Ísafjarðarbær
Hafnarstjórn 260. fundur
= Hafnarstjórn =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi - 2023040012 ===
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra dags 4. mars 2025, er varðar hugmynd um fyrirstöðugarð við Suðurtanga sem kæmi í framhaldi af garði sem var gerður 2023.
Annars vegar er tillaga um 60 metra fyrirstöðugarð og hins vegar um 80 metra fyrirstöðugarð.
Einnig lagðar fram tillögur að viðaukum við fjárhagsáætlun hafna Ísafjarðarbæjar miðað við þessa tvo valkosti.
Annars vegar er tillaga um 60 metra fyrirstöðugarð og hins vegar um 80 metra fyrirstöðugarð.
Einnig lagðar fram tillögur að viðaukum við fjárhagsáætlun hafna Ísafjarðarbæjar miðað við þessa tvo valkosti.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 12:00
Jóhann Bæring víkur af fundi undir þessum lið.
=== 2.Stormpollar við Sundabakka - 2025030013 ===
Lagt fram minnisblað Hilmars K. Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 4. mars 2025, um smíði og uppsetningu á stormpollum við Sundabakka.
Einnig lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun hafna Ísafjarðarbæjar vegna málsins.
Einnig lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun hafna Ísafjarðarbæjar vegna málsins.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 3 við fjárhagsáætlun hafna Ísafjarðarbæjar vegna stormpolla við Sundabakka.
Edda María yfirgefur fund kl. 12:15.
Jóhann Bæring kemur aftur til fundar kl. 12:15.
Jóhann Bæring kemur aftur til fundar kl. 12:15.
=== 3.Sumarviðburðasjóður - 2024020083 ===
Kynnt drög að uppfærðum reglum fyrir styrktarsjóð hafna Ísafjarðarbæjar, áður sumarviðburðasjóður, en fyrirhugað er að sjóðurinn opni fyrir umsóknir ársins 2025 um miðjan mars.
Anna Sigríður Ólafsdóttir mætir á fundinn fyrir hönd Vestfjarðastofu til að ræða styrktarsjóð hafna Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn þakkar Önnu Sigríði fyrir komuna og samþykkir reglur fyrir styrktarsjóðinn.
Hafnarstjórn þakkar Önnu Sigríði fyrir komuna og samþykkir reglur fyrir styrktarsjóðinn.
Anna Sigríður yfirgefur fund kl. 12:38.
Gestir
- Anna Sigríður Ólafsdóttir, Vestfjarðastofu - mæting: 12:15
Magnús Einar yfirgefur fund undir þessum lið og felur Ólafi fundarstjórn.
=== 4.Fiskeldissjóður 2025 - 2025020199 ===
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 5. mars 2025, þar sem lagt er til að send verði umsókn í fiskeldissjóð 2025 vegna kaupa á á nýjum björgunarbát. Báturinn myndi einnig nýtast sem varalóðsbátur.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í tillöguna og vísar henni til umræðu í bæjarráði með öðrum tillögum að umsóknum í sjóðinn.
Magnús kemur aftur inn á fund og tekur við fundarstjórn kl. 12:46.
=== 5.Suðureyrarhöfn - smábátahöfn, flotbryggja og viðlegupláss - 2024010077 ===
Kynnt minnisblað Kjartans Elíassonar, fyrir hönd Vegagerðarinnar, dags. 5. mars 2025, um breytingar á höfninni á Suðureyri.
Hafnarstjóri kynnir hugmyndir Vegagerðarinnar að breytingum á Suðureyrarhöfn.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna málið áfram.
=== 6.Skipulag á hafnarsvæðum vegna móttöku skemmtiferðaskipa - Sundabakki - 2024100012 ===
Kynnt útlit og verð fjögurra söluhúsa frá Völundarhúsum, en húsin hafa þegar verið keypt og verða staðsett á torgi við nýja rútubílastæðið á Sundabakka.
Lagt fram til kynningar.
=== 7.Arnarlax - Mótvægisaðgerðir vegna siglingaöryggis við Óshlíð - 2025030021 ===
Lagt fram erindi frá Björn Hembre, fyrir hönd Arnarlax ehf., dags. 14. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að hafnaryfirvöld taki fyrir mótvægisaðgerðir vegna siglingaöryggis við eldissvæði Arnarlax við Óshlíð.
Einnig er lagt fram minnisblað Hilmars K. Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 4. mars 2025, og bókun hafnarstjórnar Bolungarvíkur frá fundi sem haldinn var þann 20. febrúar 2025, vegna sama máls.
Einnig er lagt fram minnisblað Hilmars K. Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 4. mars 2025, og bókun hafnarstjórnar Bolungarvíkur frá fundi sem haldinn var þann 20. febrúar 2025, vegna sama máls.
Hafnarstjórn telur mikilvægt að öryggi siglingaleiða um Ísafjarðardjúp sé tryggt. Mótvægisaðgerðirnar eru því rökréttar og telur stjórnin að eldissvæði muni ekki ógna öryggi sjófarenda í Ísafjarðardjúpi.
Hafnarstjórn áréttar að fiskeldi í Ísafjarðardjúpi styrkir atvinnuuppbyggingu í Ísafjarðarbæ og á norðanverðum Vestfjörðum.
Hafnarstjórn áréttar að fiskeldi í Ísafjarðardjúpi styrkir atvinnuuppbyggingu í Ísafjarðarbæ og á norðanverðum Vestfjörðum.
=== 8.Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri 2024-2025 - 2024010202 ===
Lögð fram beiðni frá Jónínu H. Símonardóttur, f.h. handverkshópsins Koltru, dags. 21. febrúar 2025, um endurnýjun samnings um upplýsingamiðstöð ferðamanna í Salthúsinu á Þingeyri.
Hafnarstjórn samþykkir að framlengja samning við Koltru vegna upplýsingamiðstöðvar í Salthúsinu á Þingeyri en gert er ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun hafna Ísafjarðarbæjar.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ganga til samninga við Koltru.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ganga til samninga við Koltru.
=== 9.Cruise Iceland - ýmis erindi 2024-2025 - 2024090023 ===
Lagt fram minnisblað frá Cohn & Wolfe um fundi sem haldnir voru í lok febrúar 2025 með CLIA og Cruise Iceland.
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra um fund með CLIA og Cruise Iceland.
Lagt fram minnisblað hafnarstjóra um fund með CLIA og Cruise Iceland.
Minnisblöð lögð fram til kynningar.
=== 10.Cruise Iceland - ýmis erindi 2024-2025 - 2024090023 ===
Kynnt fundargerð af stjórnarfundi Cruise Iceland sem haldinn var þann 15. janúar 2025.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 13:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun hafna Ísafjarðarbæjar vegna málsins.