Reykjavíkurborg

Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 334

05.03.2025 - Slóð - Skjáskot

    **Umhverfis- og skipulagsráð**

Ár 2025, miðvikudaginn 5. mars, kl. 9:07 var haldinn 334. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Helgadóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R Friðjónsson, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon og áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Brynjar Þór Jónasson, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir, Sunna Stefánsdóttir, Sigurjóna Guðnadóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir. Þetta gerðist: Fram fer kynning á vatnsvernd frá Veitum. Frestað USK25010348 Lagt fram afgreiðslubréf borgarstjórnar, dags. 24. febrúar 2025 vegna samþykktar borgarstjórnar um kosningu sjö fulltrúa í umhverfis- og skipulagsráð og sjö til vara. MSS22060046 Fylgigögn Fram fer kosning varaformanns í umhverfis- og skipulagsráði. Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokki fólksins, og Framsóknarflokks að Hjálmar Sveinsson verði varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS22060046 Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda samgöngustjóra dags. 10. febrúar 2025 og 27. febrúar 2025, ásamt fylgigögnum. USK25010025 Fylgigögn Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa, dags. 4. febrúar 2025, 11. febrúar 2025 og 18. febrúar 2025. USK24070166 Fylgigögn Lögð fram og kynnt ársskýrsla Byggingarfulltrúans í Reykjavík fyrir árið 2024. USK23010174 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: Í ársskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík kemur fram að 989 íbúðir hafi verið fullgerðar í borginni á árinu 2024. Áætlað er að lokið verði við um 1.000 íbúðir á árinu 2025. Ljóst er að spurn eftir byggingarhæfum lóðum er langt umfram framboð og er æskilegt að ráðist verði í kröftugt átak í því skyni að leysa hinn mikla húsnæðisvanda, sem er við að etja í borginni. Athyglisvert er að 99% samþykktra byggingaráforma fyrir nýjar íbúðir eru í fjölbýlishúsum. Svo hátt hlutfall einnar byggingargerðar er óæskilegt af mörgum ástæðum. Ná þarf fram meiri blöndun búsetakosta í borginni og verður það best gert með því að fjölga lóðum fyrir sérbýli, þ.e. raðhús og einbýlishús. Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins: Ljóst er að fjöldi íbúða byggt á árinu 2024 í Reykjavíkur er langt undir þeim tölum sem þarf til anna eftirspurn. Einnig má benda á þá staðreynd að um mjög einsleita byggð er um að ræða þar sem 99% íbúða eru fjölbýlishús og endurspeglar ekki markmið borgarinnar um blandaða byggð. Framsókn hvetur meirihlutann til að huga að fjölbreyttara byggðaform í borginni til uppfylla þau markmið. Fylgigögn Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa, dags. 6. febrúar 2025, 13. febrúar 2025, 20. febrúar 2025 og 27. febrúar 2025. USK22120094 Fylgigögn Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 23. janúar 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu um nýtt deiliskipulag fyrir Ártúnshöfða, svæði 7A. USK24120060 Fylgigögn Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 23. janúar 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 að nærþjónustukjarna innan íbúðarbyggðar í Skerjafirði. USK24020304 Fylgigögn Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 23. janúar 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna-Hallsvegar suður vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg. USK23070113 Fylgigögn Lagt fram afgreiðslubréf borgarráðs, dags. 30. janúar 2025, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Laugavegs 168-176 vegna lóðarinnar nr. 176 við Laugaveg. USK24100337 Fylgigögn Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 7. október 2024 ásamt kæru nr. 114/2024, dags. 5. október 2024, þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að samþykkja nýtt hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi, sem og ákvörðun borgarinnar um útgáfu byggingarleyfis fyrir Stigahlíð 86. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 6. nóvember 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. febrúar 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 11. júlí 2024 um að samþykkja hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi í Reykjavík að því varðar skilmálaeiningu 3.2.4, Stigahlíð austur og vestur í Hlíðahverfi. Hafnað er kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 3. desember 2024 um að samþykkja byggingaráform vegna Stigahlíðar 86. Vísað er frá kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. september 2024 um að samþykkja byggingaráform vegna Stigahlíðar 86. USK24100073 Fylgigögn Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 26. nóvember 2024 ásamt kæru nr. 160/2024, dags. 18. nóvember 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að kæranda sé skylt að fjarlægja auglýsinga/ljósaskilti Skúbb ehf. