Dalabyggð
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 74
|Sigríður Jónsdóttir verkstjóri heimaþjónustu sat fundinn undir liðum 1 og 2.|
**1. 2501031 - Félagsmál 2025**
|Rætt um stöðu barnaverndarmála sem Dalabyggð er nú með tímabundna heimild til reksturs málaflokksins. Viðræður við Akraneskaupstað um umsjón þessa málaflokks hafa nú runnið sitt skeið.|
Rætt um væntanlega yfirtöku ríkisins á málefni tengdum börnum með fjölþættan vanda.
Verkefnastjóri upplýsti um stöðu einstakra mála hvað félagsþjónustu varðar - skráð í trúnaðarbók.
**2. 2501030 - Heimsendur matur í Dalabyggð**
|Rætt um heimsendingu á heitum mat. Koma þarf á regluverki í kringum verkefnið en verkefnastjóra fjölskyldumála og verkstjóra heimaþjónustu falið að vinna að málum í anda umræðu á fundinum fyrst í stað.|
**3. 2503004 - Frumkvæðisathuganir Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála 2025**
|Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti þær aðgerðir og reglur sem Dalabyggð hefur nú þegar sett sér í þeim málaflokkum sem um ræðir. |
[Frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga_febrúar 2025.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Kly6C2bbu0Gd7mqCKTbNOg&meetingid=zXLatFdF5Uqb2JDmyqedTg1)
**4. 2406000 - Forvarnarmál**
|Fyrirhugaðir eru fyrirlestrar varðandi forvarnarmál fimmtudaginn 20.mars n.k. Eru þeir hugsaðir fyrir elsta stig grunnskóla, foreldra og forráðamenn. |