Ísafjarðarbær
Öldungaráð 17. fundur
= Öldungaráð =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Dagdeild - rekstrarleyfi - 2025020214 ===
Lagt fram til kynningar samkomulag um framlengingu á samningi við Sjúkratryggingar Íslands og Ísafjarðarbæjar um þjónustu á almennri dagdvöl og dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun.
Lagt fram til kynningar.
=== 2.Orkubú Vestfjarða - samfélagsstyrkir 2025 - 2025030030 ===
Lagt fram til kynningar umsókn til Orkubús Vestfjarða um samfélagstyrk vegna kaupa á rafknúnum sturtustól.
Lagt fram til kynningar
=== 3.Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar 2025 - 2025030036 ===
Lagt fyrir minnisblað Hörpu Stefánsdóttur dagsett 13. mars 2025 um tillögu velferðarnefndar að vinnslu nýrrar forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar.
Öldungarráð fagnar erindu og samþykkir þátttöku í forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar.
=== 4.Öldungaráð - 2025030121 ===
Lagt fram minnisblað frá Axel Rodriqez Överby sviðsstjóra eigna- og umhverfissviðs varðandi uppbyggingu á 4 hæð Hlífar I.
Öldungaráð fagnar því að skriður sé loksins kominn á undirbúning framkvæmda á 4 hæð Hlífar I. Hvort sem um er að ræða leigu- eða söluíbúðir er vonast er til að framkvæmdir hefjist sem fyrst þar sem þörfin er mjög brýn.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?