu í áföngum og mögulegt verður að nýta óbyggðar lóðir sem bílastæði, þangað til að uppbygging samgöngukerfisins verður lengra komin. Tillagan var í kynningu frá 28. nóvember 2024 til 20. janúar 2025 en athugasemdafrestur var framlengdur um 10 daga. Lagðar fram þær athugasemdir og umsagnir sem bárust ásamt greiningum á þeim. Lagðar fram greiningar á skuggavarpi sem fyrirhuguð byggð myndar. Skuggavarpsgreiningar voru unnar af skipulagsráðgjafa verkefnisins en einnig var utanaðkomandi ráðgjafi fenginn til að vinna frekari greiningu. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að skipulagsáætlanir hafa, allt frá því að þær birtust fyrst í aðalskipulagi Garðabæjar 1985-2005, gert ráð fyrir blandaðri landnotkun á þessum reit og vísar að öðru leyti í bókun um aðalskipulagsbreytingu þá sem auglýst hefur verið samhliða þessari deiliskipulagstillögu. Tillagan er fyrsta tillaga að deiliskipulagi svæðisins sem hefur verið vísað í skipulagsferli þó svo að aðalskipulag hafi í fjóra áratugi gert ráð fyrir landnotkun á reitnum. Landeigendur hafa á árum áður þó komið með hugmyndir um skipulag og þær kynntar í skipulagsnefnd án þess að haldið hafi verið áfram með þær. Tillagan hefur verið unnin af skipulagsráðgjöfum á vegum landeiganda í fullu samráði við skipulagsyfirvöld í Garðabæ. Skipulagsnefnd telur mikilvægt að þeir aðilar sem standa að verkefninu að hálfu landeiganda hafi fullan hug á að standa myndarlega að verki um uppbyggingu. Það skiptir öllu máli að vel takist til við þá uppbyggingu og að hún valdi sem minnstum áhrifum á umhverfi sitt, eins og verða má, með fagmennsku að leiðarljósi. Um leið hefur skipulagsnefnd lagt áherslu á að tekið sé tillit til sjónarmiða almennings og þá sérstaklega þeirra sem búa í nágrenni við svæðið. Þar hefur gott samtal og samráð við íbúa skipt höfuð máli. Tillagan hefur tekið miklum breytingum frá því að hún leit fyrst dagsins ljós við forkynningu og voru það ábendingar og athugasemdir almennings sem bárust í ferlinu sem léku stærsta hlutverkið við þá mótun. Skipulagsnefnd telur að þær breytingar hafi verið til bóta. Skipulagsnefnd bendir á að miklar breytingar hafa orðið á tillögunni frá forkynningu hennar. Helstu breytingar eru eftirfarandi: - Lega borgarlínu undir Arnarnesveg færð til vesturs, að mislægum gatnamótum, frá göngum fyrir akandi og gangandi vegfarendur undir Arnarnesveg - Hámarkshæðafjöldi kennileitisbyggingar er 7 hæðir í stað 9 hæða - Hámarkshæðafjöldi annarra bygginga heilsuklasa meðfram Hafnarfjarðarvegi hefur lækkað um 1-3 hæðir. - Salarhæð skrifstofuhæða er 3,7m í stað 4m - Salarhæð jarðhæðar er 4,7m í stað 6m - Hámarkshæð kennileitisbyggingar lækkar um ~13m og annarra hærri bygginga atvinnuhúsnæðis um ~3-10 m - Byggingarmagn heilsuklasa ofanjarðar hefur minnkað um 34%, frá forkynntri tillögu, eða úr 40.000 m² -> 26.500 m² - Dregið hefur verið úr umfangi heilsuklasans, sem hefur áhrif á ásýnd, skuggavarp og nærviðri - Svæðisnýting ofanjarðar er 0,95 í stað 1,11 - Íbúðareiningum fækkar um 78 úr 529 í 451 - Hámarkshæðafjöldi fjölbýlishúsa næst Fífuhvammsvegi og Arnarnesvegi lækkar um 1-2 hæðir - Grænt svæði í miðju byggðar stækkað - Bætt við heimild fyrir leikskóla - Göng undir Arnarnesveg færð austar frá fjölbýlishúsinu við Hofakur Skipulagsnefnd telur fulla ástæðu til að taka þær áhyggjur alvarlega sem fram koma í athugasemdum og ábendingum um öryggi og flæði akandi umferðar umhverfis Arnarland og hefur vísað þeim til úrvinnslu við mótun deiliskipulags fyrir Arnarnesveg en sú deiliskipulagsvinna er farin af stað í samstarfi við Kópavogsbæ og í samráði við Vegagerðina. Í tengslum við þá vinnu hafa verið og verða unnar umferðargreiningar og skoðanir sem nýtast til mótun tillagna á umbótum