Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 335
==
==
[Umhverfis- og skipulagsráð - Fundur nr. 335
](/fundargerdir/umhverfis-og-skipulagsrad-fundur-nr-335)
**Umhverfis- og skipulagsráð**
Ár 2025, miðvikudaginn 12. mars, kl. 9:09 var haldinn 335. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð, Hofi. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Andrea Helgadóttir Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Þorvaldur Daníelsson og áheyrnarfulltrúinn Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hildur Björnsdóttir, og áheyrnarfulltrúinn Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Borghildur Sölvey Sturludóttir, Guðmundur Benedikt Friðriksson, Inga Rún Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Fundarritari var Glóey Helgudóttur Finnsdóttir.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning á tillögum Sprint Studio um fallvörn við bryggjukant í Bryggjuhverfi. Rebekka Guðmundsdóttir, deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl: 09:18 tekur Brynjar Þór Jónasson sæti á fundinum
- Kl: 0923 tekur Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir sæti á fundinum
- Kl: 09:23 tekur Sunna Stefánsdóttir sæti á fundinum USK24050094
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir góða kynningu á vinnu vegna tillögu flokksins frá 8. maí 2024 um að fallvörn verði sett upp meðfram lágum bryggjukanti við Naustabryggju í því skyni að draga úr slysahættu þar. Þarna hafa orðið slys, þar af a.m.k. eitt alvarlegt. Hvatt er til þess að ráðist verði í umrædda framkvæmd sem fyrst.
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Framsóknar í umhverfis-og skipulagsráði fagnar löngu tímabærum og nauðsynlegum úrbótum á bryggjunni í Bryggjuhverfinu. Fráfarandi íbúaráð Grafarvogs margítrekaði nauðsyn þess að koma upp fallvörnum á bryggjunni. Íbúasamtökin í Bryggjuhverfinu leituðu til íbúaráðs sem fór strax og kynnti sér aðstæður sem voru með öllu óásættanlegar, engar fallvarnir og mikil slysahætta. Því sendi ráðið ítrekað frá sér óskir um að brugðist yrði við, m.a. með því að sýna ýmsar útgáfur af fallvörnum og fá fulltrúa Framsóknar í umhverfis- og skipulagsráði, á staðinn. Hann kynnti sér aðstæður og ræddi við fulltrúa íbúasamtakanna. Fulltrúi Framsóknarflokksins kynnti síðan málið og fylgdi því eftir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem það fékk þessa umfjöllun sem er að skila þessum tillögum.
Fylgigögn
Fram fer kynning á vetrarþjónustu í Reykjavík.
Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri, Halldóra Traustadóttir skrifstofustjóri og Hreinn Ólafsson fjármálastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25010347
Fylgigögn
Fram fer kynning um gatnalýsingu í Reykjavík.
Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri, Halldóra Traustadóttir skrifstofustjóri og Hreinn Ólafsson fjármálastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið. USK25010291
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir kynningu á gatnalýsingu og stöðu LED-ljósavæðingar í borginni. Ljóst er að verkefnið er umfangsmikið og kostnaðarsamt - en uppgreiðslutími þess kostnaðar er í raun ekki langur þegar tillit er tekið til þess umsýslukostnaðar sem af eldri ljósaperum er. Hvetjum til þess að í LED-ljósavæðingunni verði sérstaklega hugað að möguleikum til miðlægrar stýringar og eftirlits. Ljóst er að mikill aukakostnaður verður ef farið yrði strax í kaup á þeim miðlæga búnaði sem þarf til að fylgjast með og stýra götuljósum miðlægt. Talið er að þessi atriði séu mikilvæg svo ekki þurfi að fara í allsherjar útskipti á LED-ljósabúnaði seinna þegar kröfur um miðlæga ljósastýringu verða óumflýjanlegar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir góða kynningu á fyrirkomulagi gatnalýsingar í Reykjavík. Gatnalýsingu hefur verið ábótavant í mörgum hverfum borgarinnar í vetur vegna tíðra bilana og ónógs viðhalds. Mörg dæmi eru um að ljósastaurar hafi verið óvirkir vikum og jafnvel mánuðum saman, sem veldur óþægindum og jafnvel hættu. Skýringar hafa nú verið gefnar á því af hverju þetta ástand hefur skapast, greint frá umbótastarfi sem stendur yfir í þessum efnum og eru starfsmenn Reykjavíkurborgar hvattir til dáða í þeirri vinnu. Áður fyrr skilaði reglubundið eftirlit Reykjavíkurborgar með gatnalýsingu góðum árangri og er því ekki fallist á þá skoðun að sú aðferð sé óskilvirk. LED-væðing gatnalýsingar felur í sér mikinn ávinning og verulegan rekstrarhagnað, sem ber að fagna. Ekki má þó slá slöku við varðandi rekstur og viðhald þeirra götulampa, sem byggjast á eldri tækni enda gegna þeir enn mikilvægu hlutverki í borginni.