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 20 desember 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 29. janúar 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 5. nóvember s.á. um að fjarlægja skuli ljósaskilti á húsi á lóð nr. 1 við Laugarásveg. USK24110312 Fylgigögn Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. janúar 2025 ásamt kæru nr. 181/2024, dags. 24. desember 2024, þar sem kærð er ákvörðun deildar afnota og eftirlits á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar ,dags. 3. febrúar 2025. USK25010033 Fylgigögn Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. febrúar 2025 ásamt kæru nr. 17/2025, dags. 31. janúar 2025, þar sem kærð er ákvörðun deildar afnota og eftirlits á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar um að aðhafast ekki frekar vegna skúrs á lóð Urðarbrunns 114 í Reykjavík. USK25020024 Fylgigögn Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. febrúar 2025 ásamt kæru nr. 20/2025, dags. 4. febrúar 2025, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa frá 23. janúar 2025 um álagningu dagsekta vegna bílskýlis að Grundarlandi 22. USK25020036 Fylgigögn Lagður fram úrskurður örnefnanefndar um götuheitið Bjargargata, mál nr. 1/2025, dags. 18. febrúar 2025. Úrskurðarorð: Á grundvelli fyrrgreindra öryggishagsmuna kveður örnefnanefnd upp þann úrskurð að sveitarfélagið Reykjavíkurborg skuli velja nýjan staðvísi í stað Bjargargötu. Líkt og fyrr segir skal sveitarfélagið bregðast við ákvörðuninni innan átta vikna en að öðrum kosti úrskurðar örnefnanefnd um nýtt nafn. Umhverfis- og skipulagsráð felur götunafnanefnd að finna nýtt heiti á umrædda götu og leggja fyrir ráðið til samþykktar. USK25020274 Fylgigögn Lagður fram úrskurður örnefnanefndar um götuheitið Fífilsgata, mál 2/2025, dags. 18. febrúar 2025. Úrskurðarorð: Á grundvelli fyrrgreindra öryggishagsmuna kveður örnefnanefnd upp þann úrskurð að sveitarfélaginu Reykjavíkurborg skuli óheimilt að nefna götu í Reykjavík Fífilsgötu. Líkt og fyrr segir hefur heitið Fífilsgata ekki verið skráð í opinbera staðfangaskrá samkvæmt upplýsingum örnefnanefndar. Af þeim sökum er í máli þessu ekki talin. Umhverfis- og skipulagsráð felur götunafnanefnd að finna nýtt heiti á umrædda götu og leggja fyrir ráðið til samþykktar. USK25020273 Fylgigögn Lögð fram tillaga um landnotkunarheimildir við Hringbraut. Hringbraut sem aðalgata frá Bjarkargötu að Suðurgötu. Samþykkt að auglýsa tillögu sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24100121 Fylgigögn Lögð fram lýsing skipulagsgerðar og drög að tillögu um breytta landnotkun í Laugardal. Lagt er til að tillagan verði kynnt og vísað til borgarráðs. Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins að kynna lýsingu og vinnslutillögu að aðalskipulagi í samræmi við 1. - 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita skal umsagna um lýsinguna og vinnslutillögunnar hjá Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, Kópavogsbæjar, Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Seltjarnarneskaupstaðar, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps, Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Minjastofnunar, Borgarsögusafns, Íbúasamtaka Laugardals og einnig kynna hana fyrir almenningi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til borgarráðs. Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25030005 Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: Það er fagnaðarefni að hér sé verið að koma fyrir skólahúsnæði í Laugardal sem getur tekið við skólastarfi á meðan ráðist er í meiriháttar viðhald í skólum svæðisins. Brýnt er að umferðaröryggisaðstæður verði rýndar samhliða og öryggi gangandi og hjólandi tryggt á leið til og frá svæðinu inn í íbúðarhverfin sem verið er að þjónusta. Sömuleiðis að haft sé samráð við foreldra barna í skólunum um útfærslurnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: Ljóst er að enn frekari fækkun bílastæða við Laugardalsvöll getur leitt til þess að vallargestir og hallargestir leggi bifreiðum sínum í ríkari mæli en þegar er raunin