Ísafjarðarbær
Umhverfis- og framkvæmdanefnd 154. fundur
= Umhverfis- og framkvæmdanefnd =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Sorphirða og -förgun - útboð 2025 - 2024100021 ===
Lögð fram drög að greiningu Pure North ehf. á möguleikum Ísafjarðarbæjar varðandi meðhöndlun á lífúrgangi.
Lagt fram til kynningar. Starfsmanni falið að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund.
=== 2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062 ===
Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 5. mars 2024, mál nr. 47/ 69/2024, "Frumvarp um Loftslags- og orkusjóð".
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar eftir umsögnum við drögum að frumvarpi Loftslags- og orkusjóð.
Í frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um Orkusjóð nr. 76/2020 og lögum um loftslagsmál nr. 70/2012. Meginhlutverk nýs Loftslags- og orkusjóðs verður að styðja við nýsköpunar- og innviðaverkefni á sviði loftslagsmála, orkunýtingar og hringrásarhagkerfis.
Umsagnarfrestur er til og með 15. mars 2024.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar eftir umsögnum við drögum að frumvarpi Loftslags- og orkusjóð.
Í frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um Orkusjóð nr. 76/2020 og lögum um loftslagsmál nr. 70/2012. Meginhlutverk nýs Loftslags- og orkusjóðs verður að styðja við nýsköpunar- og innviðaverkefni á sviði loftslagsmála, orkunýtingar og hringrásarhagkerfis.
Umsagnarfrestur er til og með 15. mars 2024.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004 ===
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 19. febrúar 2025, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 35/2025, "Breyting á reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á efnalögum".
Umsagnarfrestur er til og með 12. mars 2025.
Umsagnarfrestur er til og með 12. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?