Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 11. (2159)
|
|
|
|**1. 2209275 - Þjónustukönnun meðal fatlaðs fólks í Garðabæ - Matthías Þorvaldsson hjá Gallup**
|Á fund bæjarráðs mætti Matthías Þorvaldsson, starfsmaður GI rannsókna og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þjónustukönnunar meðal fatlaðs fólks í Garðabæ.
|
Könnunin leiðir í ljós að almennt er ánægja með þá þjónustu sem er í boði hjá Garðabæ fyrir fjölskyldur og fötluð börn og má í því samhengi nefna ráðgjöf, stuðningsfjölskyldur, skammtímadvöl og þjónustu grunnskóla og leikskóla. Aftur á móti er minni ánægja með þá þjónustu sem veitt er til fullorðinna einstaklinga með fötlun. Næstu skref eru að kalla til aðila í rýnihóp og vinna með niðurstöður könnunarinnar með það markmið að efla heildstæða þjónustu til fatlaðs fólks í Garðabæ.
Pála Marie Einarsdóttir, deildarstjóri velferðarsviðs, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2503199 - Neyðarstjórn - æfing 2025 - jarðskjálfta- og eldgosavá - Kynning**
|Hulda Hauksdóttir, deildarstjóri stafrænnar þróunar, gerði grein fyrir æfingu neyðarstjórnar Garðabæjar, sem haldin var 12. mars 2025 að beiðni og undir umsjón Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2411159 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. mars 2025 varðandi beiðni Hafnarfjarðarbæjar um umsögn um tillögu að deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum sem nær til svæðis umhverfis Hrafnistu. Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2409396 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi deiliskipulag fyrir tvo vegkafla Arnarnesvegar.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. mars 2025 varðandi tillögu að lýsingu vinnu við gerð deiliskipulags fyrir tvo vegkafla Arnarnesvegar, annars vegar fyrir um 1,6 km kafla milli Hafnarfjarðarvegar og Reykjanesbrautar, innan Garðabæjar og Kópavogs (A) og hins vegar fyrir um 1,1 km kafla, milli Fífuhvammsvegar að Rjúpnavegi innan Kópavogs (B). Deiliskipulagsáætlanirnar tvær munu ná yfir veghelgunarsvæðin, stíga og gatnamót að nálægum íbúðarsvæðum. Unnið er að veghönnun beggja vegkaflanna með breytingum sem eru til þess ætlaðar að auka umferðaröryggi og um leið eru hljóðvarnir, stígatengingar og innviðir almenningssamgangna yfirfarin. Bæði deiliskipulögin eru áfangar í þeirri vegferð að í gildi verði deiliskipulög fyrir Arnarnesveg innan Kópavogs og Garðabæjar.
|
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún kynnt almenningi og umsagnaraðilum.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2502444 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Urriðaholts Norðurhluta 4 vegna lóðanna við Urriðaholtsstræti 1, 3-5 og 7.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. mars 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Urriðaholts Norðurhluta 4. áfanga sem nær til lóðanna Urriðaholtsstræti 1, Urriðaholtsstræti 3-5 og Urriðaholtsstræti 7.
|
Í breytingartillögunni felst eftirfarandi:
Urriðaholtsstræti 1:
- Byggingarreitur bílgeymslu stækkar.
- Fjöldi hæða verður 2 hæðir í stað 1-2 hæðir.
- Gerður er meiri sveigjanleiki í útfærslu þaks. Flatt þak skal ekki vera hærra en 9 metrar yfir aðkomuhæð. Sé bygging með mænisþaki eða einhalla hækkar hámarkshæð byggingar úr 9 m í 12 m. Við slíka útfærslu skal hámarksvegghæð ekki vera meiri en 8 metrar upp að þakbrún mænisþaks. Meðalhæð slíks þaks skal þó ekki vera hærri en 9,5 m.
- Heimilað er að byggja kalt óupphitað garðsvæði(A eða B rými) á lóð.
