Reykjavíkurborg
Velferðarráð - Fundur nr. 498
==
==
[Velferðarráð - Fundur nr. 498
](/fundargerdir/velferdarrad-fundur-nr-498)
**Velferðarráð**
Ár 2025, föstudagur 28. febrúar var haldinn 498. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12:04 í borgarráðssalnum, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11. Á fundinn mættu: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba, Helgi Áss Grétarsson, Sara Björg Sigurðardóttir og Þorvaldur Daníelsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Magnús Davíð Norðdahl og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Dís Sigurgeirsdóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. febrúar 2025, þar sem lýst er kjöri fulltrúa í velferðarráð til loka kjörtímabilsins á fundi borgarstjórnar 21. febrúar 2025, og tilkynnt er að Sanna Magdalena Mörtudóttir hafi veri kosin formaður velferðarráðs. MSS22060049.
Fylgigögn
Lögð fram samþykkt fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar, dags. 18. júní 2019. VEL25020039.
Fylgigögn
Fram fer kosning varaformanns velferðarráðs. VEL25020040.
Lögð fram tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands um að Guðný Maja Riba verði varaformaður.
Samþykkt.
Velferðarráð kýs eftirfarandi aðila til setu í áfrýjunarnefnd velferðarráðs Reykjavíkurborgar:
Aðalmenn eru Guðný Maja Riba, sem jafnframt er formaður, Sara Björg Sigurðardóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir. Varamenn eru Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Ellen Jacqueline Calmon og Sandra Hlíf Ocares.
Samþykkt. VEL22060021.
Fylgigögn
Fram fer undirritun þagnareiðs velferðarráðsfulltrúa. VEL22060022.
Lögð fram svohljóðandi tillaga styrkjahóps velferðarráðs, dags. 26. febrúar 2025, um styrkveitingar úr borgarsjóði til verkefna á sviði félags- og velferðarmála 2025:
Lagt er til að velferðarráð samþykki tillögu styrkjahóps velferðarráðs um styrkveitingar úr borgarsjóði fyrir árið 2025.
Greinargerð fylgir tillögunni. VEL24080037.
Almennir styrkir 2025:
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Alþjóðlegi Geðheilbrigðisdagurinn 10.10.
450.000 kr.
Samþykkt.
Berglind Indriðadóttir. Farsæl öldrun - þekkingarmiðstöð.
200.000 kr.
Samþykkt.
Einhverfusamtökin fta. Stuðningshópar Einhverfusamtakanna í Reykjavík.
800.000 kr.
Samþykkt.
Foreldraþorpið, félagasamtök. Hvernig getum við stutt við velferð og öryggi ungmenna í borginni?
300.000 kr.
Samþykkt.
Karlar í skúrum, Breiðholt. Karlar í skúrum.
300.000 kr.
Samþykkt.
Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi. Gróðurkassar við Borgir.
500.000 kr.
Samþykkt.
Kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík. Kórstarf félagsstarfs aldraðra í Reykjavík (Söngfuglar).
180.000 kr.
Samþykkt.
ME félag Íslands. Fræðsla og kynningarefni fyrir ME félag Íslands.
250.000 kr.
Samþykkt.
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu. Félagsleg verkefni - Vinaverkefni.
500.000 kr.
Samþykkt.
Samvera og súpa. Samvera og súpa.
350.000 kr.
Samþykkt.
Vinaskákfélagið. Skák í anda fólks með geðraskanir.
300.000 kr.
Samþykkt.
Þjónustusamningar til eins árs 2025:
Átak, félag fólks með þroskahömlun. Fagfólk í fötlun.
2.000.000 kr.
Samþykkt.
Bjarkarhlíð. Aukin þjónustugeta Bjarkarhlíðar til að mæta vaxandi aðsókn og þörf.
6.000.000 kr.
Samþykkt.
Gigtarfélag Íslands fta. Jafningjastuðningur og félagsstarf fyrir fólk með gigt.
1.000.000 kr.
Samþykkt.
Íþróttafélagið Ösp. Umframkostnaður við íþróttaiðkendur með miklar sérþarfir.
4.000.000 kr.
Samþykkt.
Landssamtökin Þroskahjálp. Upplýsingar fyrir öll.
3.000.000 kr.
Samþykkt.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavík. Aðstoð við bágstadda.
1.000.000 kr.
Samþykkt.
Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. Félagsstarf, ráðgjöf og stuðningur.
1.000.000 kr.
Samþykkt.
Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð ses. 2.500.000 kr.
2.500.000 kr.
Samþykkt.
Þorpið tengslasetur ehf. Pabbanetið.
1.000.000 kr.
Samþykkt.
Þjónustusamningar til þriggja ára 2025-2027:
AE starfsendurhæfing. Hlutverkasetur.
12.000.000 kr. á ári.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Afstaða til ábyrgðar. Þjónustusamningur við Afstöðu.
6.000.000 kr. á ári.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs
Styrktarfélag klúbbsins Geysis. Virkniverkefni fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir sem búa í búsetukjörnum og búsetuendurhæfingarheimilum í Reykjavík.
4.000.000 á ári.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í styrkjahópnum, tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
Lagt fram fundadagatal velferðarráðs fyrir tímabilið janúar - júní 2025. VEL25020041.
Fylgigögn
Fram fer kynning á starfsemi velferðarsviðs. VEL25020042.
- kl. 13:14 víkur Magnús Davíð Norðdahl af fundinum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í velferðarráði þakka sviðsstjóra góða og yfirgripsmikla kynningu á starfsemi sviðsins. Fulltrúarnir taka undir með sviðsstjóra að hingað til hefur mjög gott samráð verið haft við hagsmunahópa varðandi þeirra mál, svo sem öldungaráð og aðgengisnefnd í málefnum fatlaðs fólks. Fulltrúarnir lýsa yfir miklum áhyggjum af því að þetta samráð geti beðið mikla hnekki, sem gæti hlotist af fyrirhuguðum breytingum á þessum ráðum, þar sem þær hafa ekki verið útfærðar eða leitað lögfræðiálits á lögmæti þeirra. Þegar stjórnkerfisbreytingar standa til með þessum hætti er gríðarlega mikilvægt að vanda til verka og ekki síður að fara að lögum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Hér er vísað til samþykktar fyrir mannréttindaráð. Drög að nýrri samþykkt mannréttindaráðs hafa verið í vinnslu hjá skrifstofu borgarstjórnar og mannréttindaskrifstofu í samræmi við samþykkt borgarstjórnar frá 21. febrúar sl. Áfram verður unnið með málið og vandað til verka við samráð. Lögbundið samráð verður ávallt tryggt.
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 31. janúar 2025, um skil á gögnum vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2026- 2030, ásamt fylgiskjölum. VEL25020001.
Fylgigögn
**Fundi slitið kl. 13:29**
Sanna Magdalena Mörtudottir Guðný Maja Riba
Þorvaldur Daníelsson Sara Björg Sigurðardóttir
Helgi Áss Grétarsson Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð velferðarráðs frá 28. febrúar 2025**