Ísafjarðarbær
Skipulags- og mannvirkjanefnd 649. fundur
= Skipulags- og mannvirkjanefnd =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
Erla Bryndís Kristjánsdóttir og Gunnar Páll Eydal, ráðgjafar hjá Verkís ehf. mæta til fundar klukkan 14:00.
=== 1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011 ===
Erla Bryndís Kristjánsdóttir og Gunnar Páll Eydal, ráðgjafar hjá Verkís ehf. mæta til fundar til að ræða ferli aðalskipulags, nálgun og verklagið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar þeim Erlu Bryndísi og Gunnari Páli fyrir kynninguna.
Erla Bryndís Kristjánsdóttir og Gunnar Páll Eydal, yfirgefa fund klukkan 14:37.
Gestir
- Erla Bryndís Kristjánsdóttir - mæting: 14:00
- Gunnar Páll Eydal - mæting: 14:00
=== 2.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Mjólkárlína II - 2024090070 ===
Lögð fram umsókn dags. 10. september 2024, frá Sigurði Sigurjónssyni hjá COWI Ísland ehf. f.h. Landsnets, um framkvæmdaleyfi Mjólkárlínu 2, norðan Arnarfjarðar um 15 km leið. Jarðstrengurinn verður lagður frá fyrirhugaðri landtöku sæstrengs við Hrafnseyri og að tengivirki Landsnets við Mjólká. Þessi verkáfangi kemur til framkvæmda haust 2024 og skal að fullu lokið haust 2025.
Fylgigögn með umsókninni:
Framkvæmdalýsing, dags. 10. september 2024
Kort af fyrirhugaðri strenglegu
Umsögn Vegagerðarinnar vegna leyfisumsóknar, dags. 2. september 2024
Umsögn Fiskistofu vegna leyfisumsóknar, dags. 23. febrúar 2024
Samþykki Forsætisráðuneytis sem landeigandi Hrafnseyrar og Gljúfurá, dags. 11. júlí 2024
Yfirlýsing landeigenda Karlsstaða, dags. 14. mars 2025
Fornleifaskráning Náttúrustofu Vestfjarða, febrúar 2024, vegna strengs MJ2 frá Mjólkárvirkjun og yfir Arnarfjörð inn í Bíldudalsvog
Áhrifamat vegna lagningar sæstrengs yfir Arnarfjörð, minnisblað dags. 21. nóvember 2024
Áhrifamat vatnshlota vegna lagningar jarðstrengs í sveitarfélaginu Ísafjarðarbær, minnisblað dags. 26. mars 2025
Heimild Umhverfis- og orkustofnunar til lagningar sæstrengs í Arnarfirði, dags. 11. febrúar 2025
Samþykki Samgöngustofu fyrir lagningu sæstrengs (rafstrengs) yfir Arnarfjörð, dags. 11. október 2024
Minnisblað Landsnets vegna framkvæmdalýsingar, dags. 18. mars 2025, um samræmi á milli framkvæmdarinnar við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020,
ásamt tilvísun valkostagreiningu og rökstuðningi fyrir þeirri lagnaleið og landtöku sem Landsnet óskar nú eftir framkvæmdaleyfi fyrir.
Fylgigögn með umsókninni:
Framkvæmdalýsing, dags. 10. september 2024
Kort af fyrirhugaðri strenglegu
Umsögn Vegagerðarinnar vegna leyfisumsóknar, dags. 2. september 2024
Umsögn Fiskistofu vegna leyfisumsóknar, dags. 23. febrúar 2024
Samþykki Forsætisráðuneytis sem landeigandi Hrafnseyrar og Gljúfurá, dags. 11. júlí 2024
Yfirlýsing landeigenda Karlsstaða, dags. 14. mars 2025
Fornleifaskráning Náttúrustofu Vestfjarða, febrúar 2024, vegna strengs MJ2 frá Mjólkárvirkjun og yfir Arnarfjörð inn í Bíldudalsvog
Áhrifamat vegna lagningar sæstrengs yfir Arnarfjörð, minnisblað dags. 21. nóvember 2024
Áhrifamat vatnshlota vegna lagningar jarðstrengs í sveitarfélaginu Ísafjarðarbær, minnisblað dags. 26. mars 2025
Heimild Umhverfis- og orkustofnunar til lagningar sæstrengs í Arnarfirði, dags. 11. febrúar 2025
Samþykki Samgöngustofu fyrir lagningu sæstrengs (rafstrengs) yfir Arnarfjörð, dags. 11. október 2024
Minnisblað Landsnets vegna framkvæmdalýsingar, dags. 18. mars 2025, um samræmi á milli framkvæmdarinnar við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020,
ásamt tilvísun valkostagreiningu og rökstuðningi fyrir þeirri lagnaleið og landtöku sem Landsnet óskar nú eftir framkvæmdaleyfi fyrir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við umsókn og fyrirliggjandi gögn.
