Reykjavíkurborg
Borgarráð - Fundur nr. 5774
==
==
[Borgarráð - Fundur nr. 5774
](/fundargerdir/borgarrad-fundur-nr-5774)
**Borgarráð**
Ár 2025, fimmtudaginn 13. mars, var haldinn 5774. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:01. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Einar Þorsteinsson, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Skúli Helgason. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Hulda Hólmkelsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Ívar Vincent Smárason.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning Veitna á hreinu neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu.
- Kl. 09:04 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.
Borgarfulltrúarnir Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Guðný Maja Riba, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Sara Björg Sigurðardóttir og Stefán Pálsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25010348
Sólrún Kristjánsdóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir, Pétur Ólafsson og Rún Ingvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Við þökkum kærlega fyrir upplýsandi kynningu Veitna um þróun í vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu og helstu áskoranir og ógnanir við vatnsverndarsvæði borgarinnar í Heiðmörk. Ljóst er að stíga þarf stór skref til að tryggja betur hreint vatn til framtíðar og núverandi fyrirkomulag kallar á skjótar aðgerðir til að lágmarka hættuna af alvarlegum mengunarslysum, t.d. af völdum bílaumferðar, aukinni byggð nærri vatnsverndarsvæðinu, eldsvoðum, gróðureldum o.s.frv. Það eru gríðarleg lífsgæði að búa við hreint og ómengað vatn sem ekki þarf að hreinsa fyrir neyslu sem eru einstök fyrir höfuðborg að búa við. Þau lífsgæði verður að standa vörð um. Innleiða þarf aðgerðaáætlun til að tryggja vatnsverndina og forvarnir í því samhengi og hefja strax þá vinnu. Skipuleggja verður Heiðmörk sem grænt og bíllaust útivistarsvæði og starfsemina við Bláfjöll þarf að rýna sérstaklega í þessu sambandi. Við tökum ábyrgð okkar alvarlega í þessu efni og stöndum með þessum verkefnum.
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar þakkar frábæra kynningu á áherslum vegna vatnsverndar. Við fögnum því að vinna á masterplan um vatnsvernd þar sem forvörnum verður beitt og stýra framtíðar umgjörð. Við styðjum aðgerðir og markmið sem miða að því, í ljósi áhættu, að takmarka umferð, að vinna vegna eldsvoða, náttúruhamfara og skemmdarverka verði kortlögð og unnar aðgerðir til að lágmarka áhættu á að vatnsforði borgarbúa sé í hættu. Forvarnir og aukin fræðsla er mikilvæg og tökum við undir áætlanir Veitna hvað það varðar.
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 5. mars 2025, um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Borgarfulltrúarnir Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Guðný Maja Riba, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Sara Björg Sigurðardóttir og Stefán Pálsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25020054
Hörður Hilmarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg tekur undir og fagnar nýju jöfnunarframlagi vegna sérstakra áskorana sem höfuðborg og því að Reykjavíkurborg fái greitt framlag vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál. Þá telur Reykjavíkurborg eðlilegt og sanngjarnt að nýti sveitarfélag ekki útsvarshlutfall sitt að fullu eigi það að leiða til hlutfallslegrar lækkunar á framlögum til þeirra enda óeðlilegt að ætla Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að fjármagna rekstur sveitarfélaga sem telja sig ekki í þörf fyrir að nýta að fullu heimild til álagningar útsvars samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Aftur á móti telur Reykjavíkurborg ekki réttmætt að útiloka Reykjavík fyrirfram, eitt sveitarfélaga, frá því að geta fengið úthlutað framlögum til rekstrar grunnskóla því þar hefur í raun orðið forsendubrestur miðað við sameiginlegan skilning ríkis og borgar við yfirtöku sveitarfélaga á rekstri grunnskólanna árið 1996 á því að borgin ætti ekki að bera aukinn kostnað af yfirtökunni nema sambærilegar tekjur kæmu á móti. Þá telur Reykjavíkurborg rétt að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði veittar auknar tekjur til þess að sveitarfélög geti betur sinnt þjónustu við íbúa sína.
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. mars 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs sama dag á aðgerðaáætlun um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis, ásamt fylgiskjölum.
- Kl. 10:36 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum og Kjartan Magnússon víkur sæti.
- Kl. 11:07 víkur borgarstjóri af fundi.
Samþykkt.
