Garðabær
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar - 37
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar**
|
|**37. fundur**
|
|
|19.03.2025 kl. 08:00 kom Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Hrannar Bragi Eyjólfsson formaður, Harpa Rós Gísladóttir aðalmaður, Laufey Jóhannsdóttir aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson aðalmaður, Kári Jónsson íþrótta-,tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Gunnar Richardson tómstundafulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Kári Jónsson íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2405510 - Viðurkenningar í skólastarfi**
|Linda Udengård Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs gerði grein fyrir tillögu að viðurkenningum fyrir skóla og frístundastarf í Garðabæ.
|
ÍTG fagnar tillögunni og bendir á mikilvægi þess að börn og ungmenni komi að vali eða tillögugerð í anda barnvæns samfélags, þar sem þau eru umfjöllunarefni í þessum viðurkenningum.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2502162 - Nýting hvatapeninga 2024**
|Skýrsla um nýtingu hvatapeninga árið 2024 var kynnt.
|
Alls áttu 3886 börn rétt á að nýta sér hvatapeninga árið 2024. Heildarúthlutun ársins 2024 var 163.310.454,- kr. borið saman við 153.772.649,- kr. árið áður.
3020 börn af 3886 börnum sem rétt höfðu á hvatapeningum nýttu sér rétt sinn til hvatapeninga að einhverju leiti árið 2024, eða 77,7% en þau nýttu 76% af sínum rétti til hvatapeninga á árinu.
Greiðslur til félag innan Garðabæjar voru kr. 120.853.806,- (74% af heildargreiðslunum). Hjá Stjörnunni voru nýttar kr. 92.563.384,- (76,6%) eða 56,7% af heildinni og UMFÁ fékk kr. 8.188.331,- (6,8%) eða 5% af heildinni.
Meðaltalsnýting hvatapeninga allra árganga samanlagt var 77%, en 75% árið 2023.
Alls nýttu 24 einstaklingar á aldrinum 5-17 ára 15.000,- kr. viðbótar hvatapeninga, kr. 360.000,- heildar upphæð, sem stóð tekjulægri heimilum til boða.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2402393 - Ósk um aðstöðu/styrk fyrir Pílufélag Garðabæjar**
|ÍTG samþykkir að styrkja Pílufélag Garðabæjar til aðstöðusköpunar í Miðgarði um kr. 750.000,- með sérstakri áherslu á að tryggja aðstöðu fólks með mismunandi fatlanir svo sem vegna hjólastóla. ÍTG leggur áherslu á að Pílufélagið skapi góða íþrótta-umgjörð sem þjóni markmiðum í lýðheilsu- og forvarnastefnu bæjarins.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2501248 - Ályktun FÍÆT um áfengissölu á íþróttaviðburðum**
|Ályktun frá Félagi íþrótta-, æskulýðs og tómstundafulltrúa sveitarfélaga um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum lögð fram og kynnt. Í ályktuninni lýsir félagið yfir áhyggjum vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á Íslandi. Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til félaga í Garðabæ að huga að þessum málum, virða reglur bæjarins um áfengi í íþróttamannvirkjum, gæta að öryggi barna og ungmenna og standa vörð um forvarnargildi íþróttahreyfingarinnar. Engar áfengsveitingar eru leyfilegar í íþróttamannvirkjum eða á áhorfendasvæðum í eigu Garðabæjar, nema í afmörkuðum rýmum samkvæmt tilskildum leyfum. Ráðið hvetur til upplýstrar og ábyrgrar umræðu um áfengismál í samfélaginu.
|
ÍTG tekur undir með FÍÆT varðandi mikilvægi íþróttastarfs á Íslandi og þeim öfluga vettvangi sem það er til heilsueflingar, forvarna og félagslegs þroska, sérstaklega meðal barna og ungmenna.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2503276 - Ráðning forstöðumanna íþróttamannvirkja í Ásgarði og á Álftanesi**
|Íþrótta-, tómstunda- og forvarnafulltrúi sagði frá ráðningu forstöðumanna í Ásgarð og Breiðumýri á Álftanesi. Kristján Hilmarsson hættir 31. mars nk. eftir 22 ár í starfi hjá Garðabæ. Hann hefur undanfarin 5 ár verið forstöðumaður í Ásgarði, Breiðumýri á Álftanesi, íþrh. Sjálandsskóla og í Mýrinni. ÍTG þakkar Kristjáni vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar.
|
Íris Svavarsdóttir íþróttafræðingur hefur verið ráðin í Ásgarð og hóf hún störf 12. mars sl. Íris er upp alin í fimleikadeild Stjörnunnar, hefur starfað við verkefnastjórnun hjá FSÍ og kópavogsbæ auk kennslu og þjálfunar.
Ólafur Ólafsson hefur verið ráðinn við íþróttamiðstöðina Breiðumýri á Álftanesi og hefur störf þar 15. maí nk. Hann er íþróttakennari og íþróttafræðingur að mennt og er starfandi íþrótta- og tómstundafulltrúi á Grundarfirði, var áður íþróttastjóri hjá Víkingi í Rvk. Hann hefur verið íþróttakennari og knattspyrnuþjálfari.
ÍTG býður þau Írisi og Ólaf velkomin til starfa.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2502509 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar**
|ÍTG samþykkir ferðastyrk að upphæð kr. 20.000,- til Evu Bjarkeyjar Þorsteinsdóttur vegna EM í hópfimleikum í Baku, Azerbajan október 2024.
|
|
|
|
|
|
||Önnur mál:
|
a. Frestur til að skila inn tilboðum vegna útboðsins í Miðgarð er liðinn. Engin tilboð bárust.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær 18.mars að fela valnefnd vegna útboðsins að ræða við þá aðila sem sýnt höfðu verkefninu áhuga og kallað eftir upplýsingum til þess að skoða grundvöll útleigu rýmisins.
Bæjarráð tilnefndi Hrannar Braga Eyjólfsson, Hörpu Rós Gísladóttur og Brynju Dan Gunnarsdóttur til að sitja í valnefnd vegna útleigu rýmis á 2. hæð í Miðgarði.
b. Formaður ÍTG sat fund með ungmennaráði í gær, 18. mars 2025.
Til umræðu voru samgöngumál og ýmis önnur mál sem tengjast íþrótta- og tómstundaráð.
Fjallað var um ungmennahús, hvatapeninga og sundlaugamál.
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)