=== 3.Útgáfa á breyttu rekstrarleyfi Ís 47 ehf. til fiskeldis í Önundarfirði - 2025030181 ===
Lagður fram til kynningar, tölvupóstur frá Steinar Rafn Beck Baldurssyni hjá Matvælastofnun dags. 24. mars 2025, þar sem stofnunin hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu leyfi Ís 47 ehf. til sjókvíaeldis í Önundarfirði.
Breytingin heimilar eldi á frjóum laxi í Önundarfirði en heimild til eldis á þorski er felld úr leyfinu samhliða breytingunni. Hámarkslífmassi verður óbreyttur, en eldisskilyrði breytast í samræmi við tilkomu frjós lax í rekstrarleyfið. Breytingin felur einnig í sér færslu svæðis frá Ingjaldssandi yfir á Hundsá, þannig að áfram eru einungis tvö eldissvæði í leyfinu.
Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu á breyttu rekstrarleyfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.
Breytingin heimilar eldi á frjóum laxi í Önundarfirði en heimild til eldis á þorski er felld úr leyfinu samhliða breytingunni. Hámarkslífmassi verður óbreyttur, en eldisskilyrði breytast í samræmi við tilkomu frjós lax í rekstrarleyfið. Breytingin felur einnig í sér færslu svæðis frá Ingjaldssandi yfir á Hundsá, þannig að áfram eru einungis tvö eldissvæði í leyfinu.
Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu á breyttu rekstrarleyfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.
Lagt fram til kynningar.
=== 4.Útgáfa á endurskoðuðu starfsleyfi fyrir Ís 47 ehf. í Önundarfirði - 2025030187 ===
Lögð fram tilkynning frá umhverfis- og orkustofnun um ákvörðun um útgáfu á breyttu og endurskoðuðu starfsleyfi fyrir Ís 47 ehf. í Önundarfirði fyrir eldi á laxfiskum í sjókvíum.
Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar stofnunarinnar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Deiliskipulagsbreyting við Eyrardal 7, umsagnarbeiðni - 2025030111 ===
Lögð fram til kynningar úr Skipulagsgátt mál nr. 334/2025, umsagnarbeiðni Súðavíkurhrepps vegna breytinga á deiliskipulagi við Eyrardal 7. Breytingin er gerð vegna áforma um að reisa smáhýsi á lóð Eyrardals 7, innan og ofan við Melrakkasetrið, gamla Eyrardalsbæinn. Markmiðið með breytingunni er að auka framboð af heilsárs gistirýmum fyrir ferðamenn í Súðavík. Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018-2030. Umsagnarfrestur til og með 24. apríl 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu.
=== 6.Umsókn um skipulag við Héraðskólann á Núpi - 2024120077 ===
Lagt fram erindi Silju Traustadóttur hjá EFLU f.h. landeigenda, með ósk um heimild til breytingar á skipulagi landeigna við Núp í Dýrafirði, L140979, áður skólabyggingar og lóðir Héraðsskólans, dags. 10. desember 2024.
Óskað er eftir heimild til þess að fjölga íbúðum á skika ofan vegar í skólabyggingunum. Heimilt verði að skipta núverandi húsnæði upp í fleiri íbúðir og samtals verði heimilt að hafa allt að 30 íbúðir á landskikanum.
Einnig er óskað eftir heimild til þess að skipta landinu upp í fleiri lóðir í deiliskipulagi og skilgreina nokkrar frístundalóðir í samræmi við heimildir núgildandi aðalskipulag, í allt að 15 sumarhúsalóðir neðan vegar.
Óskað er eftir heimild til þess að fjölga íbúðum á skika ofan vegar í skólabyggingunum. Heimilt verði að skipta núverandi húsnæði upp í fleiri íbúðir og samtals verði heimilt að hafa allt að 30 íbúðir á landskikanum.
Einnig er óskað eftir heimild til þess að skipta landinu upp í fleiri lóðir í deiliskipulagi og skilgreina nokkrar frístundalóðir í samræmi við heimildir núgildandi aðalskipulag, í allt að 15 sumarhúsalóðir neðan vegar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir fundi með Silju Traustadóttur hjá EFLU vegna óska um breytinga á fjölgunar íbúða á skika ofan vegar í skólabyggingum Núpsskóla.
