Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 12. (2160)
|25.03.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2025-2028)**
|Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri fór yfir minnisblað um fjármögnun kostnaðarauka sem fylgir heildaráhrifum kjarasamninga KÍ á fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2025.
|
Bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar og útfærslu hjá bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2501543 - Opnun tilboða - Ástandsmat fráveitu, hreinsun og myndun lagna.**
|Eftirfarandi tilboð bárust í hreinsun og myndun lagna:
|
Aval ehf. kr. 25.910.966
Verkval ehf. kr. 22.211.620
Hreinsitækni ehf. kr. 26.872.570
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Verkval ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2503412 - Húsnæðismál bæjarskrifstofu.**
|Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir stöðu húsnæðismála á bæjarskrifstofum, en nýverið komu í ljós rakaskemmdir og myglugró greindist í sýnum á 3. hæð bæjarskrifstofanna.
|
Viðbragðsáætlun hefur verið sett af stað og er unnið að viðgerðum og viðbrögðum í samræmi við viðbragðsáætlunina. Umfang skemmdanna liggur ekki fyrir, en um staðbundnar skemmdir virðist vera að ræða og hamla þær ekki eðlilegri starfsemi á bæjarskrifstofunum.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til frekari eftirfylgni.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2503367 - Bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar varðandi samræmda úttekt á slökkvivatni vatnsveitna á Íslandi, dags. 19. mars 2025. **
|Bréf Brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ) ásamt Fagráði vatnsveitna SAMORKU, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi varðandi samstarf er varðar samræmda úttekt á slökkvivatni vatnsveitna á Íslandi, lagt fram.
|
Í bréfinu er farið yfir mikilvægi þess að tryggja gott samstarf milli vatnsveitna og slökkviliða og að horft sé til takmarkandi þátta og svæða veitukerfa sem og áhættumats slökkviliðs á hverju starfssvæði.
Meðfylgjandi erindinu fylgdi forskráð verklag sem áðurnefndur samráðshópur hefur komið sér saman um varðandi framkvæmdina sem og spurningarlisti varðandi uppbyggingu og áfallaþol viðkomandi veitukerfis.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu á umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2503429 - Ránargrund 4 - Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi. **
|Lögð fram fyrirspurn Zeppelin arkitekta f.h. World Class vegna breytinga á deiliskipulagi Ránargrundar 4 (Sjálands). Í erindinu koma fram hugmyndir um stækkun húsnæðisins með það að markmiði að opna annars vegar líkamsræktarstöð og heilsulind í viðbyggingu og hins vegar veitingastað og veislusal í núverandi byggingu.
|
Bæjarráð telur nauðsynlegt að málið verði rýnt sérstaklega m.t.t. nokkurra þátta. Fyrir liggur að Arnarnesvogur er friðlýstur sbr. auglýsingu í B deild Stjórnartíðinda nr. 878/2009 sem gæti haft áhrif á umræddar hugmyndir.
Þá eru áform fyrirspyrjanda um byggingarmagn umfram skilgreiningar í deiliskipulagi Ása og Grunda, sem ná jafnframt út fyrir byggingarreit skv. skipulaginu og hafa áhrif á lóð Ránargrundar 2. Einnig þarf að rýna umferðarsköpun og bílastæðaþörf skv. áformum fyrirspyrjanda.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til skoðunar.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2503395 - Bréf Hestamannafélaganna Spretts og Sörla varðandi reiðleið við Smyrlabúðarhraun, dags. 11. mars 2025. **
|Erindi hestamannafélagsins Spretts og hestamannafélagsins Sörla varðandi reiðleið við Smyrlabúðarhraun.
|
Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar á umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2411372 - Samstarf vegna barna í viðkvæmri stöðu - kynning.**
|Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs kynnti stöðu við vinnu samstarfssamnings vegna barna í viðkvæmri stöðu.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2503392 - Styrkbeiðni Garðálfa, kórs eldri borgara á Álftanesi, dags. 16. mars 2025.**
|Beiðni Garðálfa, kórs eldri borgara á Álftanesi um styrk til starfsemi kórsins.
|
Bæjarráð vísar málinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2503430 - Lausar kennslustofur.**
|Bæjarráð samþykkir að gerð verði verðkönnun vegna leigu eða kaupa á færanlegum húseiningum fyrir lausar kennslustofur fyrir allt að 60 börn á leikskólastigi.
|
Bæjarráð felur umhverfissviði framkvæmd verðkönnunarinnar.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2503391 - Bréf Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar, Borgarstefna, 158. mál, dags. 18. mars 2025. **
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|