Ísafjarðarbær
Skipulags- og mannvirkjanefnd 647. fundur
= Skipulags- og mannvirkjanefnd =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Eyrarkláfur á Ísafirði. Skipulags- og matslýsing - 2025010156 ===
Lagðar fram til kynningar, framkomnar athugasemdir, dags. 25. febrúar 2025 úr skipulagsgátt í málum nr. 170/2025 og nr. 173/2023.
Kynningarferli á skipulagslýsinga á aðalskipulagsbreytingum og á nýju deiliskipulagi Eyrarkláfs, stendur yfir frá 12. febrúar 2025 til og með 12. mars 2025.
Umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 20. febrúar 2025 á lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna kláfs á Eyrarfjalli, Ísafirði, ásamt ábendingum fyrir skipulagsgerð ásamt umsögn Vegagerðar, dags. 20. febrúar 2025. Jafnframt er lögð fram ábending frá Soniu Sobiech vegna Gróanda, félagasamtaka, dags. 26. febrúar 2025.
Jafnframt er lögð fram yfirlitsmynd af erfðafestulöndum og afnotasvæðum næst skipulagssvæðis Eyrarkláfs, svæði merkt 57, 58, 59 og 61.
Kynningarferli á skipulagslýsinga á aðalskipulagsbreytingum og á nýju deiliskipulagi Eyrarkláfs, stendur yfir frá 12. febrúar 2025 til og með 12. mars 2025.
Umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 20. febrúar 2025 á lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna kláfs á Eyrarfjalli, Ísafirði, ásamt ábendingum fyrir skipulagsgerð ásamt umsögn Vegagerðar, dags. 20. febrúar 2025. Jafnframt er lögð fram ábending frá Soniu Sobiech vegna Gróanda, félagasamtaka, dags. 26. febrúar 2025.
Jafnframt er lögð fram yfirlitsmynd af erfðafestulöndum og afnotasvæðum næst skipulagssvæðis Eyrarkláfs, svæði merkt 57, 58, 59 og 61.
Lagt fram til kynningar.
=== 2.Umsókn um skipulag við Héraðskólann á Núpi - 2024120077 ===
Lagt fram erindi Silju Traustadóttur hjá EFLU f.h. landeigenda, með ósk um heimild til breytingar á skipulagi landeigna við Núp í Dýrafirði, L140979, dags. 10. desember 2024.
Óskað er eftir heimild til þess að fjölga íbúðum á skika ofan vegar í skólabyggingunum. Heimilt verði að skipta núverandi húsnæði upp í fleiri íbúðir og samtals verði heimilt að hafa allt að 30 íbúðir á landskikanum.
Einnig er óskað eftir heimild til þess að skipta landinu upp í fleiri lóðir í deiliskipulagi og skilgreina nokkrar frístundalóðir í samræmi við heimildir núgildandi aðalskipulag, í allt að 15 sumarhúsalóðir neðan vegar.
Óskað er eftir heimild til þess að fjölga íbúðum á skika ofan vegar í skólabyggingunum. Heimilt verði að skipta núverandi húsnæði upp í fleiri íbúðir og samtals verði heimilt að hafa allt að 30 íbúðir á landskikanum.
Einnig er óskað eftir heimild til þess að skipta landinu upp í fleiri lóðir í deiliskipulagi og skilgreina nokkrar frístundalóðir í samræmi við heimildir núgildandi aðalskipulag, í allt að 15 sumarhúsalóðir neðan vegar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila landeigendum við L140979, Núpi í Dýrafirði, að hefja skipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar í samræmi við 2. málsgrein 38. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 3.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna nýtingar á jarðhita í Seljalandi - 2024060076 ===
Lögð fram greinargerð og uppdráttur unnin af ráðgjöfum Verkís ehf. með tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vegna nýtingu jarðhita í Seljalandshverfi, skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Jafnframt er lagt fram minnisblað unnið af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 25. febrúar 2025 með umsögnum og viðbrögðum við athugasemdum við vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna nýtingu jarðhita í Seljalandshverfi, sem bárust á kynningartíma.