Borgarfulltrúarnir Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Guðný Maja Riba, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Sara Björg Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS23080029
Ólöf Örvarsdóttir, Glóey Helgudóttir Finnsdóttir, Haraldur Sigurðsson og Þórólfur Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Við föllumst á áætlun um fellingu trjáa í Öskjuhlíð vegna flugöryggis sem kynnt var á fundinum. Við gagnrýnum um leið málsmeðferð ISAVIA og Samgöngustofu. Óskýrleiki hefur því miður einkennt ferlið sem hefur gert borginni erfitt fyrir. Sem dæmi má nefna að minnisblað ISAVIA frá september 2024 þar sem boðuð var lokun flugbrautar barst ekki borginni fyrr en í janúar 2025. Við teljum fulla ástæðu til að árétta að skógurinn í Öskjuhlíðinni er mikilvægt upplifunar- og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Við munum gæta þeirra hagsmuna áfram samhliða því að standa vörð um flugöryggi. Verkferlar sem varða öryggi flugvallarins þurfa að vera skýrir hvað varðar alla aðila málsins. Við teljum enn fremur að eðlilegast sé að ríkið standi straum af kostnaði trjáfellingarinnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um trjágrisjun í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis var lögð fram í borgarráði 13. júlí 2023 eða fyrir réttum tuttugu mánuðum. Tillögunni var vísað til umhverfis- og skipulagsráðs 16. ágúst sama ár, þar sem henni var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Umsögnin barst loks í vikunni á vettvangi umhverfis- og skipulagsráðs, að tuttugu mánuðum liðnum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýna seinagang í málinu, en betur hefði farið á því að sýna snör viðbrögð enda hafa tafirnar haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir sjúkraflug um Reykjavíkurflugvöll síðustu vikur.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn fagnar því að fram sé komin aðgerðaáætlun sem tryggir rekstraröryggi flugvallarins. Reykjavíkurflugvöllur gegnir lykilhlutverki í flugsamgöngum innanlands og tryggir ófrávíkjanlega hagsmuni landsmanna allra þegar kemur að sjúkraflugi. Framsókn telur eðlilegt að ríkið greiði þann kostnað sem af framkvæmdinni hlýst. Framsókn gagnrýnir stjórnsýslu Samgöngustofu í málinu og brýnir fyrir henni að gæta að reglum stjórnsýsluréttarins. Framsókn gerir alvarlegar athugasemdir við þá fullyrðingu meirihluta SPJFV í umhverfis- og skipulagsráði að framkvæmdin sé „ekki í þágu borgarbúa“. Að mati Framsóknar þjónar Reykjavíkurflugvöllur öllum landsmönnum og þessi fullyrðing lýsir djúpri vanþekkingu á hagsmunum landsmanna þegar kemur að flugvellinum.
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar fagnar því að áætlun og aðgerðir séu hafnar til að tryggja sjúkra- og áætlunarflug. Við áréttum þá skoðun okkar að sjúkra- og áætlunarflug sé tryggt á Reykjavíkurflugvelli þangað til fundið er annað og betra flugstæði til framtíðar. Við leggjum áherslu á að einkaþotum, þyrluflugi öðru en landhelgisgæslu og einka- og kennsluflugi sé fundin annar staður hið fyrsta. Dæmi um raunhæfar lausnir í því efni er að færa allt slíkt flug á fyrrverandi varnarliðsflugvöll á Miðnesheiði.
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. mars 2025 á auglýsingu á tillögu um landnotkunarheimildir við Hringbraut, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24100121
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. mars 2025 á kynningu á lýsingu skipulagsgerðar og drögum að tillögu um breytta landnotkun í Laugardal, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25030005
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. mars 2025 á tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna lagningar háspennulagna í jörðu í Laugardal, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25030006
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. mars 2025 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24090074
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna malbikunar á árinu 2025, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK25030097
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 5. mars 2025 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóðar nr. 54 við Hofsvallagötu, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24080295
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu athugasemdir við skýrleika meðfylgjandi gagna en það er ekki auðséð hvaða breytingar nákvæmlega eru til samþykktar í þessari deiliskipulagsbreytingu, hvaða breytingar hafi þegar verið gerðar eða hvaða breytingar eigi eftir að gera í einhverri framtíð miðað við reitinn eins og hann er núna. Af þessum ástæðum sitja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá og ítreka nauðsyn þess að gögn sem þessi séu ótvíræð og skýr þegar þau eru lögð fyrir til samþykktar svo ekki fari á milli mála um hvað afgreiðslan snýst.
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 10. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti að lóðum merktum G og H við Þórðarhöfða 4, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Oddrún Helga Oddsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25030026
Fylgigögn
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki breytingu á hæfnisnefnd vegna ráðningar sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar á þann hátt að Þráinn Hafsteinsson, aðjúnkt í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, taki sæti í hæfnisnefndinni í stað Gylfa Dalmann Aðalsteinssonar sem hefur sagt sig úr nefndinni. Áður hafði borgarráð samþykkt á fundi þann 30. janúar sl. skipan í nefndina. Annað er óbreytt í erindisbréfi.
Samþykkt. MSS25010170
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 13. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki uppfærðar innheimtureglur Reykjavíkurborgar og uppfærða viðauka við reglurnar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Halldóra Káradóttir, Óli Jón Hertervig og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25020011
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að auglýsa eftir varanlegum rekstraraðila að almenningsmarkaði í Tryggvagötu 19, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Halldóra Káradóttir, Óli Jón Hertervig og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010050
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn styður að auglýst verði eftir aðilum til þess að reka almenningsmarkað í Kolaportinu. Gott er að sjá að borgin hyggst ekki niðurgreiða leiguna fyrir leigutaka. Vonandi kemst á laggirnar öflugur og sjálfbær rekstur sem þjónar íbúum öllum.