vegakerfisins. Umferðargreiningar og spár sýna fram á að álag muni aukast hvort sem að Arnarland byggist eða ekki og mikilvægt að áætlanir taki tillit til þess þannig að ráðist verði í framkvæmdir tímanlega. Fyrir liggja tillögur að umferðarbætandi aðgerðum á hringtorginu á gatnamótum Arnarnesvegar, Bæjarbrautar og Fífuhvammsvegar og stefnt er að því að ráðast í þær á þessu ári. Einnig er stefnt að því að fara í umferðarbætandi aðgerðir á Akrabraut, þar sem bætt verður við vinstribeygjuvasa, svo aðkoma bæði að Akrahverfi og matvöruverslun verði skilvirkari. Í síðasta mánuði var samþykkt viljayfirlýsing Kópavogs og Garðabæjar um endurskoðun á sveitarfélagsmörkum á Arnarneshálsi og umferðarbætandi aðgerðir og fagnar skipulagsnefnd því samkomulagi. Skuggavarpsgreiningar sýna að áhrif skuggavarps á aðliggjandi byggð er minniháttar. Við mat á þeim atriðum sem athugasemdir og umsagnir lúta að er ástæða til þess að taka tillit til þess að tillagan hefur tekið miklum breytingum frá fyrstu stigum í meðförum skipulagsnefndar. Þar höfðu ábendingar um skuggavarp og útsýni m.a. áhrif. Til þess að koma enn frekar til móts við athugasemdir sem varða innsýn og skuggavarp sem áhrif geta haft á hús við Súlunes sem og ásýnd svæðisins leggur skipulagsnefnd til að sú breyting verði gerð á auglýstri tillögu að byggingarreitir þeirra hærri húshluta sem næst eru Hafnarfjarðarvegi (6 hæða og 7 hæða) færist fjær Hafnarfjarðavegi og séu ekki nær lóðarmörkum en 12 metrar samanber samþykkt aðalskipulagsbreyting. Með vísan í þau atriði sem hér eru tilgreind og framlögð gögn samþykkti skipulagsnefnd tillöguna með ofangreindri breytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lögð fram greinargerð skipulagsstjóra þar sem að athugasemdum sem borist hafa er svarað lið fyrir lið. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða greinargerð.
|
Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2411164 - Akrahverfi - deiliskipulagsbreyting - Undirgöng**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 24. febrúar 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulagi Akrahverfis (Arnarnesland-Akrar) að lokinni auglýsingu og úrvinnslu hjá umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum. Tillagan var í kynningu frá 28. nóvember 2024 til 20. janúar 2025 en frestur var framlengdur um 10 daga. Lagðar fram þær athugasemdir og umsagnir sem bárust ásamt greiningum á þeim. Skipulagsnefnd telur fulla ástæðu til að taka þær áhyggjur íbúa í Akrahverfi alvarlega sem fram koma í athugasemdum og ábendingum um öryggi og flæði akandi umferðar umhverfis Akrahverfið og hefur vísað þeim t.a.m. til úrvinnslu við mótun deiliskipulags fyrir Arnarnesveg en sú deiliskipulagsvinna er farin af stað í samstarfi við Kópavogsbæ og í samráði við Vegagerðina. Fyrir liggja tillögur að umferðarbætandi aðgerðum á hringtorginu á gatnamótum Arnarnesvegar, Bæjarbrautar og Fífuhvammsvegar og stefnt er að því að ráðast í þær á þessu ári. Einnig er stefnt að því að fara í umferðarbætandi aðgerðir á Akrabraut, þar sem bætt verður við vinstribeygjuvasa, svo aðkoma bæði að Akrahverfi og matvöruverslun verði skilvirkari. Skipulagsnefnd leggur einnig til að bætt verði við ákvæði um hljóðvarnir meðfram lóðarmörkum fjölbýlishúsanna Línakurs 1 og 3 við Akrabraut. Hljóðvarnir munu einnig draga úr ljósmengun sem skapast vegna bílaumferðar um undirgöngin. Með vísan í þau atriði sem hér eru tilgreind og framlögð gögn samþykkir skipulagsnefnd tillöguna með ofangreindri breytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Lögð fram greinargerð skipulagsstjóra þar sem að athugasemdum sem borist hafa er svarað lið fyrir lið. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða greinargerð.
