Ísafjarðarbær
Bæjarráð 1319. fundur
= Bæjarráð =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga - 2023110113 ===
Lagt fram erindi Aðalssteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 20. mars 2025, þar sem óskað er eftir tilnefningu nýs fulltrúa Ísafjarðarbæjar í kjörnefnd Fjórðungssambandsins, þar sem Arna Lára Jónsdóttir hefur misst kjörgengi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði kosinn aðalfulltrúi í kjörnefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga, í stað Örnu Láru Jónsdóttur, og að varafulltrúi verði Kristján Þór Kristjánsson, í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur.
=== 2.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2025 - 2025020111 ===
Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur launafulltrúa, dagsett 17. mars 2025, vegna launakostnaðar fyrir janúar og febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Samræmd úttekt vatnsveitna á Íslandi - 2025030164 ===
Lagt fram erindi Ingvars Gýgjars Sigurðarsonar, f.h. brunavarnarsviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 19. mars 2025, þar sem kynnt er að brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), Félag slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ) ásamt Fagráði vatnsveitna SAMORKU, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi hafa hafið samstarf er varðar samræmda úttekt á slökkvivatni vatnsveitna á Íslandi. Óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ varðandi uppbyggingu, greiningu og áfallaþol veitukerfa.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í almannavarnarnefnd, og felur bæjarstjóra jafnframt að sjá um framkvæmd verkefnisins, með slökkviliðsstjóra og stjórnanda vatnsveitu.
=== 4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - Þingsályktunartillaga um Borgarstefnu - 2025010004 ===
Lagt fram erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis dags. 20. mars 2025, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar 158. mál - "Borgarstefna". Umsagnarfrestur er til og með 1. apríl 2025 á umsagnagátt Alþingis.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögn um málið með hliðsjón af umræðum á fundinum.
=== 5.Hverfisráð - fundargerðir 2025 - Þingeyri - 2025010287 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Þingeyrar, en fundur var haldinn 10. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 6.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2025 - 2025020011 ===
Lögð fram til kynningar er fundargerð 67. stjórnarfundar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga, en fundur var haldinn var 12. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 7.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 11. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?