Ísafjarðarbær
Bæjarráð 1316. fundur
= Bæjarráð =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Fiskeldissjóður 2025 - 2025020199 ===
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 26 febrúar 2025, um mögulegar umsóknir Ísafjarðarbæjar til fiskeldissjóðs, en óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þessa hvaða verkefna skal sækja um í Fiskeldissjóð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsóknir í Fiskeldissjóð í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar á næsta fundi.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
=== 2.Afskriftir eldri uppbyggingasamninga 2024 - 2025020215 ===
Lagt fram til samþykktar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 28. febrúar 2025, þar sem lagt er til við bæjarráð að samþykkja auka afskrift eignasjóðs að fjárhæð kr. 16.826.204, á fjárhagsárinu 2024, vegna eldri uppbyggingasamninga.
Bæjarráð samþykkir auka afskrift eignasjóðs að fjárhæð kr. 16.826.204, á fjárhagsárinu 2024, vegna eldri uppbyggingasamninga.
Axel yfirgaf fund kl. 8:46.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálstjóri
=== 3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - 2025010004 ===
Lagt fram erindi Guðna Geirs Einarssonar, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, varðandi drög að frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, en frestur til að veita umsögn um frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, er til kl. 12:00, miðvikudaginn 5. mars 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
Edda María yfirgaf fund kl. 9:03.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 08:47
=== 4.Útboð - Upplýsingatækniþjónusta fyrir Ísafjarðarbæ - 2025020145 ===
Lagt fram til samþykktar minnisblað Steinars Darra Emilssonar, upplýsingatækni- og innkaupastjóra, dags. 27. febrúar 2025, þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á eftirgreindri þjónustu, sem er samskonar og er nú þegar til staðar, þó með uppfærðum tæknilýsingum og kröfum:
a) Fjar- og vettvangsþjónusta
b) Hýsing og rekstur
c) Rekstur og vöktun á netumhverfi og netbúnaði
a) Fjar- og vettvangsþjónusta
b) Hýsing og rekstur
c) Rekstur og vöktun á netumhverfi og netbúnaði
Bæjarráð samþykkir að boðin verði út upplýsingatækniþjónusta fyrir Ísafjarðarbæ í samræmi við framlögð drög að útboðslýsingu.
=== 5.Ívilnanaheimildir A.6 Aðgengi að sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði - 2024110071 ===
Á 1304. fundi bæjarráðs, þann 25. nóvember 2024, var lagður fram tölvupóstur Reinhards Reynissonar f.h. Byggðastofnunar, þar sem upplýst er um stöðu mála varðandi nýtingu ívilnanaheimilda í lögum um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 ásamt tillögum starfshóps heilbrigðisráðherra um nýtingu ívilnanaheimildanna og svæðaskilgreiningu Byggðastofnunar skv. 1. mgr. 28. gr. laganna. Á fundinn mættu Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, og Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Bæjarráð óskaði eftir þarfagreiningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og fól bæjarstjóra að ræða við Byggðastofnun vegna málsins.
Er nú lögð fram þarfagreining Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, dags. 26. febrúar 2025, vegna ívilnana námslána til að bregðast við skorti á heilbrigðisstarfsfólki og þarfa íbúa heilbrigðisumdæmisins fyrir heilbrigðisþjónustu skv. mati stjórnanda Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Er nú lögð fram þarfagreining Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, dags. 26. febrúar 2025, vegna ívilnana námslána til að bregðast við skorti á heilbrigðisstarfsfólki og þarfa íbúa heilbrigðisumdæmisins fyrir heilbrigðisþjónustu skv. mati stjórnanda Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram, en jafnframt að kanna hug annarra sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum til þátttöku í verkefninu.
=== 6.Tilnefning fulltrúa á aðalfundi Háskólaseturs Vestfjarða - 2025020213 ===
Lagt fram erindi Peter Weiss, forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða dags. 27. febrúar 2025, um að allir stofnaðilar að sjálfseignarstofnuninni Háskólasetur Vestfjarða eiga að tilnefna fulltrúa og varafulltrúa. Í erindinu er gefinn möguleika á að breyta tilnefningu fulltrúa í ljósi bæjarstjóraskipta. Lagt er til við bæjarráð að kjósa nýjan aðalfulltrúa.