|
Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2502152 - Innra skipulag bæjarskrifstofu.**
|Bæjarstjóri og sviðsstjórar gerðu grein fyrir innra skipulagi á bæjarskrifstofum Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2502396 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi opið samráð um drög að frumvarpi til laga um mat á fjárhagslegum áhrifum á sveitarfélög, dags. 19. febrúar 2025. **
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2502298 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi frumvarp til laga um tillögur að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 14. febrúar 2025.**
|Drög að frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lögð fram. Í frumvarpinu kom fram tillögur um gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem birtar eru í samráðsgátt stjórnvalda. Tillögurnar byggja á skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs. Frestur til að skila umsögn er til 5. mars 2025
|
Meðal breytinga er:
Nýtt jöfnunarframlag. Lagt er til að það verði veitt vegna sérstakra áskorana sem skiptist í:
Framlag vegna sérstaks byggðastuðnings.
Framlag til sveitarfélaga með sérstakt höfuðstaðarálag.
Breytingar á framlögum vegna íslensku sem annað tungumál.
Lagt er til að Reykjavíkurborg fá greidd framlög vegna kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál.
Vannýting útsvars dregin frá framlögum.
Starfshópurinn leggur til að nýti sveitarfélag ekki útsvarshlutfall að fullu komi til skerðingar á framlögum úr Jöfnunarsjóði sem nemi vannýttum útsvarstekjum, þ.e. mismuni á útsvari miðað við hámarksálagningu og útsvari miðað við álagningarhlutfall sveitarfélags.
Starfshópurinn leggur til að nýtt líkan jöfnunarframlaga verði innleitt í skrefum á fjögurra ára tímabili til að stuðla megi að fyrirsjáanleika í rekstri sveitarfélaga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera athugasemdir við tillögur um skerðingu framlaga í þeim tilvikum sem sveitarstjórn nýtir sjálfsákvörðunarrétt sinn til ákvörðunar útsvars í samræmi við heimildir í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, sbr. einnig 1. mgr. 24. gr. laganna. Í lögunum kemur skýrt fram að það er á valdi hverrar sveitarstjórnar að ákvarða álagningarhlutfall útsvars innan ákveðinna marka og hefur sú ákvörðun engin áhrif á hlutdeild Jöfnunarsjóðs af útsvarsgreiðslum íbúa viðkomandi sveitarfélags.
Á árinu 2024 var hlutdeild Jöfnunarsjóðs í útsvari Garðabæjar um 3.145 milljónir króna á sama tíma og sjóðurinn greiddi framlög til Garðabæjar að fjárhæð um 2.760 milljónir króna. Garðbæingar greiddu því í sjóðinn um 385 milljónir króna umfram það sem sjóðurinn greiddi sem framlög til Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2412004 - Kjaraviðræður KÍ - staða mála.**
|Bæjarstjóri fór yfir stöðu kjaraviðræðna KÍ við Samband íslenskra sveitarfélaga og þá stöðu sem komin er upp í kjaradeilunni.
|
Áréttað er að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fer með umboð sveitarfélaga í yfirstandandi kjaradeilu. Bæjarráð bindur vonir við að yfirstandandi samningaviðræður verði til lykta leiddar með samningum aðila hið allra fyrsta.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2502266 - Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi boðun á XL. landsþing sambandsins þann 20. mars nk. **
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)