Ísafjarðarbær
Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar 7. fundur
= Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
Einnig sátu fundinn Nanný Arna Guðmundsdóttir, formaður skóla-, íþrótta og tómstundanefndar, Magnús Þór Bjarnason, stjórn HSV, Guðbjörg Ebba Högnadóttir, svæðisfulltrúi á Vestfjörðum, Eygló S. Kristjánsdóttir, formaður íþróttafélagsins Ívars.
=== 1.Samningur um afnot, rekstur og þjónustu við Hvata styrkjakerfið og Abler SHOP skráningar og greiðslukerfið. - 2025010055 ===
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fer yfir fyrirkomulag frístundastyrkja í gegnum Abler kerfi. Hvernig foreldrar iðkenda nýta sér styrkinn og með hvaða hætti félögin fá greitt til íþróttafélaganna.
Allra næstu daga verður kerfið tilbúið til notkunar og foreldrar eiga að geta nýtt styrkinn við greiðslu æfinga gjalda. Sendur verður póstur á félög með leiðbeiningum um hvað félögin þurfa að gera sín megin í kerfinu til að virkja styrkinn.
=== 2.Fyrirspurnir samráðsfundar 2025 - 2025010293 ===
Skotíþróttafélag óskar eftir því að Ísafjarðarbær lagfæri veg upp að æfingaaðstöðu skotíþróttafélagsins á Breiðadalsheiði.
Sótt hefur verið um viðhaldsfé til Vegagerðarinnar vegna viðhalds á veginum upp á Botns/Breiðadalsheiði, vegurinn hefur verið nýttur töluvert vegna útivistar, þá fyrst og fremst af hjólreiðafólki og Skotveiðifélagi Ísafjarðar sem er með aðstöðu á heiðinni. Sótt er um styrk til að hefla illa farinn veginn úr Dagverðardal, upp á heiðina. Jafnframt að í veginn verði borið efni þar sem brýn þörf er á. Ekki hefur borist svar.
=== 3.Niðurbrot árbakka við golfvöll - 2025030016 ===
Lagt fram erindi frá Golfklúbb Ísafjarðar dags. 23. Febrúar 2025 vegna niðurbrots við árbakka meðfram golfvelli.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fer yfir málið, málinu verður vísað til viðeigandi aðila og óskað eftir því að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þessa verkefnis í næstu fjárhagsáætlun.
Fundi slitið - kl. 17:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?