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa, dags. 6. mars 2025. USK22120094
Fylgigögn
Lagt fram að nýju breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, íbúðaruppbygging í grónum hverfum. Frekari uppbyggingarmöguleikar í Grafarvogi. Drög að tillögu, sem samþykkt var á fundi dags. 5. febrúar og færð í trúnaðarbók. Einnig er lögð fram samantekt á húsnæðisátaki í Grafarvogi, dags. ódagsett.
Samþykkt að kynna vinnslutillöguna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokki fólksins, og Framsóknarflokks gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. USK24080161
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Eftir að fyrstu uppbyggingarhugmyndir um nýja íbúðarbyggð í Grafarvogi voru kynntar fyrir íbúum á kynningarfundi og opnu húsi haustið 2024 voru áform rýnd út frá athugasemdum þar sem gengið var mjög langt í að mæta sjónarmiðum íbúa. Í kjölfar hefur byggingamagn verið minnkað og íbúðum fækkað um hartnær þriðjung úr 476 í 340. Af þessum 340 íbúðum sem unnið verður áfram með er gert ráð fyrir að 43% íbúða verið úthlutað til óhagnaðardrifinna félaga. Uppbyggingarlóðir sem haldið er í hafa verið þróaðar áfram með tilliti til umhverfisáhrifa eins og gróðurs, landhalla, ofanvatns, jarðvegs, vinds, skuggavarps, hljóðs sem og útsýnis og annarra þátta. Þéttleiki uppbyggingarinnar er sá sami og er í núverandi byggð og fellur uppbyggingin vel að umhverfi sínu. Það er vöntun á minni uppbyggingarlóðum eins og hér er verið að þróa og er þessi vinna liður í húsnæðisátaki sem snýr að því að flýta húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka enn og aftur þá afstöðu sína að óviðunandi sé að svokallað húsnæðisátak í Grafarvogi verði þvingað fram á forsendum ofurþéttingarstefnu vinstri flokkanna. Slíkar hugmyndir þarf að útfæra í góðri sátt við íbúa viðkomandi hverfa. Varðandi Grafarvog þarf t.d. að taka ríkt tillit til staðaranda hverfisins og hagsmuna núverandi íbúa, t.d. með því að ganga ekki á græn svæði sem mörg hver eru rótgróin og ein helsta ástæða þess að fólk hefur valið hverfið til búsetu. Ljóst er að margir þeir þéttingarreitir, sem kynnt hefur verið að séu til skoðunar í Grafarvogi, ganga gegn þessum sjónarmiðum og koma því ekki til greina að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í mörgum tillögum er gert ráð fyrir meiri miklum þéttleika byggðar og of fáum bílastæðum. Slíkt skipulag myndi óhjákvæmilega hafa áhrif á lífsgæði þeirra íbúa, sem fyrir eru, til hins verra. Samráð við Grafarvogsbúa hefur verið takmarkað í málinu og tillögurnar mætt mikilli andstöðu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka þá afstöðu sína að rétt væri að tillögurnar yrðu dregnar til baka í heild sinni en þess gætt í framtíðinni að auka samráð við íbúa hverfisins varðandi viðamiklar breytingar á skipulagi.
