Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 9. (2157)
|04.03.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Rakel Steinberg Sölvadóttir varamaður, Hlynur Elías Bæringsson varaáheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2403350 - Bessastaðir - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Forsætisráðuneytinu, kt. 550169-1269, leyfi fyrir lagfæringum og breytingum á aðkomu að Bessastöðum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2409043 - Búðarflöt 1 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Arnari Rósenkranz Hilmarssyni, kt. 060487-3169 leyfi fyrir byggingu frístandandi bílskúrs/geymslu úr steypu að Búðarflöt 1.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2502043 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Hafnarfjarðarvegur Olís - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. febrúar 2025 varðandi umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, kaldri geymslu, norðan við þjónustuhús Olís við Hafnarfjarðarveg. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og starfsemi bensínstöðvar því víkjandi. Minni viðbygging stendur á sama stað sem verður fjarlægð.
|
Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við umsóknina enda er hún í samræmi við núverandi nýtingu og þéttleika á lóðinni sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Með vísan í 2. ml 3. mgr. sömu greinar er grenndarkynning felld niður þar sem að umsókn varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2502516 - Bréf mennta- og barnamálaráðuneytis varðandi tilnefningar í skólanefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ, dags. 25. febrúar 2025. **
|Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar sem fyrirhugaður er 6. mars 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2502102 - Skipun valnefndar vegna útleigu á rými í Miðgarði.**
|Bæjarráð tilnefnir Hrannar Braga Eyjólfsson, Hörpu Rós Gísladóttur og Brynju Dan Gunnarsdóttur, til að sitja í valnefnd vegna útleigu rýmis á 2. hæð í Miðgarði.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2304003 - Erindi Garðabæjar til ráðherranefndar um öldrunarþjónustu og ráðherranefndar um málefni barna og ungmenna. **
|Lagt fram bréf bæjarstjóra Garðabæjar til ráðherranefndar um öldrunarþjónustu og ráðherranefndar um málefni barna og ungmenna.
|
Í bréfinu kemur fram beiðni Garðabæjar um viðræður við ríkisvaldið um framtíð uppbyggingar á Vífilsstöðum.
Til skoðunar gæti þá komið nýting eigna á Vífilsstöðum, m.a. undir hjúkrunarheimili og skylda starfsemi. Jafnframt er bent á að Garðabær hefur ráðgert úthlutun byggingarlóða til byggingar hjúkrunarheimilis í uppbyggingarlandi í Vetrarmýri.
Ennfremur er í bréfinu áréttuð viljayfirlýsing Velferðarráðuneytisins, Barnaverndarstofu og Garðabæjar um uppbyggingu meðferðarheimilis fyrir börn, skv. samþykktu skipulagi í Garðabæ sem gerir ráð fyrir lóð fyrir meðferðarheimili fyrir börn að Friðarvöllum 1. Eins og ráða á af gögnum málsins hefur Garðabær fullan hug á að það verkefni raungerist.
Í erindinu er þess farið á leit að ráðherranefndirnar og/eða ráðherrar eða fulltrúar þeirra eigi fundi með Garðabæ um framangreind málefni.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2408525 - Ársreikningur Garðabæjar 2024 - tillaga um afskriftir.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu um afskriftir viðskiptakrafna árið 2024 samkvæmt framlögðum lista samtals að fjárhæð kr. 192.471,
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2503029 - Sjóvarnir á Álftanesi og í Garðahverfi**
|Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir mikinn ágang sjávar á Álftanesi og Garðahverfi í stórviðri undanfarinna daga og umfangsmiklar afleiðingar þess og tjón. Þá kynnti hún áætlanir um sjóvarnir á svæðinu á næstu árum. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu sjóvarna á svæðinu og telur nauðsynlegt að uppfæra aðgerðalista og flýta brýnum framkvæmdum.
|
Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir við ráðherra, Vegagerðina og Náttúruhamfaratryggingar.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|