Hveragerðisbær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 29. apríl 2022. ===
2205007
Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál.
Lagt fram til kynningar.
=== 2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 2. maí 2022. ===
2205008
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 2. maí 2022. ===
2205013
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál.
Lagt fram til kynningar.
=== 4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 3. maí 2022. ===
2205017
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál.
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu frá 2. maí 2022. ===
2205018
Í bréfinu hvetur félags- og vinnumálaráðherra sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2022, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. Þar sem eldri borgarar hafa víða þurft að þola skerta samveru og félagslega einangrun vegna samkomutakmarkana og sjálfsskipaðrar sóttkvíar. Af þeim sökum er sérstaklega mikilvægt að leggja aukna áherslu á frístundaiðkun, geðrækt, hreyfingu, tæknilæsi og forvarnir með það að markmiði að auka lífsgæði og heilbrigði fólks, fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun. Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2022.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra í málefnum aldraðra að sækja um styrk vegna viðbótaverkefna í félagsstarfi fullorðinna.
=== 6.Bréf frá Skipulagsstofnun frá 27. apríl 2022. ===
2205006
Í bréfinu er að finna álit Skipulagsstofnunar vegna matsáætlunar á niðurdælingu CO2 á Heillisheiði.
Lagt fram til kynningar.
=== 7.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 28. apríl 2022. ===
2205012
Í bréfinu óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Kristins G. Kristjánssonar kt. 301247-4789,um tímabundið áfengisleyfi 6. maí 2022 frá kl. 20:00-23:00 í Skyrgerðinni Hveragerði, Breiðumörk 25.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
=== 8.Bréf frá Tónræktinni frá 4. maí 2022. ===
2205020
Í bréfinu óskar Tónræktin eftir heimild Hveragerðisbæjar til að halda tónlistarhátíðina Allt í blóma í Lystigarðinum dagana 16.-18. júní. Jafnframt er óskað eftir styrk frá Hveragerðisbæ að upphæð kr. 850 þúsund vegna hátíðarinnar.
Bæjarráð samþykkir erindið.
=== 9.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags. ===
2205009
Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2022-2023.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.
=== 10.Verkfundargerð - Vorsabær áfangi 2 frá 20. apríl 2022. ===
2205010
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
=== 11.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. apríl 2022 ===
2205014
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
=== 12.Fundargerð SASS frá 25. apríl 2022. ===
2205011
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
=== 13.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 3. maí 2022. ===
2205019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:50.
Getum við bætt efni síðunnar?