Fylgigögn
Lagt fram minnisblað Nýs Landspítala ohf., dags. 5. mars 2025, að breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut fyrir Sóleyjartorgs. Tilfærslur eru gerðar frá fyrra skipulagi á stigatengingu milli sunnanverðs Sóleyjartorgs og bílakjallara undir Sóleyjartorgi (nr. 37). Breytingin gerir ráð fyrir lyftu- og stigaaðgengi á sér byggingarreit undir hýsi yfir nýjan yfirbyggðan tröppugang og lyftur sem tengir báðar hæðir bílakjallara við yfirborð torgssvæðisins norðan Borgarlínustöðvar á Burknagötu. Um leið helst aðgengi starfsmanna spítalans greitt í Meðferðarkjarnann (MFK) K1, aðgreint frá aðalinngangi / anddyrisbyggingu, sem styður við eina af meginforsendum í hönnun MFK um aðskilnað á ólíku flæði. Sóleyjartorgi er skipt í fjögur svæði eftir áherslum í notkun. 1. Efra torg við Hrafnsgötu er dvalar-, leik- og upplifunarsvæði ásamt hluta tröppumannvirkis sem tengist aðalinngangi, móttöku, mötuneyti og kaffiteríu MFK sem liggur við Hrafnsgötu, um 550m². Undir efra torginu er aðalhjólageymsla fyrir starfsmenn spítalans. Miðt2. org er rampa- og tröppusvæði útfært set-, dvalar- og upplifunarsvæði framan við anddyrisbyggingu MFK um 750m². 3. Aðkomusvæðið við aðalinngang meðferðarkjarna ásamt sérstökum inngangi bráðamóttöku með hringakstri og sleppistæðum í neyðarerindum. Einnig er aðkoma í ramp bílakjallarans sem og nýtt lyftu- og stigahús á svæðinu sem er um 1.600m². 4. Suðursvæði myndast milli Borgarlínustöðvar og lyftu- og stigahúss og er aðkomu- og dvalarsvæði um 600m². Meginmarkmið á hönnun torgsins gengur út á að skapa samhengi, heild og flæði um allt torgið með áherslu á öruggt og greitt aðgengi almennings og eftir atvikum lögreglu í neyðarerindum. Einnig byggja undir fjölbreytileika og mismunandi upplifun í öruggu umhverfi fyrir gangandi og akandi, tryggja skýra hönnun með tilliti til rötunar í umhverfi sem hentar starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum, borgarbúum og öðrum gestum. Öll hönnun og útfærsla á yfirborðsefnum og götugögnum torgsins skal vera einföld að gerð sem hindrar hvorki flæði né skapar hættu. Hýsið er almennt léttbyggt og skal skyggja sem minnst á aðalbyggingu Landspítalans. Þak skal vera léttbyggt og mynda skyggni yfir lyftudyrum. Veggir eru úr gleri. Gert er ráð fyrir að hægt sé að mynda tímabundnar útfærslur á skjólmyndun með setaðstöðu við hýsið með léttum færanlegum götugögnum, t.a.m. bekkjum og sóltjöldum, allt eftir árstíðum og aðstæðum hverju sinni, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti og skýringarmyndum, dags. 6. mars 2025.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. USK25020348
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Minnt er á tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 24. apríl 2024 um að sérmerkt hjólarein verði lögð meðfram Fífilsgötu, samhliða endurgerð götunnar, og að hún verði tengd hjólarein við Burknagötu. Æskilegt er að reiðhjólatengingar við Nýjan Landspítala séu bæði greiðar og samfelldar.
