Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 582
**582. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 25. febrúar 2025 og hófst hann kl. 14:00. **
Fundinn sátu: Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður, Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður, Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður, Sævar Þór Birgisson, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn: Fannar Jónasson, bæjarstjóri, Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118**
Til máls tóku: Ásrún, bæjarstjóri, Hallfríður, Gunnar Már, Birgitta Rán, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hjálmar, Guðjón, Birgitta Hrund og Sævar.
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur ákveðið að bæjarskrifstofur sveitarfélagsins flytji alfarið úr Tollhúsinu heim til Grindavíkur.
Bæjarstjórn telur þessar breytingar vera gott skref til stuðnings við uppbyggingu í Grindavík. Grindavíkursamfélagið er sterkt og metnaðarfullt um uppbyggingu bæjarfélagsins, við erum meðvituð um stöðuna en hugsum vongóð heim.
Bæjarskrifstofunar munu opna mánudaginn 10. mars. Verið velkomin!
**2. Umsjón með knattspyrnuvöllum sumarið 2025 - 2501031 **
Gestur fundarins undir þessum dagskrárlið: Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Sævar og Hallfríður.
Lagt fram uppfært tilboð frá Golfklúbbi Grindavíkur í umhirðu knattspyrnuvalla Grindavíkurbæjar sumarið 2025.
Tilboðið hljóðar upp á kr. 15.000.000.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tilboðið.
**3. Fundargerðir 2025 - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum - 2501030**
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Hallfríður, Birgitta Rán, bæjarstjóri og Gunnar Már. Fundargerð 809. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 12.02.2025 er lögð fram til kynningar.
**4. Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014**
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.
Fundargerð 961. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17.01.2025 er lögð fram til kynningar.
**5. Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014**
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð 962. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 22.01.2025 er lögð fram til kynningar.
**6. Fundargerðir 2025 - Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga - 2502014**
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð 963. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 31.01.2025 er lögð fram til kynningar.
**7. Bæjarráð Grindavíkur - 1676 - 2502002F **
Til máls tóku: Ásrún, Birgitta Rán, Hjálmar, Gunnar Már, Sævar, Hallfríður, Birgitta Hrund, Guðjón, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**8. Innviðanefnd - 5 - 2502001F **
Til máls tóku: Ásrún, Hjálmar, Guðjón, Gunnar Már, Hallfríður og bæjarstjóri.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
**9. Samfélagsnefnd - 5 - 2502003F **
Til máls tóku: Ásrún og Hallfríður.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:45.
Bæjarráð / 11. mars 2025
[Fundur 1678](/v/27523)
Bæjarráð / 4. mars 2025
[Fundur 1677](/v/27520)
Bæjarstjórn / 26. febrúar 2025
[Fundur 582](/v/27513)
Bæjarráð / 18. febrúar 2025
[Fundur 1676](/v/27504)
Bæjarstjórn / 28. janúar 2025
[Fundur 581](/v/27491)
Bæjarráð / 21. janúar 2025
[Fundur 1675](/v/27486)
Bæjarráð / 14. janúar 2025
[Fundur 1674](/v/27468)
Bæjarráð / 7. janúar 2025
[Fundur 1673](/v/27462)
Bæjarstjórn / 17. desember 2024
[Fundur 580](/v/27450)
Bæjarstjórn / 28. nóvember 2024
[Fundur 579](/v/27421)
Bæjarráð / 12. nóvember 2024
[Fundur 1670, bæjarráð](/v/27416)
Innviðanefnd / 18. nóvember 2024
[Fundur 2, Innviðanefnd](/v/27415)
Bæjarráð / 5. nóvember 2024
[Fundur 1669](/v/27404)
Bæjarstjórn / 29. október 2024
[Fundur 578](/v/27387)