í nálægu íbúahverfi. Ekki er ljóst hvernig aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra að Laugardalsvelli verður tryggt miðað við fyrirliggjandi tillögu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að leitað verði eftir umsögn aðgengis- og samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks í Reykjavík um málið. Nefndin er enn starfandi þótt nýr meirihluti Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Flokks Fólksins og Vinstri grænna hafi látið það verða sitt fyrsta verk að leggja til að nefndin yrði lögð niður. Fylgigögn Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna lagningar háspennulagna í jörðu, nýjar lagnaleiðir (132 kV) í Laugardal. Óveruleg breyting á aðalskipulagi. Breyting þessi er talin vera óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga (sjá rökstuðning í kafla 2) og fer því ekki í opið kynningarferli. Samþykkt skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til borgarráðs Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25030006 Fylgigögn Lagt fram að nýju breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, íbúðaruppbygging í grónum hverfum. Frekari uppbyggingarmöguleikar í Grafarvogi. Drög að tillögu, sem samþykkt var á fundi dags. 5. febrúar og færð í trúnaðarbók. Einnig er lögð fram samantekt á húsnæðisátaki í Grafarvogi, dags. ódagsett. Frestað Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24080161 Fram fer kynning á vinnslutillögu Kringlunnar - Áfanga 1. Freyr Frostason, og Grímur Víkingur Magnússon hjá THG, Birgir Þór Birgisson hjá Reitum, Sigríður Maack verkefnastjóri og Ólöf Guðbjörg Söebech verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. Bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók. USK24060140

  • Kl. 11:47 víkur Brynjar Þór Jónasson af fundi Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til norðurs upp að og ofaná mhl. 03, byggja svalir, innrétta geymslur í kjallara og skrifstofur á hæð og sameina í einn matshluta hús á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg. Erindið var grenndarkynnt frá 10. desember 2024 til og með 14. janúar 2025. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. febrúar 2025. Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. febrúar 2025, með vísan til a. liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs. Valný Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24070312 Fylgigögn Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Í breytingunni sem lögð er til felst að lega samgöngustíga er uppfærð til samræmis við fyrirliggjandi hönnun annars vegar við mislæg gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar og hins vegar samgöngustígs með tveimur brúm yfir Dimmu. Báðar brýr fá breytta staðsetningu við nánari hönnun. Þá er ofanvatnstjörn komið fyrir milli stíga norðan við Breiðholtsbraut. Jafnframt er deiliskipulagsmörkum breytt þannig að mörkin fara að vegkanti rampa á Arnarnesvegi. Samgöngustígar norðan Breiðholtsbrautar ásamt fláum verða þannig innan deiliskipulags Elliðaárdals að mörkum þróunarreits. Deiliskipulagsmörk Arnarnesvegar breytast til samræmis við þessa afmörkun, samkvæmt uppdrætti Landslags, dags. 29. ágúst 2024, br. 22. janúar 2025. Tillagan var auglýst frá 17. október 2024 til og með 28. nóvember 2024. Ábendingar og umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025. Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2025. Vísað til borgarráðs. Þórður Már Sigfússon verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið USK24090074 Fylgigögn Að lokinni auglýsingu er að nýju lögð fram nýju tillaga umhverfis- og skipulagssvið að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóð nr. 54 við Hofsvallagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á skipulagsmörkum. Innan nýja deiliskipulagssvæðisins eru skilgreindar fjórar lóðir, ný afmörkun fyrir lóð Vesturbæjarlaugar og Vesturborgar, ný lóð undir veitingavagn og ný lóð fyrir grenndarstöð, samkvæmt uppdr. Landmótunar, dags. 12. september 2024, br. 24. febrúar 2025. Tillagan var auglýst frá 17. október 2024 til og með 28. nóvember 2024. Ábendingar og umsagnir bárust. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27. febrúar 2025. Samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem koma fram í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. febrúar 2025. Vísað til borgarráðs. Hrönn Valdimarsdóttir verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24080295 Fylgigögn Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kynningu á búsetuúrræði í JL húsinu, sbr. 16. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 9. október 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs skipulagsfulltrúa, dags. 5. febrúar 2025. Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins gegn einu atkvæði Framsóknarflokks og tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. USK24100101