Fylgigögn
Lögð fram umsókn Ivon Stefáns Cilia, dags. 8. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna lóðarinnar nr. 50-52 við Nauthólsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á notkun hússins sem heimilar starfsemi hjúkrunarheimilis ásamt stækkun á byggingarreitum, samkvæmt uppdrætti T.ark arkitekta, dags. 9. janúar 2025. Einnig er lagt fram samgöngumati T.ark arkitekta, dags. 9. janúar 2025 og hljóðvistarskýrsla Myrru hljóðstofu, dags. 4. nóvember 2024.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs. USK24110089
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 4. mars 2025. USK24070166
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar samgöngustjóra dags. 27. febrúar 2025 ásamt fylgigögnum. USK25010025
Fylgigögn
Lagt fram erindi Isavia, dags. 6. júlí 2023 ásamt skýrslu Svarma dags, 15. ágúst 2023, einnig lögð fram drög að aðgerðaráætlun um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis, dags. mars 2025 ásamt fylgigögnum.
Aðgerðaráætlun um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis samþykkt og vísað áfram til staðfestingar borgarráðs.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 11:36 víkur Brynjar Þór Jónasson af fundi MSS23080029
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Við föllumst á áætlun um fellingu trjáa í Öskjuhlíð vegna flugöryggis sem kynnt var á fundinum. Við gagnrýnum um leið málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu. Óskýrleiki hefur því miður einkennt ferlið sem hefur gert borginni erfitt fyrir. Sem dæmi má nefna að minnisblað ISAVIA frá því september 2024 barst ekki borginni fyrr en í janúar 2025. Við teljum fulla ástæðu til að árétta að skógurinn í Öskjuhlíðinni er mikilvægt upplifunar- og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Við munum gæta þeirra hagsmuna áfram en ekki síður flugöryggisins. Verkferlar sem varða öryggi flugvallarins þurfa að vera skýrir hvað varðar alla aðila málsins. Við teljum enn fremur að eðlilegast sé að ríkið standi straum af kostnaði trjáfellingarinnar. Hún er ekki í þágu borgarbúa.
Fylgigögn
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um grisjun og gróðursetningu trjáa í Öskjuhlíð, sbr. 35 liður fundargerðar borgarráðs 13. júlí 2023 og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu umhverfisgæða dags. 7. mars 2025.
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða. MSS23070054
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um trjágrisjun í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis var lögð fram í borgarráði 13. Júlí 2023. Tillögunni var vísað til umhverfis- og skipulagsráðs, sem vísaði henni til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs 16. ágúst s.á. Nú, tuttugu mánuðum eftir að tillagan var flutt, er umsögn um hana loks lögð fram. Slíkur dráttur er óhæfilegur og segir sína sögu um þá meðferð, sem tillögur og fyrirspurnir minnihlutans hljóta.
Fylgigögn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. nóvember 2024 ásamt kæru nr. 159/2024, dags. 15. nóvember 2024, þar sem kærandi fer fram á að lokaúttekt frá 15.03.2023 sem var gerð á Brautarholti 18 til 20 verði afturkölluð þar sem ekki hafi verið farið eftir byggingarreglugerðum um fjölbýli. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 18. desember 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. febrúar 2025. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni. USK24110194
Fylgigögn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 22. apríl 2024 ásamt kæru nr. 50/2024, ódags. þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar frá 19. mars 2024 um að leggja á dagsektar frá og með 20. sama mánaðar. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 6. nóvember 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. febrúar 2025. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. mars 2024 um álagningu dagsekta að fjárhæð 25.000 kr. vegna óleyfisframkvæmda á borgarlandi við hlið lóðar nr. 30 við Lofnarbrunn. Dagsektir sem kunna að hafa verið lagðar á til og með uppkvaðningu þessa úrskurðar falli niður. USK24040247
Fylgigögn
Lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. nóvember 2024 ásamt kæru nr. 145/2024, dags. 22. nóvember 2024, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að samþykkja byggingarleyfi fyrir áður steyptum stoðvegg á lóðamörkum lóðanna nr. 63 og 59. Einnig er lögð fram greinargerð Reykjavíkurborgar, dags. 30. desember 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. febrúar 2024. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. nóvember 2024 um að samþykkja leyfi fyrir áðurgerðum steyptum stoðvegg á lóðamörkum lóðanna nr. 63 og 59 við Laugarásveg, ásamt pergólu og heitum potti á steyptri verönd á lóðinni Laugarásvegi 63. USK24110299
Fylgigögn
Lögð fram umsögn við erindi umhverfis- og samgöngunefndar HÍ um gönguljós við Hringbraut ásamt erindinu.
