Reykjavíkurborg
Borgarráð - Fundur nr. 5773
**Borgarráð**
Ár 2025, fimmtudaginn 6. mars, var haldinn 5773. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Eiríkur Búi Halldórsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
**Þetta gerðist:**
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. febrúar 2025, um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara á fundi borgarstjórnar þann 21. febrúar 2025. Líf Magneudóttir var kjörin formaður borgarráðs.
Lagt er til að Dóra Björt Guðjónsdóttir verði kjörin varaformaður borgarráðs.
Samþykkt. MSS22060043
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. febrúar 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 – stakar húsbyggingar á opnum svæðum, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Haraldi Sigurðssyni sem tekur sæti með rafrænum hætti.
- Kl. 9:07 tekur borgarstjóri sæti á fundinum. USK24060311
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. febrúar 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadal vegna lóðarinnar Grafarlækjar 2-4, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24050161
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. febrúar 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. febrúar 2025 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar Skógarhlíðar 10, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24110202
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna endurgerðar á leik- og grunnskólalóðum auk opinna leiksvæða á árinu 2025, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Guðna Guðmundssyni sem tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK25020284
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna stígagerðar við Gufunesstíg, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Guðna Guðmundssyni sem tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK25020313
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna endurgerðar á hraðahindrunum á árinu 2025, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Guðna Guðmundssyni sem tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK25030011
Fylgigögn
Fram fer umræða um málefni Hjallastefnunnar.
Steinn Jóhannsson og Frans Páll Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. SFS24080339
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsyfirlýsing Hjallastefnunnar og Reykjavíkurborgar sem sameiginleg viðræðunefnd vann að var samþykkt í borgarráði 5. maí 2022 og er grunnurinn að samstarfinu enn í fullu gildi. Reykjavíkurborg og Hjallastefnan hafa verið í þéttu samstarfi síðustu ár varðandi húsnæðismálin. Á forsendum samstarfsyfirlýsingarinnar frá 2022 og gildandi þjónustusamnings er það fullur ásetningur Reykjavíkurborgar að styðja áfram við bakið á Hjallastefnunni þegar kemur að húsnæðismálum, annars vegar að finna skammtímalausn og hins vegar framtíðarlausn. Fulltrúar borgarinnar og Hjallastefnunnar vinna hörðum höndum að því þessa dagana að finna lausnir sem sátt ríkir um og verða þær kynntar um leið og niðurstaða fæst.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks þakka fyrir að málefni Hjallastefnunnar hafi verið sett á dagskrá borgarráðs að þeirra beiðni. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að borgarráð finni án tafar bæði tímabundna lausn á skólastarfi Hjallastefnunnar, en ekki síst framtíðarlausn. Fulltrúunum hugnast vel sú lausn að Hjallastefnunni verði úthlutað lóð að Leynimýri til uppbyggingar á framtíðarskólahúsnæði í samstarfi við einkaaðila, en þó með stuðningi borgarinnar. Leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að málið verði klárað án tafar í góðu samstarfi við forsvarsfólk Hjallastefnunnar.
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að að borgarráð samþykki að kaupa hluti Orkuveitu Reykjavíkur annars vegar og Faxaflóahafna sf. hins vegar í Malbikunarstöðinni Höfða hf. og gera kaupsamninga þess efnis við Orkuveitu Reykjavíkur annars vegar og Faxaflóahafnir sf. hins vegar. Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að hafa umsjón með gerð kaupsamninganna og borgarstjóra veitt heimild til þess að undirrita samningana.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Halldóra Káradóttir, Oddrún Helga Oddsdóttir og Jóhanna Kristrún Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24120072
Fylgigögn
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. mars 2025, þar sem greinargerð starfshóps um ráðningarrýni fyrir árið 2024 er lögð fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25020036
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 13. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki uppfærðar reglur um fjárstýringu Reykjavíkurborgar og uppfærða viðauka við viðkomandi reglur, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Halldóra Káradóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS25010005
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 13. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki uppfærðar innheimtureglur Reykjavíkurborgar og uppfærða viðauka við viðkomandi reglur, ásamt fylgiskjölum.
