Ísafjarðarbær

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd 20. fundur

18.03.2025 - Slóð - Skjáskot

    = Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd =

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir Dagskrá Magnús Einar Magnússon vék af fundi undir þessum lið. === 1.Staða leikskólamála skólaárið 2024-2025 - 2024100052 === Kynntar umsagnir foreldra leikskólabarna og starfsfólks í leikskólum Ísafjarðarbæjar. Á 19. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þann 19. febrúar sl. fól nefndin starfsmönnum að kalla eftir afstöðu foreldra leikskólabarna og starfsmanna leikskóla til þeirra breytinga sem gerðar voru á leikskólastarfinu haustið 2024. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar foreldrum og starfsfólki leikskóla fyrir að senda inn umsagnir um starfsemi leikskólanna. Almennt hefur tilraunaverkefnið tekist vel en þó þarf að sníða ýmsa vankanta. Jóna Lind Kristjánsdóttir vék af fundi kl.08:58. Gestir

  • Jóna Lind Kristjánsdóttir - mæting: 08:15 === 2.Staðan á lyftubúnaði og tækjum á skíðasvæðinu - 2025 - 2025010087 === Lagt fram minnisblað Ragnars Högna Guðmundssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins á Ísafirði, dags. 14. mars 2025 um stöðuna á búnaði og lyftum á skíðasvæðinu. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að setja upp drög að 2-3 ára framkvæmdaáætlun fyrir skíðasvæðið ásamt grófri kostnaðaráætlun með það að markmiði að fækka bilunardögum. Áætlanirnar skal svo leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Ragnar vék af fundi kl.09:25. Gestir
  • Ragnar Högni Guðmundsson - mæting: 09:03 === 3.Sinfó í sundi - 2025030008 === Lagt fram erindi Guðna Tómassonar, framkvæmdastjóra, f.h. Sinfóníuhljómsveitar Íslands dags. 28.febrúar 2025, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarstjórnir. Samstarfið fellst í því að bjóða upp á beina útsendingu í sundlaugum sveitarfélagsins frá tónleikunum Klassíkin okkar sem haldnir verða þann 29. ágúst og verða sýndir á RÚV. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið og felur starfsmönnum að finna hentuga staðsetningu fyrir þennan viðburð. === 4.Samningur Ísafjarðarbæjar og HSV 2024-2027 - 2024110099 === Lagðar fram umsagnir aðildarfélaga HSV um núgildandi samstarfssamning HSV og Ísafjarðarbæjar. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að hefja undirbúning á endurskoðun samnings í samvinnu við stjórn og aðildarfélög Héraðssambands Vestfirðinga. === 5.Seinkun skóladags unglinga - 2024020158 === Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 14. mars 2025 um tilraunaverkefnið "Seinkun skóladags unglinga í Grunnskólanum á Ísafirði". Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd samþykkti árið 2024 að fara í tilraunaverkefni í Grunnskólanum á Ísafirði með því að seinka skóladegi unglinga sem hafði gefið góða raun m.a. í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Við endurskoðun á verkefninu kemur í ljós að það er mikil andstaða með áframhald á því hjá starfsfólki skólans og foreldrum nemenda á unglingastigi. Meirihluti nemenda er þó ánægður með það. Því sér nefndin sér ekki fært á að halda því áfram á komandi skólaári. === 6.Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar - 7 - 2503001F === Fundargerð lögð fram til kynningar. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að leggja beiðni Golfklúbbs Ísafjarðar fyrir sem sér mál á næsta fundi nefndarinnar. Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að leggja beiðni Golfklúbbs Ísafjarðar fyrir sem sér mál á næsta fundi nefndarinnar. Axel yfirgaf fundinn kl.10:02.
  • 6.1 2025010055 Samningur um afnot, rekstur og þjónustu við Hvata styrkjakerfið og Abler SHOP skráningar og greiðslukerfið.Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar - 7 Allra næstu daga verður kerfið tilbúið til notkunar og foreldrar eiga að geta nýtt styrkinn við greiðslu æfinga gjalda. Sendur verður póstur á félög með leiðbeiningum um hvað félögin þurfa að gera sín megin í kerfinu til að virkja styrkinn.
  • 6.2 2025010293 Fyrirspurnir samráðsfundar 2025Samráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar - 7 Sótt hefur verið um viðhaldsfé til Vegagerðarinnar vegna viðhalds á veginum upp á Botns/Breiðadalsheiði, vegurinn hefur verið nýttur töluvert vegna útivistar, þá fyrst og fremst af hjólreiðafólki og Skotveiðifélagi Ísafjarðar sem er með aðstöðu á heiðinni. Sótt er um styrk til að hefla illa farinn veginn úr Dagverðardal, upp á heiðina. Jafnframt að í veginn verði borið efni þar sem brýn þörf er á. Ekki hefur borist svar.
  • 6.3 2025030016 Niðurbrot árbakka við golfvöllSamráðsfundir íþróttahreyfingarinnar og Ísafjarðarbæjar - 7 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fer yfir málið, málinu verður vísað til viðeigandi aðila og óskað eftir því að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þessa verkefnis í næstu fjárhagsáætlun. Gestir
  • Axel R. Överby - mæting: 09:55 Fundi slitið - kl. 10:03. Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Framleitt af pallih fyrir gogn.in