Vopnafjarðarhreppur
Hreppsráð - 37
== Fundur nr. 37 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
AÖS
Axel Örn SveinbjörnssonOddviti
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
BA
Bjartur AðalbjörnssonNefndarmaður
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022-2026 fimmtudaginn 4. mars 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.
Glófaxi hefur óskað eftir viðauka við styrktarsamningvegna framkvæmda og viðhalds.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að uppfæra samning við Glófaxaog vinna tillögu að viðauka við samninginn og leggja fyrir næsta fund hreppsráðs.
Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur beiðni frá Hestamannafélaginu Glófaxa um merkingureiðvega á aðalskipulagi.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við Glófaxa og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Tillagan er borin upp til samþykktar.Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 20. febrúar 2025til kynningar þar sem boðað er til Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem halda á 20. mars nk.á Hilton Nordica.
Fyrir liggur tilboð frá Securitas í brunakerfi fyrir Austurborg, Lónabraut 4.Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi tilboð og felur forstöðumanni áhaldahúss að vinna málið áfram.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Auglýst hefur verið á vefsíðu Vopnafjarðarhrepps að opið sé fyrir umsóknir í Styrkvegasjóð.
Fyrir liggur tilboð frá KPMG um endurskoðun gjaldskrár Vopnafjarðarhafnar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að skoða málið frekar áður en ákvörðun er tekin.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Bjartur Aðalbjörnsson siturhjá.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála er varðar fjármál sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri fer yfir stöðu á lausum íbúðum í Sundabúð og viðhaldsþörf.
Farið yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:33.