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili eignaskrifstofu að hefja söluferli á eign Reykjavíkurborgar að Sóleyjargötu 27.
Samþykkt.
Halldóra Káradóttir, Óli Jón Hertervig og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS21120050
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn styður sölu eignarinnar að Sóleyjargötu 27 og bendir á að hægt er að selja fjölmargar aðrar eignir í eigu borgarinnar sem nýtast ekki í grunnrekstri borgarinnar.
Fylgigögn
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að hefja söluferli á fasteign Reykjavíkurborgar að Gufunesvegi 40, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Halldóra Káradóttir, Óli Jón Hertervig og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22060020
Borgarráðsfulltrúi Framsóknar leggur fram svohljóðandi bókun:
Framsókn styður sölu eignarinnar að Gufunesvegi 40 og bendir á að hægt er að selja fjölmargar aðrar eignir sem borgin á. Ástand hússins er þó svo slæmt að ekki er útilokað að kaupandi muni vilja rífa húsið og byggja nýtt á lóðinni. Samkvæmt tillögunni verður ekki heimilt að rífa húsið og því talsverð óvissa hvernig söluferlið mun ganga. Mikilvægt er að kaupanda sé gerð grein fyrir afstöðu meirihluta borgarstjórnar um að niðurrif verði ekki heimilt.
Fylgigögn
Lagt fram minnisblað mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 7. mars 2025, þar sem greining Félagsvísindastofnunar á kynbundnum launamun í október 2024 er lögð fram, ásamt fylgiskjölum.
- Kl. 12:04 víkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir af fundi og tekur sæti með rafrænum hætti.
Lóa Birna Birgisdóttir, Harpa Hrund Berndsen og Sindri Baldur Sævarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MOS22020006
Fylgigögn
Lagt fram minnisblað mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 10. febrúar 2025 um niðurstöður meðal starfsfólks Reykjavíkurborgar úr könnuninni Stofnun ársins 2024.
Lóa Birna Birgisdóttir og Harpa Hrund Berndsen taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MOS23020006
Fylgigögn
Samþykkt að taka á dagskrá breytingar á úthlutunarreglum hverfissjóðs Reykjavíkurborgar.
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 26. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki drög að úthlutunarreglum hverfissjóðs, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt. MSS25020096
Fylgigögn
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. mars 2024, á fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um leikskólalíkanið Snorra, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. nóvember 2024. MSS24110186
Fylgigögn
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. mars 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingar á fulltrúum Reykjavíkurborgar á landsþingum Sambands íslenskra sveitarfélaga á kjörtímabilinu 2022-2026.
Samþykkt. MSS22030203
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. mars 2025.
8. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS25010030
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 3. mars 2025. MSS25010004
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 6. mars 2025. MSS25010008
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 28. febrúar 2025. MSS25010025
Fylgigögn
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 19. febrúar 2025. MSS25010029
Fylgigögn
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál (MSS2510021, MSS2510023, MSS25010045, MSS25030024, MSS2520045, MSS2530021, MSS24100050). MSS25030002
Fylgigögn
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25030003
Fylgigögn
Áheyrnarfulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Viðreisnar óskar eftir upplýsingum um hvernig nýr meirihluti sér fyrir sér að þjónusta hjólabúa sem íbúa í Reykjavík og óskar eftir svörum við eftirfarandi spurningum: Verður þróað skipulag í kringum staðsetningu hjólabúa sem tryggir íbúum lögheimili fyrir færanlegt heimili? Hvernig á að tryggja færanlegum heimilum fast lögheimili svo ekki verði skortur á þjónustu við nýja íbúa okkar? Svo sem skóla- og leikskólaþjónusta, barna- og fjölskylduþjónustu, stuðning heim ásamt heimahjúkrun, heimsendum mat, ferðaþjónustu fatlaðs og aldraðs fólks svo eitthvað sé nefnt. Verður jafnræðis gætt hvað varðar gjöld íbúa, s.s. vegna fasteigna, til borgarinnar svo sem lóða og gatnagerðargjöld ásamt fasteignagjöldum, eða verður hjólabyggðin skilgreind sem félagslegt niðurgreitt húsnæði? Munu gjöld vegna þjónusta við hjólabyggð, s.s. aðgangur að vatni, rafmagni, hreinlætisaðstöðu o.fl. standa undir fjárfestingu og rekstrarkostnaði eða verður þjónustan niðurgreidd? Hvaða reglur mun borgin setja varðandi hjólabyggð?
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. MSS25030042
- Kl. 12:29 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.
Fylgigögn
**Fundi slitið kl. 12:30**
Líf Magneudóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Einar Þorsteinsson Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Sanna Magdalena Mörtudottir Skúli Helgason
**PDF útgáfa fundargerðar Borgarráð 13.03.2025 - prentvæn útgáfa**