Ísafjarðarbær
Bæjarráð 1317. fundur
= Bæjarráð =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Hrafnatangi og Skarfatangi - Lagnir og burðarlag - 2025030031 ===
Lagt fram erindi Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. mars 2025, vegna verksins "Hrafnatangi og Skarfatangi burðarlag og lagnir" þar sem lagt er til að samið verði við Verkhaf. á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um að semja við Verkhaf ehf. á grundvelli tilboðs að fjárhæð kr. 48.986.450, vegna verksins "Hrafnatangi og Skarfatangi - burðarlag og lagnir".
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
=== 2.Fiskeldissjóður 2025 - björgunarskip Hafnir Ísafjarðarbæjar - 2025020199 ===
Á 260. fundi hafnarstjórnar, sem haldinn var 6. mars 2025, var lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 5. mars 2025, þar sem lagt er til að send verði umsókn í fiskeldissjóð 2025 vegna kaupa á á nýjum björgunarbát. Báturinn myndi einnig nýtast sem varalóðsbátur. Hafnarstjórn tók jákvætt í tillöguna og vísaði henni til umræðu í bæjarráði með öðrum tillögum að umsóknum í sjóðinn.
Tekið til umræðu samhliða 4. máli.
=== 3.Fiskeldissjóður 2025 - björgunarsveitarbíll Dýri - 2025020199 ===
Lagt fram erindi björgunarsveitarinnar Dýra, móttekið 7. mars 2025, varðandi beiðni til Ísafjarðarbæjar, um að lögð verði fram umsókn í Fiskeldissjóð árið 2025, um styrk fyrir kaup á nýjum breyttum björgunarsveitarjeppa.
Tekið til umræðu samhliða 4. máli.
=== 4.Fiskeldissjóður 2025 - umsóknir tæknideildar Ísafjarðarbæjar - 2025020199 ===
Á 1316. fundi bæjarráðs, þann 3. mars 2025 var lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 26 febrúar 2025, um mögulegar umsóknir Ísafjarðarbæjar til fiskeldissjóðs, en óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þessa hvaða verkefna skal sækja um í Fiskeldissjóð. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna umsóknir í Fiskeldissjóð í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar á næsta fundi.
Er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 3. mars 2025, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til styrkumsókna Ísafjarðarbæjar til Fiskeldissjóðs.
Er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 3. mars 2025, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til styrkumsókna Ísafjarðarbæjar til Fiskeldissjóðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram umsóknir í Fiskeldissjóðs vegna fimm verkefna fyrir árið 2025; hönnun slökkvistöðvar á Ísafirði og framkvæmdir við grunn byggingarinnar, endurnýjun lagna í Sundhöll Ísafjarðar, endurbætur á félagsheimilinu á Þingeyri, varmadælur fyrir Torfnesvöll og jarðgerðarvél (moltuvél).
Bæjarráð telur rétt að forgangsraða verkefnum sem eru á forræði Ísafjarðarbæjar, verkefnum þar sem hægt er að ljúka framkvæmdum á þessu ári.
Bæjarráð telur rétt að forgangsraða verkefnum sem eru á forræði Ísafjarðarbæjar, verkefnum þar sem hægt er að ljúka framkvæmdum á þessu ári.
Axel yfirgaf fund kl. 9.20.
=== 5.Erindi frá CLIA vegna nýs innviðagjalds á farþega skemmtiferðaskipa - 2025020080 ===
Lagt fram til kynningar minnisblað Ingvars Ernis Ingvarssonar dags. 28. febrúar 2025. Minnisblaðið er frá fundum CLIA og Cruise Iceland og fjalla um innviðagjald á skemmtiferðaskip, en málið var jafnframt tekið fyrir á 260. fundi hafnarstjórnar þann 6. mars 2025.
Bæjarráð leggur samhljóða fram eftir farandi bókun:
"Bæjarráð telur að skattlagning á gesti skemmtiferðarskipa hafi komið of hratt til framkvæmda og að upphæðin sé í engu samræmi við aðra skattlagningu á gesti sem koma til landsins. Með þessu er verið að fórna talsvert meiri hagsunum fyrir minni. Bæjarráð beinir því til yfirvalda að endurskoða upphæðir og auka fyrirsjáanleika."
"Bæjarráð telur að skattlagning á gesti skemmtiferðarskipa hafi komið of hratt til framkvæmda og að upphæðin sé í engu samræmi við aðra skattlagningu á gesti sem koma til landsins. Með þessu er verið að fórna talsvert meiri hagsunum fyrir minni. Bæjarráð beinir því til yfirvalda að endurskoða upphæðir og auka fyrirsjáanleika."
=== 6.Lánasjóður sveitarfélaga - ýmis erindi 2025 - 2025020100 ===
Lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. dags. 3. mars 2025, fundurinn fer fram 20. mars 2025. Jafnframt eru lagðar fram tillögur fyrir aðalfund 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins fyrir hönd sveitarfélagsins og fara með atkvæðisrétt þess.
=== 7.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða sem haldin var 27. febrúar 2025.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
=== 8.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - fundargerðir og fleira 2025 - 2025010311 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 79. stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, en fundur var haldinn 26. febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 9.Hafnarstjórn - 260 - 2503002F ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 260. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 6. mars 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.
- 9.1 2023040012
[Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/hafnarstjorn/2023#2023040012)Hafnarstjórn - 260 Hafnarstjórn samþykkir gerð 80 metra fyrirstöðugarðs og leggur til frestun á hluta verks vegna gerð nýs gámaplans til að mæta kostnaði. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að gera verðkönnun í verkið.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun hafna Ísafjarðarbæjar vegna málsins.
- 9.2 2025030013
[Stormpollar við Sundabakka](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/hafnarstjorn/2023#2025030013)Hafnarstjórn - 260 Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 3 við fjárhagsáætlun hafna Ísafjarðarbæjar vegna stormpolla við Sundabakka.
Fundi slitið - kl. 09:46.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?