Garðabær
Öldungaráð - 1
|03.03.2025 kl. 08:00 kom Öldungaráð saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Harpa Rós Gísladóttir aðalmaður, Eysteinn Haraldsson aðalmaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Anna Ragnheiður Möller aðalmaður, Laufey Jóhannsdóttir aðalmaður, Margrét Björnsdóttir aðalmaður, Sæbjörg Einarsdóttir aðalmaður, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Þóra Gunnarsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu, Elín Þuríður Þorsteinsdóttir umsjónarmaður félagsstarfs eldri borgara.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2025-2028)**
|Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025, Lúðvík Hjalti Jónsson fjármálastjóri, fór yfir áætlunina og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.
|
|
|
|
|
|
|**2. 2409477 - Íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2024**
|Þjónustukönnun Gallup 2024, Hulda Hauksdóttir, deildarstjóri þjónustu og stafrænnar þróunar kynnti niðurstöður könnunar og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.
|
|
|
|
|
|
|**3. 2309191 - Kynning á dagskrá í Jónshúsi fyrir eldri borgara**
|Kynning á félagsstarfi í Jónshúsi og Smiðjunni fyrir eldra fólk, Elín Þuríður Þorsteinsdóttir, umsjónarmaður félagsstarfs í Jónshúsi kynnir dagskrána og segir frá starfinu.
|
|
|
|
|
|
|**4. 2304082 - Fjölgun rýma í dagdvöl Ísafoldar**
|Á fundinum var lagt fram bréf sem sent var til heilbrigðisráðherra 25.febrúar sl. Í bréfinu er bókun öldungaráðs tengt fjölgun rýma í dagdvöl Hrafnistu Ísafoldar, frá desember 2024, lögð fram og vonbrigðum lýst með að ekki sé búið að taka rýmin í notkun. Jafnframt er þess farið á leit við ráðuneytið að það taki málið til skoðunar. Öldungaráð mun fylgja málinu eftir enda um að ræða afar mikilvæga þjónustu til eldra fólks í Garðabæ.
|
|
|
|
|
|
|**5. 1710101 - Stefna í málefnum eldri borgara - Aðgerðaráætlun**
|Drög að aðgerðaráætlun í málefnum eldri fólks, lögð fram til kynningar og umræðu. Stefnt skal að því að leggja aðgerðaráætlunina fram til samþykktar hjá bæjarráði/bæjarstjórn í næsta mánuði.
|
|
|
|
|
|
|**6. 2502547 - Íbúaþing eldri borgara 2025**
|Íbúaþing eldra fólks 2025, drög að skipulagi og dagskrá lögð fram til kynningar og umræðu.
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|