Bæjarráð tilnefnir Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur sem aðalfulltrúa Ísafjarðarbæjar á aðalfundi Háskólaseturs Vestfjarða, í stað Örnu Láru Jónsdóttur.
=== 7.Kjarasamningar LSS - 2025010202 ===
Lagt fram til kynningar erindi Margrétar Sigurðardóttir, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem kynntar eru niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamning Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kjarasamningurinn var felldur með 52,65% atkvæða.
Lagt fram til kynningar.
=== 8.Snjóflóð og samfélög- Ofanflóð 2025 - 2025020198 ===
Lagt fram til kynningar erindi Kristínar Mörthu Hákonardóttur, f.h. umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðuneytisins, dags. 26. febrúar 2025, um málþingið Ofanflóð 2025. Málþing um snjóflóð og samfélög verður haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 5.-6. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 9.Hverfisráð - fundargerðir 2025 - 2025010287 ===
Lagðar fram til kynningar fundargerðir hverfisráðs Önundafjarðar frá 11. febrúar og 17. febrúar 2025. Jafnframt er lögð fram fyrirspurn til skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, sem send hefur verið sviðsstjóra til afgreiðslu fyrir nefndinni.
Lagt fram til kynningar.
=== 10.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2025. - 2025020184 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 151. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldin var þann 20. febrúar 2025 og ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2024.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
=== 11.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017 ===
Lagðar fram til kynningar eru fundargerðir 965., 966., 967., 968., 969. og 970. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 18., 19., 20., 21., 24. og 25. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 646 - 2501021F ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 646. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 17. febrúar 2025.
Fundargerðin er í 14. liðum.
Fundargerðin er í 14. liðum.
Lagt fram til kynningar.
- 12.3 2025010330
[Reykjanes í Ísafjarðardjúpi. Lóðarmál](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/2010#2025010330)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 646 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi merkjalýsingar vegna stofnuna lóða í landi Reykjaness.
- 12.4 2025020121
[Hrafnatangi 4, Ísafirði. Lóðarúthlutun 2018](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/2010#2025020121)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 646 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að afturkalla lóðaúthlutun Sjávareldis ehf og Hábrúnar ehf. við Hrafnatanga 4, Ísafirði.
- 12.8 2025010291
[Ósk um stofnun lóða á gamla Olíumúla](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/2010#2025010291)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 646 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóða við gamla Olíumúlann, undir þjónustuhús og gufubaðshús, nefndin telur að ekki þurfi að grenndarkynna með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, þar sem leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
- 12.13 2025020109
[Kýrá, Mýrum í Dýrafirði. Efnisnám](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/2010#2025020109)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 646 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfuframkvæmdaleyfis, vegna skeringa við Kýrá.
=== 13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 647 - 2502013F ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 647. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 27. febrúar 2025.
Fundargerðin er í 11. liðum.
Fundargerðin er í 11. liðum.
Lagt fram til kynningar.
- 13.2 2024120077
[Umsókn um skipulag við Héraðskólann á Núpi](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/2018#2024120077)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 647 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila landeigendum við L140979, Núpi í Dýrafirði, að hefja skipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar í samræmi við 2. málsgrein 38. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og mannvirkjanefnd - 647 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð á greinargerð og uppdrætti frá Verkís ehf., dags. 25. febrúar 2025, sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 13.4 2024120120
[Breyting á deiliskipulagi Seljalands vegna jarðhitaleitar](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/2018#2024120120)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 647 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð á greinargerð og uppdrætti frá Verkís ehf., dags. 25. febrúar 2025, sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Skipulags- og mannvirkjanefnd - 647 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning neðan Fjarðargötu undir geymsluhús, við Fjarðargötu 67 á Þingeyri.
=== 14.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 19 - 2502011F ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, fundur var haldin 19. febrúar 2025.
Fundagerðin er í fimm liðum.
Fundagerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
- 14.6 2024030141
[Gjaldskrár 2025](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skola-ithrotta-og-tomstundanefnd/2014#2024030141)Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 19 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar breytingum á gjaldskrá íþróttahúsa 2025 til samþykktar hjá bæjarstjórn.
=== 15.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 154 - 2502017F ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 154. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 26. febrúar 2025.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?