Fjarðabyggð
Hafnarstjórn - 323
**1. 2502033 - Fyrirhugaðar framkvæmdir Loðnuvinnslunnar**
|Lögð fram minnisblöð frá Sigurði Áss Grétarssyni vegna fyrirhugðra framkvæmda Loðnuvinnslunnar. Ljóst er að fara þarf í endurbætur á Innri og ytri löndunarbryggjum á Fáskrúðsfirði og er sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs falið að afla frekari upplýsinga og gagna.|
**2. 2503043 - Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - MV Sif W**
|Erindi frá Torcargo ehf. dags. 5. mars 2025 þar sem óskað er eftir undanþágu frá hafnsöguskyldu að og frá Mjóeyrarhöfn fyrir Igor Sinkevych, skipstjóra á Mv Sif W. Hafnarstjórn samþykkir að umbeðin undanþága verði gefin út þegar öll gögn liggja fyrir.|
**3. 2503064 - Smábátahafnir Fjarðabyggðarhafna**
|Mál varðandi smábátahafnir Fjarðabyggðarhafna rædd. Ljóst er að fara þarf í dýpkun smábátahafna í Fjarðabyggð og er verkefnastjóra hafna falið að leita frekari upplýsinga um kostnað og framkvæmd og leggja fyrir að nýju.|
**4. 2503065 - Hafnarvog Reyðarfirði**
|Komið er að viðhaldi hafnarvogarinnar á Reyðarfirði og skoða þarf hvaða möguleikar eru í stöðunni. Hafnarstjórn felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs og verkefnastjóra hafna að afla frekari gagna fyrir fjárhagsáætlunargerð 2026.|
**5. 2503066 - Almenn mál í rekstri Fjarðabyggðarhafna**
|Almenn umræða um málefni Fjarðabyggðarhafna|