Reykjavíkurborg
Velferðarráð - Fundur nr. 500
==
==
[Velferðarráð - Fundur nr. 500
](/fundargerdir/velferdarrad-fundur-nr-500)
**Velferðarráð**
Ár 2025, föstudagur 7. mars var haldinn 500. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 8:45 í samfélagshúsinu Vitatorgi, Lindargötu 59. Fundinum var jafnframt streymt á vefnum. Á fundinn mættu: Sanna Magdalena Mörtudóttir, Alexandra Briem, Guðný Maja Riba, Helgi Áss Grétarsson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Af hálfu starfsmanna sátu fundinn: Arnar Númi Sigurðarson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Rannveig Einarsdóttir og Randver Kári Randversson sem ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður velferðarráðs, setur fundinn og býður gesti velkomna.
Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, kynnir nýja aðgerðaáætlun með stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónstuþarfir. VEL25030013.
Þorbjörg Valgeirsdóttir, forstöðumaður VoR-teymis velferðarsviðs, Simon Agust Steinsson, teymisstjóri vettvangshluta VoR-teymisins, og Kolfinna Arndísardóttir, teymisstjóri húsnæðishluta VoR-teymisins, kynna hlutverk og stuðning VoR-teymisins. VEL25030014.
Arndís Vilhjálmsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar, heldur kynningu á heimahjúkrun fyrir þau sem eiga ekki heimili. VEL25030015.
Fram fara umræður og tekið við spurningum úr sal og athugasemdum af vefnum.
**Fundi slitið kl. 10:00**
Sanna Magdalena Mörtudottir Guðný Maja Riba
Magnea Gná Jóhannsdóttir Helgi Áss Grétarsson
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Alexandra Briem
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð velferðarráðs frá 7. mars 2025**