Reykjavíkurborg
Stafrænt ráð - Fundur nr. 50
==
==
[Stafrænt ráð - Fundur nr. 50
](/fundargerdir/stafraent-rad-fundur-nr-50)
**Stafrænt ráð**
Ár 2025, miðvikudaginn 12. mars, var haldinn 50. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Björn Gíslason, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Friðjón R. Friðjónsson og Kristinn Jón Ólafsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þröstur Sigurðsson.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning á drögum að samþykkt fyrir stafrænt ráð Reykjavíkurborgar.
Lögð fram útskrift, dags. 24. febrúar, úr fundargerð borgarstjórnar frá 21. febrúar 2025 varðandi kosningu í stafrænt ráð.
Fylgigögn
Lögð fram tillaga um miðlæga umsjón þjónustu- og nýsköpunarsviðs á styrkjamálum Reykjavíkurborgar, dags. 29. janúar 2025.
Samþykkt.
Fylgigögn
Lögð fram í trúnaði heimildarbeiðni til að hefja verkefnið "Sendingargátt fyrir stafrænt pósthólf", dags. 5. febrúar 2025.
Vísað til meðferðar borgarráðs.
Óskar Þór Þráinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram í trúnaði heimildarbeiðni um heimild til að hefja verkefnið „Þarfagreining fjárhagskerfa“, dags. 5. febrúar 2025.
Vísað til meðferðar borgarráðs.
Bergdís Björk Sigurjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram í trúnaði heimildarbeiðni um heimild til að innleiða nýjan samskipta- og upplýsingamiðil starfsfólks Reykjavíkurborgar, dags. 27. febrúar 2025.
Vísað til meðferðar borgarráðs.
Helen Símonardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram heimildarbeiðni um heimild til að fara í útboð og innleiðingu á umsjónarkerfi fyrir skóla- og frístundasvið, dags. 18. febrúar 2025.
Vísað til meðferðar borgarráðs.
Helen Símonardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram Stafrænn vegvísir - framtíðarsýn stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg, dags. desember 2024.
Arna Ýr Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Lagðar fram fundargerðir verkefnaráðs, dags. 14. nóvember 2024, 28. nóvember 2024, 12. desember 2024, 9. janúar 2025, 23. janúar 2025, 6. febrúar 2025 og 20. febrúar 2025.
Eva Björk Birgisdóttir og Harpa Atladóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Lagt fram erindi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu um stýrihóp um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík, dags. 17. desember 2024.
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu um samþykkt um sjálfsmat íbúaráða, dags. 21. janúar 2025.
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 23. janúar 2025, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skjalareglur og rafræn skil gagna frá Reykjavíkurborg til Þjóðskjalasafns.
Fylgigögn
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. mars 2025, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stafræna skólaþjónustukerfið Búa.
Fylgigögn
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. mars 2025, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um vottun þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Fylgigögn
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 23. janúar 2025, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ráðningar á þjónustu- og nýsköpunarsviði.
Fylgigögn
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. febrúar 2025, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um verktaka hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði.
Fylgigögn
Fram fer umræða um starfið milli funda.
**Fundi slitið kl. 15:50**
Alexandra Briem Andrea Helgadóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Björn Gíslason
Einar Sveinbjörn Guðmundsson Friðjón R. Friðjónsson
Kristinn Jón Ólafsson
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð stafræns ráðs frá 12. mars 2025**