- Byggingamagn á lóð eykst um 500 m² vegna óupphitaðs garðrýmis á lóð.
Urriðaholtsstræti 3-5:
- Byggingarreitur á lóð breytist.
- Lóðamörk milli lóða Urriðaholtsstrætis 3-5 og 7 breytast og kvöð um gegnumakstur milli lóða 3-5 og 7 er felld niður.
- Heimilt verður að koma fyrir gróðurhúsi á þaki 1. hæðar.
- Byggingamagn atvinnuhúsnæðis á lóð minnkar um 500 m² en eykst í bílgeymslu um 732 m².
- Hæð húss breytist innbyrðis en hámarkshæð er óbreytt.
- Bílastæðakrafa er aukin úr 1 stæði fyrir hverja 30 m² í eitt stæði fyrir hverja 25 m².
Urriðaholtsstræti 7:
- Notkun breytist úr verslun- og þjónustu í íbúðir fyrir 50 ára og eldri.
- Almennir skilmálar fyrir íbúðir í norðurhluta 4 gilda fyrir lóðina eftir breytingu.
- Salarhæðir og hæðafjöldi byggingar breytist en hámarkshæð húss helst óbreytt.
- Heimilað byggingarmagn eykst úr 4.000 m² í 5.000 m² vegna íbúða neðan aðkomuhæðar og skilgreint er byggingamagn fyrir B rými svala. Byggingamagn bílgeymslu minnkar sem því nemur.
- Byggingarreitur breytist. Byggingarreitur er brotinn upp og myndaðar sjónlínur milli byggingahluta.
- Lóðamörk milli Urriðaholtsstrætis 3-5 og 7 breytast og kvöð um gegnumakstur milli lóða er felld niður.
- Bílastæðum á lóð fækkar til samræmis við breytta notkun.
- Aðkoma að bílakjallara breytist.
Samhliða deiliskipulagsbreytingunni er gerð númerabreyting á lóðum þannig að lóð nr. 3-5 verður eftir breytingu lóð nr. 3 og lóð nr. 7 verður eftir breytingu lóð nr. 5-7.
Urriðaholt ehf. hefur kynnt rekstraraðilum í nágrenninu drög að tillögunni.
Tillagan er í samræmi við ákvæði Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030.
Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Boða skal til almenns kynningarfundar á auglýsingartíma.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2406282 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholt norður - raðhús - fjölbýlishús íbúðareiningar.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. mars 2025 varðandi tillögu að breytingu Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir fjölgun íbúðareininga í raðhúsum og fjölbýlishúsum. Tillagan hefur verið samþykkt í bæjarstjórn en Skipulagsstofnun bendir á í erindi sínu dags. 10. mars að skýra þurfi betur afstöðu bæjarstjórnar til athugasemda Kópavogsbæjar sem borist hafa. Athugasemd Kópavogsbæjar laut að því að fjölgun íbúða í Hnoðraholti hafi ekki neikvæð áhrif á lóðir í landi Kópavogsbæjar og að ákvörðun um fyrirkomulag Vorbrautar sunnan Þorrasala liggi fyrir áður en umrætt svæði er tekið í notkun.
|
Skipulagsnefnd lagði til að eftirfarandi ákvæði yrði bætt við í greinargerð tillögunnar sem sett fram á uppdrætti:
Í kafla 2.7.1 Gatnakerfi í greinargerð deiliskipulags Hnoðraholts norður er sett fram stefna um legu og útfærslu Vorbrautar sunnan við Þorrasali í Kópavogi.
Áfram er stefnt að því að lega og útfærsla Vorbrautar til austurs verði eins og rammahluti aðalskipulagsins kveður á um.
Tillaga að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Hnoðraholts sem forkynnt var í febrúar 2025 gerir ráð fyrir því að sú leið verði farin að Vorbraut færist fjær íbúðarbyggð við Þorrasali, auk þess að vera talsvert neðar í landi.