Kynning breytinga á aðalskipulagi, tillögu á vinnslustigi, vegna jarðhitaleitar í Seljalandshverfi, í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga, var auglýst með áberandi hætti á heimasíðu sveitarfélagsins og með auglýsingu á vefnum bb.is, samhliða auglýsingu um skipulagsgátt, frá 13. desember 2024 til og með 8. febrúar 2025. Að auki var vinnslutillaga deiliskipulags- og aðalskipulagsbreytinga kynnt sérstaklega íbúum og eigendum aðliggjandi eigna innan athugasemdafrests. Samhliða þeirri kynningu var frestur til athugasemda framlengdur til 18. febrúar 2025.
Umsagnir bárust frá átta umsagnaraðilum. Engar ábendingar bárust frá almenningi á kynningartímanum.
Jafnframt er lagt fram minnisblað unnið af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 25. febrúar 2025 með umsögnum og viðbrögðum við athugasemdum við vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna nýtingu jarðhita í Seljalandshverfi, sem bárust á kynningartíma.
Kynning breytinga á aðalskipulagi, tillögu á vinnslustigi, vegna jarðhitaleitar í Seljalandshverfi, í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga, var auglýst með áberandi hætti á heimasíðu sveitarfélagsins og með auglýsingu á vefnum bb.is, samhliða auglýsingu um skipulagsgátt, frá 13. desember 2024 til og með 8. febrúar 2025. Að auki var vinnslutillaga deiliskipulags- og aðalskipulagsbreytinga kynnt sérstaklega íbúum og eigendum aðliggjandi eigna innan athugasemdafrests. Samhliða þeirri kynningu var frestur til athugasemda framlengdur til 18. febrúar 2025.
Umsagnir bárust frá átta umsagnaraðilum. Engar ábendingar bárust frá almenningi á kynningartímanum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð á greinargerð og uppdrætti frá Verkís ehf., dags. 25. febrúar 2025, sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 4.Breyting á deiliskipulagi Seljalands vegna jarðhitaleitar - 2024120120 ===
Lagður fram uppdráttur með greinargerð, unninn af ráðgjöfum Verkís ehf. með tillögu að breytingum á deiliskipulagi Seljalandshverfis vegna nýtingar jarðhitavatns, skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Jafnframt er lagt fram minnisblað unnið af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 25. febrúar 2025 með umsögnum og viðbrögðum við athugasemdum við vinnslutillögu breytinga á deiliskipulagi Seljalandshverfis vegna nýtingar jarðhitavatns, sem bárust á kynningartíma.
Kynning deiliskipulagstillögu á vinnslustigi vegna jarðhitaleitar í Seljalandshverfi, í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, var auglýst með áberandi hætti á heimasíðu sveitarfélagsins og með auglýsingu á vefnum bb.is, samhliða auglýsingu um skipulagsgátt, frá 13. desember 2024 til og með 8. febrúar 2025. Að auki var vinnslutillaga deiliskipulags- og aðalskipulagsbreytinga kynnt sérstaklega íbúum og eigendum aðliggjandi eigna innan athugasemdafrests. Samhliða þeirri kynningu var frestur til athugasemda framlengdur til 18. febrúar 2025.
Umsagnir bárust frá þrettán umsagnaraðilum.
Tvær ábendingar bárust frá almenningi, er varðar útlit fyrirhugaðra mannvirkja, hljóðvist/hávaðamengun jarðhitaleitar og fyrirkomulag á varmadælum/varmaskiptum og hitaveitu innan hverfis.
Jafnframt er lagt fram minnisblað unnið af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 25. febrúar 2025 með umsögnum og viðbrögðum við athugasemdum við vinnslutillögu breytinga á deiliskipulagi Seljalandshverfis vegna nýtingar jarðhitavatns, sem bárust á kynningartíma.