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs leggur fram eftirfarandi málsmeðferðartillögu:
Lögð fram umsögn við erindi umhverfis- og samgöngunefndar HÍ um gönguljós við Hringbraut ásamt tillögu um að umhverfis- og skipulagsráð samþykki að fela umhverfis- og skipulagssviði, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar að hefja samtal við Vegagerðina um gönguþverun á Hringbraut í samræmi við tillöguna og umsögnina.
Málsmeðferðartillagan er samþykkt USK23050336
Fylgigögn
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sparkvöll við Landakotstún, sbr. 24. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 22. janúar 2025. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 12. febrúar 2025.
Samþykkt að vísa tillögunni áfram til fjárfestingaráætlunar USK25010233
Fylgigögn
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um um framkvæmdir við Hlemm. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu samgangna og borgarhönnunar dags. 28. febrúar 2025.
Samþykkt að vísa tillögunni frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúi Framsóknarflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins. USK25010265
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillögunni er vísað frá þar sem þegar er verið að huga að aðgengi að mathöllinni og jafnframt er hluti tillögu ekki á verksviði ráðsins. Aðgengi að mathöllinni hefur verið tryggt eins og hægt er og aukið um leið og kostur er. Það er ekki á verksviði ráðsins að veita eftirgjöf vegna leigu.
Fylgigögn
Aflétt úr trúnaðarbók umhverfis- og skipulagsráðs kynning á drögum að aðalskipulagi Reykjavíkur 2024, íbúðaruppbyggingu í grónum hverfum, sbr. 3. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 5. febrúar 2025.
Frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 5. febrúar 2025:
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar:
Vegna uppbyggingaráforma í Grafarvogi er verið að vinna að aðalskipulagsbreytingu ásamt deiliskipulagsvinnu. Þær tillögur að breytingum fylgja einnig með gögnunum. Meirihluti Framsóknar, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar fagnar nýjum deiliskipulagstillögum varðandi uppbyggingu í Grafarvogi. Fyrirhuguðu skipulagi hefur verið breytt og dregið úr byggingarmagni til að koma móts við fjölda ábendinga sem bárust eftir kynningu í haust. Fulltrúar meirihlutans vona að með breyttu skipulagi náist sátt um uppbygginguna.
Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka enn og aftur þá afstöðu sína að óviðunandi sé að svokallað húsnæðisátak í Grafarvogi verði þvingað fram á forsendum ofurþéttingarstefnu vinstri flokkanna. Slíkar hugmyndir þarf að útfæra í góðri sátt og með raunverulegu samráði við íbúa viðkomandi hverfa. Varðandi Grafarvog þarf t.d. að taka ríkt tillit til staðaranda hverfisins og hagsmuna núverandi íbúa, t.d. með því að ganga ekki á græn svæði sem mörg hver eru rótgróin og ein helsta ástæða þess að fólk hefur valið hverfið til búsetu. Ljóst er að margir þeir þéttingarreitir, sem borgarstjóri hefur kynnt að séu til skoðunar í Grafarvogi, ganga gegn þessum sjónarmiðum og koma því ekki til greina að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í ýmsum tilvikum er gert ráð fyrir miklum þéttleika byggðar og of fáum bílastæðum. Slíkt skipulag hefði óhjákvæmilega hafa áhrif á lífsgæði þeirra íbúa, sem fyrir eru, til hins verra. Samráð við Grafarvogsbúa hefur verið takmarkað í málinu og tillögurnar mætt mikilli andstöðu. Æskilegt væri því að tillögurnar yrðu dregnar til baka í heild sinni en þess gætt í framtíðinni að auka samráð við íbúa hverfisins varðandi viðamiklar breytingar á skipulagi.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúa Flokks fólksins sýnist að í kynningu á Aðalskipulagi Reykjavíkur, virðast skipulagsyfirvöld gera meira til þess að hlusta á íbúa en áður. Það að taka meira tillit til athugasemda þeirra sem á þeim svæðum búa sem um ræðir, skiptir öllu máli ef sátt á að nást um þá miklu uppbyggingu og þéttingu byggðar sem á eftir að verða í Reykjavík á næstu árum og áratugum. Í húsnæðisáætlana hluta aðalskipulagsins er minnst á fjölgun óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Flokkur fólksins telur að það sé löngu tímabært að óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum verði fjölgað. Vitað er að mikil þörf er á slíku húsnæði í borginni. Í raun má segja að áherslan undanfarin ár virðist mest hafa snúist um þéttingu byggðar á dýrustum lóðum borgarinnar í miðbænum. Slíkt húsnæði leysir á engan hátt það vandamál sem fólgið er í skorti á húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir fyrstu kaupendur og ungt fólk í Reykjavík. Vonar fulltrúi Flokks fólksins að sá húsnæðissáttmáli sem Reykjavíkurborg gerði við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Innviðaráðuneytið varðandi uppbyggingu 16 þúsund íbúða á 10 árum, standist. Er það skoðun fulltrúans að slík uppbygging þurfi að snúast um mun fjölbreyttara húsnæðisform en það sem átt hefur sér stað undanfarin ár miðsvæðis í borginni. USK25030050
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla harðlega þeirri málsmeðferð að bókanir þeirra um þéttingaráform í Grafarvogi hafi ekki verið færðar með almennum og hefðbundnum hætti í fundargerðabók umhverfis- og skipulagsráðs. Í umræddum bókunum kom einungis fram almenn afstaða til þess málefnis sem rætt var á fundum umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur sl. en ekki fjallað um nein trúnaðarmál. Að tefja birtingu umræddra bókana, með því að trúnaðarmerkja þær, stenst ekki skoðun.
Fylgigögn
Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um nýja staðsetningu fyrir hjólabúa, sbr. 1 liður fundargerðar borgarstjórnar 4. mars 2025.
Samþykkt að Umhverfis- og skipulagssviði sé falið að koma með tillögur að útfærslu með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020108
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Öllum er heimilt að óska eftir því að kaupa lóð af Reykjavík með það fyrir augum að koma þar upp hjólhýsabyggð. Það er hinsvegar ekki verkefni Reykjavíkurborgar að niðurgreiða búsetu einstaklinga í hjólhýsi eða koma upp sérstakri hjólhýsabyggð. Ekki er þá fyrirséð að fólk geti fært lögheimili sitt í hjólhýsi.
Fylgigögn
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um tilraunaverkefni um kjarnasamfélag, sbr. 1 liður fundargerðar borgarstjórnar 4. mars 2025.
Samþykkt að Umhverfis- og skipulagssviði sé falið að koma með tillögur að útfærslu með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020110
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Kjarnasamfélög auka fjölbreytt val fólks til búsetu og geta verið skemmtileg viðbót við íbúðaflóru borgarinnar. Ekki er þó þörf á sérstöku tilraunaverkefni um kjarnasamfélag enda er heimilt að koma slíku á fót í dag sé óskað eftir úthlutun lóða til þess.
Fylgigögn
Lögð fram tillaga fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um hjólreiðaáætlun, sbr. 1 liður fundargerðar borgarstjórnar dags. 4. mars 2025.
