Hveragerðisbær
Skipulags- og mannvirkjanefnd
= Skipulags- og mannvirkjanefnd =
Dagskrá
Gísli Páll Pálsson setti fund, sem haldinn var að Breiðumörk 20 og bauð fundarmenn velkomna á fundinn. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun.
=== 1.Austurmörk 14 - ósk um breytingu á deiliskipulagi ===
2204464
Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Miðsvæðis Austurmarkar, Sunnumarkar og Mánamarkar, sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 14. desember 2017, vegna Austurmarkar 14. Breytingartillagan felst í að komið verði fyrir 9 almennum hleðslustæðum fyrir rafbíla á bílastæðum með aðkomu frá Sunnumörk. Bílastæðin ná að hluta til út fyrir lóðamörk og rjúfa göngustíg sem áformaður er meðfram Sunnumörk skv. gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum frá umsækjanda.
=== 2.Nýtt íbúðarsvæði ÍB15, tillaga að breytingu á aðalskipulagi. ===
2109069
Málið var síðast á dagskrá 212. fundar nefndarinnar þar sem skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna nýs íbúðarsvæðis ÍB15 hefði verið auglýst. Athugasemdafrestur var til 22. apríl. Ein athugasemd barst frá Hermanni Ólafssyni dags 28. mars 2022.
Athugasemd kynnt.
=== 3.Öxnalækur, mótun stefnu um uppbyggingu sunnan Hringvegar. ===
2203030
Málið var á dagskrá 212. og 213. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar þar sem ákveðið var að leita eftir umsögn Landform ehf. um innsenda tillögu teiknistofunnar Arkþing/Nordic, fyrir hönd landeiganda lóðanna Öxnalækur L171630, L171632 og L193639. Tillagan sýnir tvær útfærslur á mögulegri uppbyggingu á svæði sunnan Hringvegar, austan Þorlákshafnarvegar og óskað er eftir samstarfi við Hveragerðisbæ um skipulagsgerð í framhaldinu.
Mikill áhugi er á uppbyggingu á reitum sunnan þjóðvegar m.a. vegna tilfærslu hans í náinni framtíð. Vegna þessa bókaði nefndin á síðasta fundi að brýnt væri að endurskoða aðalskipulag Hveragerðisbæjar á nýju kjörtímabili, sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl sl.
Mikill áhugi er á uppbyggingu á reitum sunnan þjóðvegar m.a. vegna tilfærslu hans í náinni framtíð. Vegna þessa bókaði nefndin á síðasta fundi að brýnt væri að endurskoða aðalskipulag Hveragerðisbæjar á nýju kjörtímabili, sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 13. apríl sl.
Umsögn Landform dags. 25. apríl 2022 kynnt.
=== 4.Árhólmasvæði, breyting á deiliskipulagi. ===
2109071
Málið var á dagskrá á 212. fundi nefndarinnar þar sem umsagnir stofnana sem bárust á kynningartíma aðal- og deiliskipulagsbreytingar. Tillagan heimilar að reisa svifbraut (Zip-line) ásamt útsýnis- og upphafspalli og lendingarpalli og leggja nýja göngustíga. Engar aðrar athugasemdir bárust. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið fyrirliggjandi gögn og gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda.
Umsögn Skipulagsstofnunar kynnt.
=== 5.Niðurdæling á CO2 á Hellisheiði vegna Carbfix ===
2205001
Hveragerðisbæ barst álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun vegna niðurdælingar á CO2 á Hellisheiði í sveitarfélaginu Ölfusi dags. 27. apríl 2022. Bæjarráð Hveragerðisbæjar veitti á fundi sínum þann 17. febrúar 2022, umsögn skv. 2.mgr. 21.gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana 111/2021 á ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu þar sem lýst er furðu á niðurstöðu Skipulagsstofnunar að massavinnsla jarðhitavökva á Hellisheiði sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum vegna áhrifa á jarðskjálftavirkni á Hengilssvæðinu og í byggð.
Umsögn Skipulagsstofnunar kynnt. Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir bókun bæjarráðs frá fundi 17. febrúar 2022.
=== 6.Sveitarfélagið Ölfus - ósk um umsögn aðalskipulags ===
2205002
Sveitarfélagið Ölfus samþykkti þann 31. mars nýtt aðalskipulag Ölfus 2020-2036 til auglýsingar. Með bréfi dags. 19. apríl barst beiðni frá sveitarfélaginu um umsögn Hveragerðisbæjar vegna aðalskipulagsins. Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir 18. maí 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd Hveragerðisbæjar óskar eftir framlengdum fresti til umsagnar aðalskipulags sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036. Jafnframt óskar nefndin eftir fundi með forsvarsmönnum sveitarfélagsins um málið.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 17:37.
Getum við bætt efni síðunnar?