Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 10. (2158)
|11.03.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Guðný Hrönn Antonsdóttir samskipta- og kynningarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2503029 - Sjóvarnir á Álftanesi og í Garðahverfi**
|Lögð fram tilkynning Garðabæjar til Náttúruhamfaratrygginga vegna tjóns sem varð vegna rofs á sjóvarnargörðum og ágangs sjávar 1. og 2. mars sl. Ástæðu tjónsins má rekja til hárrar sjávarstöðu og óhagstæðra veðurskilyrða.
|
Í svari Náttúruhamfaratrygginga telur stofnunin að ekki verði séð að um sé að ræða hagsmuni sem hægt er að vátryggja og því ekki um bótaskylt tjón að ræða.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2503125 - Þjónustumiðstöð Garðabæjar**
|Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir minnisblað vegna aðstöðu fyrir þjónustumiðstöð Garðabæjar.
|
Í minnisblaðinu er metin möguleg staðsetning þjónustumiðstöðar út frá stækkandi sveitarfélagi og þeirri staðreynd að staðsetning núverandi þjónustumiðstöðvar á Lyngási er á lóð sem er hluti af þróunarsvæði A, sem til stendur að fari í endurskoðun skipulags.
Miðað við framtíðarskipulag Garðabæjar og fyrirhugað stofnvegakerfi er Molduhraun talinn vænlegasti kosturinn fyrir starfsemi þjónustumiðstöð Garðabæjar.
Bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2503126 - Upplýsingaöryggisstefna Garðabæjar**
|Sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs kynnti upplýsingaöryggisstefnu Garðabæjar. Stefnan byggir á alþjóðlegum stöðlum og bestu venjum um upplýsingaöryggi og persónuvernd. Stefnan gildir fyrir allt starfsfólk Garðbæjar, kjörna fulltrúa, samningsbundna verktaka og notendur þjónustu eftir atvikum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2412004 - Kjarasamningar KÍ.**
|Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri, fór yfir minnisblað um ráðgerð áhrif nýgerðs kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Eru þar einkum um að ræða áhrif vegna 8% innborgunar vegna virðismats. Samkvæmt útreikningum er gert ráð fyrir að útgjaldaaukning vegna bæjarrekinna leik-, grunn- og tónlistarskóla verði samtals 372mkr. Þá er útgjaldaaukning vegna framlaga til sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla áætluð 161 m.kr. Áætlaður útgjaldaauki nemur þannig um 533mkr. á árinu 2025.
|
Nauðsynlegt er að bregðast við þeim umframkostnaði með markvissum aðgerðum, s.s. hagræðingu í rekstri. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að tillögum um útfærslu aðgerða.
Birgitta Rós Nikulásdóttir, deildarstjóri kjaradeildar, sat fundinn undir þessum fundarlið.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2502298 - Umsögn Garðabæjar um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. **
|Lögð fram umsögn Garðabæjar vegna frumvarps til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2202453 - Bréf Persónuverndar varðandi eftirfylgni á úttekt á skýjalausnum í grunnskólastarfi, dags. 5. mars 2025.**
|Lagt fram erindi Persónuverndar vegna eftirfylgni ákvörðunar vegna úttektar á kennslulausninni Google Workspace for Education (Google-nemendakerfið) í grunnskólum Garðabæjar.
|
Fram kemur að Persónuvernd telur að Garðabær hafi farið að fyrirmælum þeim sem lögð voru fyrir sveitarfélagið í ákvörðun stofnunarinnar, með fyrirvara um staðfestingu viðauka um vinnslusamning og skilmála Google.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2502329 - Bréf Brynju leigufélags varðandi umsókn um stofnframlög, dags. 17. febrúar 2025. **
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að verða við erindi Brynju leigufélags ses. um greiðslu stofnframlags vegna kaupa á þremur tveggja og þriggja herbergja íbúðum í Garðabæ árið 2025. Áætlað kaupverð er 205,2 mkr. og nemur stofnframlag 12% eða 24,6 mkr.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2503119 - Upplýsingabeiðni Alþýðusambands Íslands, SGS og Eflingar um útvistun sveitarfélags á ræstingu og þrifum, dags. 6. mars 2025.**
|Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2503044 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar UMF Stjörnunnar um tímabundið áfengisleyfi vegna árshátíðar Garðabæjar í Mýrinni.**
|Lögð fram beiðni UMF. Stjörnunnar um tækifærisleyfi vegna áfengisveitinga á árshátíð Garðabæjar í íþróttahúsinu Mýrinni 15. mars 2025.
|
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2503046 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi til áfengisveitinga fyrir Jazzþorpið á Garðatorgi**
|Lögð fram beiðni Garðabæjar um tækifærisleyfi vegna áfengisveitinga fyrir Jazzþorpið í Garðabæ dagana 2-4. maí 2025.
|
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2503045 - Aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga 2025.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2503117 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál, dags. 6. mars 2025.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|