Vopnafjarðarhreppur
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 25
== Fundur nr. 25 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 11:00
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
ÁI
Ásmundur IngjaldssonNefndarmaður
LÁ
Lárus ÁrmannssonNefndarmaður
AKÁ
Agnar Karl ÁrnasonNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
KÓP
Kristrún Ósk PálsdóttirNefndarmaður
VOH
Valdimar O. HermannssonSveitarstjóri
SJ
Sigurður JónssonSkipulags- og byggingarfulltrúi
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirVerkefnastjóri stjórnsýslu
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 12. mars 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 11:00.
Fyrir liggur erindi frá Umhverfis-, orku- og lofslagsráðuneytinu þar sem gerð er athugasemd við tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir Plássið í miðbæ Vopnafjarðarkauptúns. Athugasemdin lýtur að því að í tillögu sem send var inn til ráðuneytisins var ekki tekið tillit til athugasemda Minjastofnunar Íslands og fullnægjandi leiðréttingar gerðar til að koma til móts við athugasemdir stofnunarinnar.
Ráðuneytið leggur fyrir sveitarstjórn að taka afstöðu til þess hvernig bregðast eigi við athugasemdum og láta vinna lagfæringar á greinargerðinni áður en hún verður tekin fyrir að nýju í sveitarstjórn til afgreiðslu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fella út efnisgrein í inngangskafla á bls. 19 samkvæmt tillögu frá ráðuneytinu og vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og Orkustofnun) barst, dags 13. Apríl 2021, umsókn um breytingu á starfsleyfi frá Vopnafjarðarhreppi og var nýlega hafnað.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að óska eftir fresti og að gera athugasemdir við fyrirhuguð áform Umhverfis- og orkustofnunar.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu jarðsvæða.
Lagt fram til kynningar.
Fyrir liggur framkvæmdaleyfisumsókn Sólarsala til styrkingar og endurbóta á núverandi veiðislóða á norðurbakka Hofsár.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Vegslóði sem gert er ráð fyrir að endurbyggja og nýbygging vegar er ekki sýndur á núverandi aðalskipulagi. Náma þar sem fyrirhuguð efnistaka er ráðgerð er ekki heldur sýnd á gildandi aðalskipulagi. Umhverfis- og framkvæmdaráð telur því ekki fært að verða við erindinu en vísar til breytinga á aðalskipulagi og tillögu að nýju deiliskipulagi sem nú er í vinnslu þar sem gert er ráð fyrir þessum áformum.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn frá Brimi um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Vakurstaða.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Skipulagsráðgjafi fór yfir stöðu verkefna hjá Yrki arkitektum fyrir sveitarfélagið.
Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar kom inn á fundinn og gerði grein fyrir fyrirhuguðum reglum um snjómokstur.
Lagt fram til kynningar.
Austurbrú mun kynna drög að svæðisáætlun, stefnu sveitarfélaganna á Austurlandi í úrgangsmálum og drög að aðgerðaráætlun í úrgangsmálum fyrir Austurland fyrir kjörnum fulltrúum fimmtudaginn 13. mars nk. Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóri fór yfir helstu tölur á höfninni.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:16.