Samþykkt að Umhverfis- og skipulagssviði sé falið að koma með tillögur að útfærslu með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020114
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Gert er ráð fyrir því að markmið hjólreiðaáætlunarinnar 2021-2025 um lagningu á 50 km af hjólastígum muni nást og Framsókn fagnar þeim árangri. Ljóst þykir að áframhald á stækkun á innviðum fyrir hjólreiðafólk er nauðsynlegt skref til að auka hlut umhverfisvænni samgöngumáta í borginni en ekki síður til að stuðlað bættri lýðheilsu borgarbúa.
Fylgigögn
Lögð fram tillaga fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um mjódd, sbr. 1 liður fundargerðar borgarstjórnar dags. 4. mars 2025.
Samþykkt að Umhverfis- og skipulagssviði sé falið að koma með tillögur að útfærslu með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020112
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Úrbætur á skiptistöðinni í Mjódd eru löngu tímabærar. Óþarfi er að ,,vinna tillögur að úrbótum” á skiptistöðinni eins og nýr meirihluti leggur til enda hefur lengi legið ljóst fyrir hvað þurfi að gera eins og ítrekaðar tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið bera með sér. Hvetjum við til þess að strax verði ráðist í úrbætur á skiptistöðinni í þágu strætisvagnafarþega í stað tefja málið enn frekar með því að vísa því til vinnslu í borgarkerfinu. Frá árinu 2016 hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt til slíkar úrbætur en talað fyrir daufum eyrum þriggja vinstri meirihluta, sem setið hafa á tímabilinu. Slíkt skeytingarleysi en ótvíræður vitnisburður um slaka verkstjórn og metnaðarleysi í málefnum almenningssamgangna.
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Oft hefur verið reynt að ganga í það að endurskipuleggja Mjóddina en það hefur aldrei gengið upp því ekki hefur verið haft samráð við verslunareigendur og aðra hagsmunaaðila á svæðinu. Það er því mikilvægt að bjóða öllum hlutaðeigandi að borðinu við slíka endurskipulagningu, því annars er hætt við að þessi tilraun verði ekki mikið annað en nákvæmlega það; tilraun. Fulltrúar Framsóknar fagna því að breytingatillaga okkar við upphaflega tillögu samstarfsflokkana svokölluðu hafi verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi borgarstjórnar þann 4. mars sl.
Fylgigögn
Lögð fram tillaga fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um um að vinna markvisst gegn lóðabraski, sbr. 1 liður fundargerðar borgarstjórnar dags. 4. mars 2025.
Samþykkt að Umhverfis- og skipulagssviði sé falið að koma með tillögur að útfærslu með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020111
Fylgigögn
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um endurskoðun á reglum um íbúakort, sbr. 1 liður fundargerðar borgarstjórnar, dags. 4. mars 2025.
Samþykkt að Umhverfis- og skipulagssviði sé falið að koma með tillögur að útfærslu með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020116
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn styður tillögu um endurskoðun á reglum um íbúakort. Íbúar á gjaldskyldum svæðum hafa lengi horft til endurskoðunar á fjölda korta per íbúð en einnig leitað eftir lausnum, s.s. gestakorti fyrir þá sem sem koma í heimsóknir. Framsókn styður þau sjónarmið heilshugar og minnir á að yfirgnæfandi meirihluti íbúa notar bílinn sem sinn aðal samgöngumáta.
Fylgigögn
Lögð fram Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um bættar ljósastýringar, sbr. 1 liður fundargerðar borgarstjórnar 4. mars 2024.
Samþykkt að Umhverfis- og skipulagssviði sé falið að koma með tillögur að útfærslu með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020117
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Vinna við bættar ljósastýringar hefur verið í gangi hjá umhverfis- og skipulagsráði. Það vakti undrun okkar í Framsókn að svokallaðir samstarfsflokkar sem mynda meirihluta í borgarstjórn hafi greitt atkvæði gegn breytingatillögu okkar í Framsókn um að setja bættar ljósastýringar í forgang á fundi 4. mars sl.