Frestað.
Halldóra Káradóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS25020011
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu matsnefndar um stofnframlag frá Reykjavíkurborg vegna breytinga á stofnvirði byggingar að Arnarbakka 2-4 sem Byggingarfélag námsmanna fékk stofnframlag fyrir. Lagt er til að borgarráð samþykki hækkun á stofnframlagi vegna Arnarbakka 2-4 um 26.300.602 kr. Stofnframlagið verður veitt í formi byggingarréttar, sbr. heimild 1. mgr. 14. gr. laga um almennar íbúðir. Ofangreind tillaga var samþykkt af matsnefnd vegna veitingar stofnframlaga 30. janúar 2025.
Samþykkt.
Halldóra Káradóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24030001
Fylgigögn
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. mars 2025, þar sem erindisbréf matsnefndar um veitingu stofnframlaga, dags. 3. mars 2025, er lagt fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum.
Halldóra Káradóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25030003
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 28. janúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki niðurfellingu kvaðar í lóðarleigusamningi um Bugðulæk 7, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010062
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki húsaleigusamning um leigu á 2. og 3. hæð Ármúla 34, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25020003
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 29. janúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að gera húsaleigu- og uppbyggingarsamning um Sunnutorg, Langholtsvegi 70, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
- Kl. 10:30 tekur Einar Þorsteinsson sæti á fundinum og Árelía Eydís Guðmundsdóttir víkur. FAS23030055
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um aðstöðu að Lynghálsi 5, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25020020
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við leigusamning um leigu á húsnæði við Ármúla 6, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS21120112
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Með þessari samþykkt er gengið til samninga um stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla en þar er starfræktur sérhæfður leikskóli án aðgreiningar fyrir börn með og án fötlunar. Leikskólinn stækkaði um þrjár deildir árið 2022 með því að 1. hæð var breytt í leikskólahúsnæði. Núna verður bætt við leikskóladeildum, stoðþjónustu og starfsmannaaðstöðu á efri hæðum sem gerir kleift að bjóða 64 börnum til viðbótar í leikskólann.
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 27. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaupsamning um sölu á lausum húseiningum við Dalskóla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25020059
Fylgigögn
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 3. mars 2025, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 28. febrúar 2025 á tillögum um styrkveitingar velferðarráðs úr borgarsjóði til verkefna á sviði félags- og velferðarmála 2025.
Samþykkt.
Rannveig Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. VEL24080037
Fylgigögn
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 10. febrúar 2025, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 5. febrúar 2025 á tillögu sviðsstjóra um breytingar á tekju- og eignamörkum í reglum Reykjavíkurborgar um félagslegt leiguhúsnæði, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Rannveig Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. VEL25010057
Fylgigögn
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 10. febrúar 2025, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 5. febrúar 2025 á tillögu sviðsstjóra um breytingar á tekju- og eignamörkum í reglum Reykjavíkurborgar um sérstakan húsnæðisstuðning, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Rannveig Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. VEL25010058
Fylgigögn
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að að borgarráð samþykki breytingar á starfsemi Innri endurskoðunar og ráðgjafar sem í grunninn byggja á niðurstöðum úttektar KPMG. Tillögurnar felast í: 1. Að innri endurskoðun verði áfram sjálfstæð og óháð eining en að starfsemin verði tekin út, t.d. með faglegu mati ytri aðila þar sem starfsemin verður metin, mönnunarþörf greind og skoðað hvort hægt sé að hagræða með aukinni samvistun verkefna eða öðru fyrirkomulagi. Tillögurnar verði lagðar fyrir endurskoðunarnefnd og borgarráð. 2. Að fagsvið ráðgjafar verði lagt niður en verkefni samkvæmt úttekt færist til þjónustu- og nýsköpunarsviðs og verði samþætt verkefnum þess þannig að ráðgjöf til borgarbúa verði sinnt í framlínunni. Þannig verði að hægt verði að leysa mál með tengingu inn á sviðin í samræmdum verkferlum til að auka gagnsæi í stjórnsýslu borgarinnar. Jafnframt verði unnið að nánari tillögum um útfærslu um ráðgjöf við borgarbúa og þær lagðar fyrir stafrænt ráð og borgarráð. 3. Í þriðja lagi að fagsvið persónuverndar verði lagt niður og hlutverk persónuverndarfulltrúa fært á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og heyri þannig beint undir æðsta stjórnunarstig. Jafnframt verði starf persónuverndarfulltrúa auglýst. Þá verði staða persónuverndarmála innan borgarinnar tekin til ítarlegrar skoðunar og tillögur verði lagðar fyrir borgarráð hvað varðar frekari útfærslu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi 1. apríl 2025.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Lárus Finnbogason tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25010122