Skipulagsnefnd benti einnig á bókun skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts þar sem þeim tilmælum er beint til umhverfissviðs og ráðgjafa að unnin verði greinargerð sem metur áhrif umferðar á Vorbraut. Sérstakalega skuli þar horft til áhrifa á hljóðvist. Nefndin benti einnig á að endanlegur fjöldi íbúðareininga í Hnoðraholti hefur enn ekki verið ákvarðaður enda liggur deiliskipulag suðurhluta ekki fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með ofangreindri breytingu sem breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2203422 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030. Breyting 10. Stígakerfi í þéttbýli og þjónustukerfi.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. mars 2025 varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til ákvæða og umfjöllunar um stígakerfi í 4. kafla greinargerðar aðalskipulagsins sem fjallar um samgöngu- og þjónustukerfi. Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf. gerði grein fyrir tillögunni. Viðfangsefni breytingartillögunnar er heildarendurskoðun á stígakerfi Garðabæjar og er áætluninni ætlað að vera til leiðbeiningar fyrir deiliskipulagsgerð, verkhönnun og uppbyggingu stíga í Garðabæ til framtíðar. Markmiðið er að til verði stefna um vistvænar samgöngur og uppbyggingu stígakerfisins í þágu útivistar og lýðheilsu og umhverfisverndar, með öryggi að leiðarljósi.
|
Tillagan var sett fram í greinargerð í A4 formi með skýringarmyndum og uppdráttum.
Tillagan hefur verið í mótun á umhverfissviði og hjá skipulagsráðgjafa. Verkefnisstjóri var Hrönn Hafliðadóttir fyrir hönd umhverfissviðs og Anna Kristín Guðmundsdóttir fyrir hönd Landslags ehf. Leitað var til almennings, félagasamtaka og stjórnkerfis bæjarins og kallað eftir hugmyndum og ábendingum.
Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til forkynningar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Halda skal almennan kynningarfund á meðan á forkynningu stendur og stefnt er að því að hann verði haldinn 2. apríl nk.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2502154 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi framkvæmdaleyfi fyrir gerð sjóvarna við Hliðsnesveg.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. mars 2025 varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gerð sjóvarna við Hliðsnesveg.
|
Að stórum hluta er um að ræða endurgerð og lagfæringar á núverandi sjóvörnum.
Skipulagsnefnd vísaði umsókninni til grenndarkynningar í samræmi við 5.mgr.13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynna skal eigendum húsa í Hliðsnesi og Umhverfisstofnun þar sem að friðlýst svæði liggur að svæðinu og hluti framkvæmdarsvæðis nær inn í friðlýst svæði Skerjafjarðar.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2502106 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 - landnotkun AT1 reits við Hólshraun.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. mars 2025 varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem gerir ráð fyrir landnotkunarreit fyrir íbúðarbyggð sem gerir ráð fyrir 6 smáhýsum sem eru ætluð einstaklingum sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Reiturinn er á núverandi athafnasvæði við sveitarfélagsmörk að Garðabæ, rétt austan við Fjarðarkaup.
|
Skipulagsnefnd Garðabæjar sýnir því skilning að finna þurfi viðeigandi stað fyrir úrræði sem tillagan gerir ráð fyrir. Hér er lögð til staðsetning sem er fjarri íbúðarbyggð í Hafnarfirði en nefndin bendir á að íbúðarbyggð Garðabæjarmegin er innan seilingar. Nefndin tekur undir umsögn Vegagerðarinnar um fyrirhugaðan Álftanesveg en staðsetningin sem tillagan gerir ráð fyrir liggur að vegstæði hans.