Fylgigögn
Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um breytingu á bílastæðareglum, sbr. 1 liður fundargerðar borgarstjórnar 4. mars 2025.
Samþykkt að Umhverfis- og skipulagssviði sé falið að koma með tillögur að útfærslu með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokki fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS25020115
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Framsóknar lögðu á fundi borgarstjórnar 4. mars sl fram breytingatillögu þess efnis að gjaldskyldusvæði væri endurskoðað án þess að fjölga gjaldskyldum svæðum. Einnig lögðum við til að öll fækkun bílastæða verði stöðvuð þar til að Borgarlína hefur hafið akstur. Meirihlutinn var ekki tilbúinn til að samþykkja þá tillögu. Framsókn hvetur umhverfis- og skipulagsráð til þess að taka tillögu okkar til greina við gerð tillögugerðina.
Fylgigögn
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um færslu eldsneytisgeyma á Reykjavíkurflugvelli, sbr. 36. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 5. mars 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa USK25030047
Fylgigögn
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sparkvöll á Klambratúni, sbr. 38. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 5. mars 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25030044
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um myndavélamastur á Reykjavíkurflugvelli, sbr. 37. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 5. mars 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa. USK25030046
Fylgigögn
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um handrið í Hallargarðinum, sbr. 35. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 5. mars 2025.
Vísað til mats og meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. USK25030043
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðflugsljós á Reykjavíkurflugvelli, sbr. 34. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 5. mars 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa USK25030045
Fylgigögn
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Viðreisnar um húsnæðiseiningar í slæmu ástandi sbr. 39. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 5. mars 2025.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa. USK25030051
Lögð fram að nýju fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um eldri tillögu um trégrisjun í Öskjuhlíð, sem lögð var fram og vísað til umsagnar, sbr. 38. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs, 15. janúar 2024.
Vísað í afgreiðslu tillögu í lið 11. Málið hefur verið í mikilli vinnslu.
- Kl. 12:05 víkur Líf Magneudóttir af fundi. USK25010138
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að gangstéttir við Skildinganes verði lagfærðar. Við Skildinganes 23 og 32 og 48 (við gangbraut) eru gangstéttir brotnar, sprungnar og ójafnar. Slíkt hefur slysahættu í för með sér og hefur borist ábending um að fólk hafi ítrekað hrasað við tvo fyrstnefndu staðina. Þá er gangstétt einnig ójöfn, brotin og sprungin á kafla við eystri enda götunnar og er jafnframt lagt til að hann verði lagfærður.
Frestað. USK25030147
Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til ráðist verði í umbætur á skiptistöðinni í Mjódd í því skyni að bæta aðstöðu strætisvagnafarþega. Um fjórar milljónir farþega fara árlega um stöðina og er því um að ræða fjölförnustu umferðarmiðstöð landsins. Að lágmarki verði ráðist í eftirfarandi umbætur: 1. Kvöldopnun. Biðsalur verði opinn farþegum á kvöldin á meðan strætisvagnar ganga. 2. Gæsla verði aukin í biðsal, salerni lagfærð og salernisþrifum komið í lag. 3. Húsgögn í biðsal verði bætt og lagfærð. Biðsalur verði gerður hlýlegri, t.d. með uppsetningu listaverka. 4. Ráðist verði í viðhald og lagfæringar á brautum, köntum og gangstéttum á skiptistöðinni og sérstök áhersla lögð á þá staði þar sem farþegar stíga um borð í strætisvagna.
Frestað. USK25030148
**Fundi slitið kl. 12:19**
Dóra Björt Guðjónsdóttir Andrea Helgadóttir
Einar Sveinbjörn Guðmundsson Kjartan Magnússon
Þorvaldur Daníelsson
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. mars 2025**