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkarnir þakka endurskoðunarnefnd fyrir ráðleggingarnar og taka undir bókun nefndarinnar, sérstaklega þann lið sem ítrekar mikilvægi þess að vandað verði vel til verka varðandi útfærslu þeirra tillagna sem fram koma í skýrslunni. Ráðgjöf til borgarbúa þarf að geta mætt fjölbreyttum þörfum þeirra sem kunna að leita eftir ráðgjöf eða yfirferð á meðferð sinna mála. Ef ábendingar eða athugasemdir berast vegna þjónustu- og nýsköpunarsviðs þá mun borgarritari taka þau mál til skoðunar.
Fylgigögn
Lögð fram starfsskýrsla endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2023-2024.
Lárus Finnbogason tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. IER24080012
Fylgigögn
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2133/2024, dags. 14. febrúar 2025. MSS24040011
Lagt til að Heiða Björg Hilmisdóttir og Helga Þórðardóttir taki sæti í stýrihópi um Evrópusamstarf um kolefnishlutlausar og snjallar borgir 2030 í stað Dags B. Eggertssonar og Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur.
Samþykkt. MSS21120238
Lagt til að skipa Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, Dóru Björt Guðjónsdóttur, Einar Þorsteinsson og Hildi Björnsdóttir ásamt borgarstjóra sem fer með eigendafyrirsvar Reykjavíkur, í tilnefninganefnd Reykjavíkurborgar. Jafnframt er lagt til að Sanna verði formaður nefndarinnar.
Samþykkt. MSS22060144
Lagt til að Sara Björg Sigurðardóttir taki sæti í samstarfsnefnd Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í stað Þorvalds Daníelssonar. Jafnframt er lagt til að Kristinn Jón Ólafsson taki sæti varamanns í stað Unnar Þallar Benediktsdóttur.
Samþykkt. MSS22060151
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem hafa borist borgarráði utan umsóknartíma.
Samþykkt að veita Skrautás ehf. styrk að fjárhæð 650.000 vegna útgáfu Grafarvogsblaðsins. MSS25020031
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. mars 2025, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um úthlutun lóðarinnar við Háaleitisbraut, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. nóvember 2024. MSS24110187
Fylgigögn
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 31. janúar 2025, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hækkun gatnagerðargjalda, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. janúar 2025. MSS25010216
Fylgigögn
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 31. janúar 2025, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um heildarkostnað vegna framkvæmda við leikskólann Árborg, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. nóvember 2024. MSS24110190
Fylgigögn
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. febrúar 2025, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um veg í Gufunesi, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2024. MSS24110081
Fylgigögn
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. mars 2025, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lóðaúthlutanir í Gufunesi, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. desember 2024. MSS24120026
Fylgigögn
Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 10. febrúar 2025, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skautasvell Nova á Ingólfstorgi, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2024. MSS24110079
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 17. febrúar 2025. MSS25010004
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 24. febrúar 2025. MSS25010004
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 20. febrúar 2025. MSS25010008
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. mars 2025.
5. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030
Fylgigögn
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál (MSS25010023, MSS25010021, MSS25010023, MSS25020074, MSS25010186, MSS25020045, MSS25020099, MSS24100076, MSS22020143, MSS25010043, MSS23050105, USK24090178, MSS25020032, MSS25020054). MSS25030002
Fylgigögn
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25030003
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið áfengisleyfi með vísan til 2. mgr. 17. gr. laga nr. 85/2007, frá kl. 01:00 til kl. 03:00 til Dubliner aðfaranótt þriðjudagsins 18. mars nk. Jákvæð umsögn borgarráðs er háð því að aðrar lögbundnar umsagnir séu einnig jákvæðar.