Skipulagnefnd telur því staðsetninguna óheppilega.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2403271 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030, breyting á rammahluta Vífilsstaðalands. Tilfærslur á íbúðafjölda.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 13. mars 2025 varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til rammahluta Vífilsstaðalands. Tillagan hefur verið samþykkt í bæjarstjórn en Skipulagsstofnun benti á í erindi sínu dags. 10. mars 2025 að skýra þurfi betur afstöðu bæjarstjórnar til athugasemda Kópavogsbæjar sem borist hafa. Athugasemd Kópavogsbæjar laut að því að fjölgun íbúða í Hnoðraholti hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif á lóðir í landi Kópavogsbæjar og að ákvörðun um fyrirkomulag Vorbrautar sunnan Þorrasala liggi fyrir áður en umrætt svæði er tekið í notkun.
|
Skipulagsnefnd lagði til að eftirfarandi ákvæði yrði bætt við í umfjöllun breytingartillögunnar í kaflanum Áhrif á umhverfi:
"Í kafla 4.2.5 Göturými í greinargerð Rammahluta Vífilsstaðalands er á bls. 36 sett fram stefna um legu og útfærslu Vorbrautar framan við Þorrasali í Kópavogi.
Áfram er stefnt að því að lega og útfærsla Vorbrautar til austurs verði eins og rammahluti aðalskipulagsins kveður á um.
Tillaga að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Hnoðraholts sem forkynnt var í febrúar 2025 gerir ráð fyrir því að sú leið verði farin að Vorbraut færist fjær íbúðarbyggð við Þorrasali auk þess að vera talsvert neðar í landi.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með ofangreindri breytingu sem breytingu á Aðalskipulagi Garðarbæjar 2016-2030 í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2502102 - Útboð - Miðgarður 2. hæð útleiga á rými**
|Lögð fram opnun tilboða vegna útboðsins Miðgarður, aðstaða fyrir heilsueflandi starfsemi. Engin formleg tilboð bárust.
|
Bæjarráð samþykkir að fela valnefnd vegna útboðsins að ræða við þá aðila sem sýnt höfðu verkefninu áhuga og kallað eftir upplýsingum um útboðið til þess að skoða grundvöll útleigu rýmisins.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2409233 - Frumkvæðisathugunar á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldra fólk á landsvísu.**
|Niðurstaða frumkvæðisathugunar gæða og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldra fólk. Athugunin leiddi í ljós að af 61 sveitarfélagi sem varaði bjóða 57 sveitarfélög (92%) upp á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og 55 sveitarfélög (89%) fyrir eldra fólk.
|
Í ljósi niðurstaðna athugunarinnar beinir GEV því til sveitarfélaga að tryggja að einkaaðilar sæki um rekstrarleyfi til GEV í samræmi við 5.gr. laga nr. 88/2021. GEV bendir á að sveitarfélögum sé óheimilt að semja um veitingu þjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga við aðra en þá sem fengið hafa rekstrarleyfi frá GEV.
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2403006 - Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu.**
|Niðurstaða frumkvæðisathugunar gæða og eftirlitsstofnunar velferðarmála á uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna sveitarfélaga. Athugnin, sem framkvæmd var á grundvelli 14.gr. laga um Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála, fól í sér að sendur var spurningalisti til sveitarfélga landsins sem óskað var eftir að yrði svarað og skilað til GEV, ásamt afriti af gildandi reglum sveitarfélganna.
|
GEV hefur nú lokið við greiningu á þeim svörum og gögnum sem bárust stofnuninni og vinnur að útgáfu skýrslu þar sem greint verður frá niðurstöðum athugunarinnar á landsvísu.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2503263 - Bréf mennta- og barnamálaráðherra vegna fyrirlagnar PISA 2025. dags. 13. mars 2025. **
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2503254 - Beiðni Bessastaðasóknar varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2025, dags. 13. mars 2025. **
|Bæjarráð samþykkir að veita Bessastaðasókn styrk að fjárhæð kr. 383.189 til greiðslu fasteignagjalda árið 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2503253 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum (svæðisráð ofl.), 147. mál, dags. 13. mars 2025.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|