Kynning deiliskipulagstillögu á vinnslustigi vegna jarðhitaleitar í Seljalandshverfi, í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, var auglýst með áberandi hætti á heimasíðu sveitarfélagsins og með auglýsingu á vefnum bb.is, samhliða auglýsingu um skipulagsgátt, frá 13. desember 2024 til og með 8. febrúar 2025. Að auki var vinnslutillaga deiliskipulags- og aðalskipulagsbreytinga kynnt sérstaklega íbúum og eigendum aðliggjandi eigna innan athugasemdafrests. Samhliða þeirri kynningu var frestur til athugasemda framlengdur til 18. febrúar 2025.
Umsagnir bárust frá þrettán umsagnaraðilum.
Tvær ábendingar bárust frá almenningi, er varðar útlit fyrirhugaðra mannvirkja, hljóðvist/hávaðamengun jarðhitaleitar og fyrirkomulag á varmadælum/varmaskiptum og hitaveitu innan hverfis.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð á greinargerð og uppdrætti frá Verkís ehf., dags. 25. febrúar 2025, sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 5.Geymsluhús neðan Fjarðargötu á Þingeyri. Ósk um lóðarleigusamning - 2024110165 ===
Lögð fram umsókn dags. 27. nóvember 2024 vegna endurnýjunar á lóðarréttindum vegna eigendaskráningar á geymsluhúsi neðan Fjarðargötu 68 (Gras) á Þingeyri.
Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 29. nóvember 2024.
Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 29. nóvember 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning neðan Fjarðargötu undir geymsluhús, við Fjarðargötu 67 á Þingeyri.
=== 6.Tunguskógur 67, Ísafirði. Bætt aðkoma - 2024080118 ===
Lagt fram erindi frá eigendum við Tunguskóg 67 á Ísafirði, vegna óska um bætta aðkomu að lóðinni ásamt innkeyrslu í suðausturhorn lóðar. Jafnframt er lögð fram skýringarmynd dags. 20. ágúst 2024.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að framkvæmdin er ekki á deiliskipulögðu svæði og þarf því grenndarkynningu, umsækjanda er bent á að óska eftir því.
=== 7.Grænigarður 138982 L138982; umsókn um byggingarleyfi - 2025020076 ===
Lögð er fram umsókn Garðars Sigurgeirssonar f.h. Vestfirskra verktaka um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar húsnæðisins. Sótt er um að húsnæðinu sé breytt á þann veg að geymsluhúsnæði sé á jarðhæð og efri hæðin sé nýtt undir vinnustofur. Eins er sótt um leyfi til fjölgunar á iðnaðarhurðum, geymslurýmum og eignum í byggingunni ásamt því að setja upp stálstiga frá svölum 2. hæðar.
Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið er óskað eftir áliti nefndarinnar.
Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið er óskað eftir áliti nefndarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki tekið afstöðu til erindis fyrr en það liggur fyrir hver notkun á rýmunum verður og áætlaður fjöldi starfsmanna dags daglega með hliðsjón af því að mannvirkið er innan hættusvæðis C, nefndin óskar jafnframt eftir umsögn Veðurstofu Íslands.
=== 8.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 81 - 2501018F ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 81. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, sem var haldinn 18. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004 ===
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda dags. 3. febrúar 2024, þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 11/2025, „Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun (lagfæring, framlenging gildistíma)“.
Umsagnarfrestur er til og með 18. febrúar 2025.
Umsagnarfrestur er til og með 18. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004 ===
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 18. febrúar 2025, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 34/2025, „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um menningarminjar (Umsagnarskylda húsa og mannvirkja)“.
Umsagnarfrestur er til og með 4. mars 2025.
Umsagnarfrestur er til og með 4. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004 ===
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 19. febrúar 2025, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 35/2025, „Breyting á reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á efnalögum“.
Umsagnarfrestur er til og með 12. mars 2025.
Umsagnarfrestur er til og með 12. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?