Samþykkt. MSS25020109
Fylgigögn
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að fela fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar að koma með tillögur að hagræðingu þvert á svið borgarinnar svo bregðast megi við kostnaðarauka vegna nýsamþykktra kjarasamninga við aðildarfélög Kennarasambands Íslands. Rekstur borgarsjóðs er þungur og nauðsynlegt að grípa til aðgerða svo ekki sígi enn frekar á ógæfuhliðina í rekstrinum með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir þjónustu við íbúana. Tillögur verði unnar með hraði og lagðar fyrir borgarráð eigi síðar en 20. mars nk.
Frestað. MSS25030014
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að loks hafi verið undirritaðir kjarasamningar við kennara (aðildarfélög Kennarasambands Íslands). Samningarnir eru gerðir til þriggja ára og hafa í för með sér hækkun launa á tímabilinu um 24,5% sem er verulega umfram kjarasamninga sem gerðir hafa verið við annað launafólk. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa áhyggjum af áhrifum kjarasamninga á rekstur borgarsjóðs og óska því upplýsinga um eftirfarandi: 1. Með hvaða hætti var áætlað fyrir kjarasamningshækkunum í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025? 2. Hvaða áhrif munu fyrirliggjandi kjarasamningar hafa á borgarsjóð á samningstímabilinu? Hvaða áhrif hafa samningarnir á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025? 3. Hvaða áhrif mun tilfærsla málaflokks barna og ungmenna með fjölþættan vanda yfir til ríkisins frá og með 1. janúar 2026, hafa á rekstur Reykjavíkurborgar á ársgrundvelli? 4. Með hvaða hætti hyggst meirihluti borgarstjórnar bregðast við þeim umframkostnaði sem samningarnir leiða af sér?
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs. MSS25030013
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska upplýsinga um eftirfarandi í starfsemi Félagsbústaða: 1. Óskað er afrits af þeim starfsmannakönnunum sem framkvæmdar hafa verið hjá Félagsbústöðum á kjörtímabilinu. Er þess sérstaklega óskað að dregnar verði saman upplýsingar um þá þætti sem þarfnast úrbóta, ef einhverjir eru. 2. Óskað er upplýsinga um starfsmannaveltu hjá Félagsbústöðum á kjörtímabilinu. Þess er óskað að upplýsingar verði sundurliðaðar eftir því hvort fólk hafi sagt upp störfum sjálft, eða því verið sagt upp störfum.
Vísað til umsagnar Félagsbústaða. MSS25030015
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska upplýsinga um þær aðgerðir sem borgaryfirvöld hyggjast grípa til vegna alvarlegra ofbeldis- og eineltismála í grunnskólum Reykjavíkurborgar, nú nýverið í bæði Breiðholtsskóla og Breiðagerðisskóla. Jafnframt er óskað upplýsinga um þá verkferla sem hafa verið til staðar hingað til í grunnskólum borgarinnar þegar upp koma ofbeldis- eða eineltismál. Þess er óskað að erindið verði sett í forgang og rætt á vettvangi borgarráðs án tafar. Fulltrúarnir telja óásættanlegt að ofbeldismenning hafi fengið að gerjast í grunnskólum borgarinnar og leggja þunga áherslu á að gripið verði til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við þeirri þróun. Þeim ungmennum sem sýna aukna áhættuhegðun þarf að mæta með viðeigandi stuðningi og úrræðum svo þeim megi beina á uppbyggilegri brautir. Það er lágmarks krafa að börn og ungmenni upplifi öryggi og vernd í grunnskólum borgarinnar og að um það verði ekki gerðar neinar málamiðlanir.
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS25030016
**Fundi slitið kl. 11:25**
Líf Magneudóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Einar Þorsteinsson Hildur Björnsdóttir
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Skúli Helgason
**PDF útgáfa fundargerðar Borgarráð 06.03.2025 - prentvæn útgáfa**