  • Kl. 12:00 víkur Hjálmar Sveinsson af fundi. Fylgigögn Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um JL húsið, sbr. 19. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 9. október 2024. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025, uppf. 22. janúar 2025. USK24100100 Fylgigögn Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um húsnæði leikskólans Laugasól, sbr. 33 liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 16. október 2024. Greinargerð fylgdi fyrirspurn. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 12. febrúar 2025. USK24100167 Fylgigögn Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úrbætur á götulýsingu við Bríetartún, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 5. febrúar 2025: Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu borgarlandsins USK25020051 Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að tryggja atvinnustarfsemi á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri, sbr. 3. liður fundargerðar borgarstjórnar, dags. 4. febrúar 2025. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðalskipulags MSS25020005 Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 23. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 5. febrúar 2025. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs skrifstofu samgangna og borgarhönnunar. USK25020057 Fylgigögn Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 22. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs dags. 5. febrúar 2025. Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa USK25020052 Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Lagt er til að erindi Isavia frá árinu 2023 um breytingu á deiliskipulagi vegna aðflugsljósa fyrir Reykjavíkurflugvöll, verði lagt fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur við fyrsta tækifæri. Greinargerð fylgir tillögu. Frestað. USK25030045 Fylgigögn Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Lagt er til að handrið verði sett upp í tröppum, sem liggja frá Hallargarðinum við Fríkirkjuveg upp á Skothúsveg. Umræddar tröppur eru brattar og til að draga enn frekar úr slysahættu af völdum hálku er jafnframt lagt til að snjóbræðslukerfi verði sett í tröppurnar eða a.m.k. hluta þeirra. Frestað. USK25030043 Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Lagt er til að erindi Isavia frá árinu 2023 vegna færslu á eldsneytisgeymum á Reykjavíkurflugvelli, verði lagt fyrir umhverfis og skipulagsráð Reykjavíkur við fyrsta tækifæri. Greinargerð fylgir tillögu. Frestað. USK25030047 Fylgigögn Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Lagt er til að erindi Isavia frá 13. júlí 2023 um uppsetningu á myndavélamastri fyrir fjarturn við Reykjavíkurflugvöll, verði lagt fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur við fyrsta tækifæri. Greinargerð fylgir tillögu. Frestað. USK25030046 Fylgigögn Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Lagt er til að girðing verði reist í kringum Gervigrasvöllinn á Klambratúni. Völlurinn verði jafnframt lýstur upp. Frestað. USK25030044 Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Viðreisnar: Fulltrúi Viðreisnar óskar upplýsinga um hve margar húsnæðiseiningar standa í dag í slæmu ástandi, svo slæmu að það er hvorki íbúðarhæft né starfshæft fyrir vinnustað. Vísa ég þá til dæmis til eignar við Grettisgötu 87. Hversu margar eignir eru í sambærilegri stöðu innan borgarmarkanna? Ef slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir telur fulltrúi Viðreisnar að það sé til bóta fyrir borgina að halda sérstaklega utan um slíkar eignir. Hvaða heimildir liggja fyrir til að aðhafast í slíkum málum hvort sem er öflun gagna og til að knýja til betrumbóta? USK25030051
  • Kl. 12:10 víkur Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir af fundi. Fundi slitið kl. 12:25 Dóra Björt Guðjónsdóttir Aðalsteinn Haukur Sverrisson Andrea Helgadóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson Friðjón R. Friðjónsson Kjartan Magnússon PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. mars 2025
Framleitt af pallih fyrir gogn.in