Garðabær
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar - 29
|
|**Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar**
|26.03.2025 kl. 16:00 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir aðalmaður, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Sesselja Þóra Gunnarsdóttir fulltrúi skólastjóra, Ragnheiður Stephensen fulltrúi kennara.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi Garðabæjar.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2301082 - Aðgerðaáætlun Garðabæjar í jafnréttismálum 2024-2026**
|Snædís Björnsdóttir, lögfræðingur á velferðarsviði, kynnti aðgerðaráætlun Garðabæjar í jafnréttismálum og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2408207 - Grunnskólar, árangur og líðan**
|Gísli Guðjónsson hjá Deloitte kynnti vinnu við gerð tölfræðigagna á námsmati, líðan barna og mætingu í grunnskólum Garðabæjar. Til kynningar voru drög að framsetningu á gögnum er varða íslensku- og í stærðfræði í 4.b. 7. b. og 10.b. Sviðsstjóra fræðslusviðs, grunnskólafulltrúa og sviðsstjóra þjónustu og þróunarsviðs ásamt formanni skólanefndar er falið að vinna áfram að niðurstöðum og gera tillögur að næstu skrefum inn á fund skólanefndar grunnskóla. Skólanefnd þakkar mikilvæga vinnu og ekki síst aðkomu grunnskólanna að gagnavinnslu.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2411020 - Þróunarsjóður grunnskóla 2025**
|Lagt var fram til kynningar upplýsingar um úthlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar 2025. Að þessu sinni bárust 16 umsóknir. Skólanefnd lagði til við bæjarráð að úthlutað yrði úr Þróunarsjóði Garðabæjar kr. 28.000.000.-, í samræmi við reglur sjóðsins.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2412377 - Útboð skólamáltíða 2025 í grunn- og leikskólum**
|Sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti verklag og helstu ákvæði í útboðsgögnum vegna skólamáltíða í leik- og grunnskólum Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2411106 - Íslenska Æskulýðsrannsóknin**
|Sagt var frá framkvæmd Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar og fyrirhugaðri kynningu á niðurstöðum 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2503263 - Fyrirlögn PISA 2025**
|Lagt fram til kynningar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2503488 - Aukin skólaþjónusta í grunnskólum**
|Sviðsstjóri fræðslusviðs og frístundasviðs kynnti aukna skólaþjónustu í Garðabæ sem felst í stuðningsviðtölum sálfræðinga fyrir elstu árgangana og námskeiði fyrir forráðafólk barna með vægan kvíða.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.
|