=== 7.Umsókn um skipulag við Héraðskólann á Núpi - 2024120077 ===
Lagt fram bréf dags. 18. mars 2025 frá landeigendum jarðarinnar Núps í Dýrafirði vegna orðalags og afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar frá 27. febrúar 2025 þar sem eigendum skólabygginga og tilheyrandi lóða var veitt heimild til að hefja skipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar í samræmi við 2. málsgrein 38. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.. Jafnframt er bent á að eigendur lóða skólabygginga hafa ekki átt samráð við landeigendur að Núpi vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Einnig er bent á að í gildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir byggingum neðan þjóðvegar, Ingjaldssandsvegar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar bréfriturum fyrir ábendingarnar.
=== 8.Götur án staðfanga á Þingeyri - 2024070036 ===
Lögð fram umsögn Hverfisráðs á Þingeyri, dags. 9. desember 2024, vegna breytinga á staðfangi leikskólans Laufáss á Þingeyri, áður nr. 1 við Hlíðargötu sem er í ósamræmi við gildandi deiliskipulag Hlíðargötu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að Blábankinn vinni úr tillögum hverfisráðsins um ný staðföng á Þingeyri.
=== 9.Fjarðargata 30 á Þingeyri. Lóðarmál - 2025030166 ===
Framkvæmdastjóri Fasteigna Ísafjarðarbæjar óskar eftir því við Ísafjarðarbæ að gerður verði lóðarleigusamningur vegna Fjarðargötu 30 á Þingeyri.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar vegna lóðarleigusamnings við Fjarðargötu 30 á Þingeyri, dags. 21. mars 2025.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar vegna lóðarleigusamnings við Fjarðargötu 30 á Þingeyri, dags. 21. mars 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings vegna Fjarðargötu 30 á Þingeyri.
=== 10.Hafnarbakki 5 á Flateyri. Fyrirspurn um flutning á Oddahúsi - 2025030141 ===
Lagt fram erindisbréf frá Elíasi Guðmundssyni vegna Oddahúss, Hafnarbakka 5 á Flateyri, dags. 13. mars 2025 með ósk um afstöðu Ísafjarðarbæjar varðandi flutning á húsinu á hverfisverndarsvæði, óháð staðsetningu innan Ísafjarðarbæjar eða hvort heimilt sé að flytja húsið yfir í annað sveitarfélag.
Eftir ítarlega skoðun á þessu verkefni þá er það mat eiganda að hægt sé að bjarga húsinu verði það flutt á allra næstu árum og endurbyggt á nýjum stað.
Eftir ítarlega skoðun á þessu verkefni þá er það mat eiganda að hægt sé að bjarga húsinu verði það flutt á allra næstu árum og endurbyggt á nýjum stað.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari upplýsingum um flutning hússins óháð staðsetningar og afstöðu Minjastofnunar.
Einnig bendir nefndin á ekki hafi verið gengið frá afsali vegna fasteignarinnar og því getur nefndin ekki afgreitt málið án aðkomu Arctic Odda ehf.
Einnig bendir nefndin á ekki hafi verið gengið frá afsali vegna fasteignarinnar og því getur nefndin ekki afgreitt málið án aðkomu Arctic Odda ehf.
=== 11.Lóðamál safnasvæðis í Neðstakaupstað - 2025030027 ===
Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur vegna safnasvæðis í Neðstakaupstað í samræmi við deiliskipulag.
Jafnframt er lagt fram lóðarblað tæknideildar vegna safnasvæðis og bílastæða við Neðstakaupstað á Ísafirði, dags. 3. mars 2025.
Jafnframt er lagt fram lóðarblað tæknideildar vegna safnasvæðis og bílastæða við Neðstakaupstað á Ísafirði, dags. 3. mars 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Neðstakaupstað við Ásgeirsgötu 1a, á Ísafirði.
=== 12.Æðartangi 2 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - 2025030146 ===
Lögð fram tilkynning um framkvæmd frá Bygma Ísland ehf. dags. vegna uppsetningu á tveggja metra háum skjólvegg sem til stendur að reisa einum metra frá lóðarmörkum. Sökum nálægðar við lóðarmörk vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar sem tekur afstöðu til málsins sem aðliggjandi lóðarhafi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina en huga þarf að sjónlengdum í tengslum við útafakstur á bílastæði.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
=== 13.Torfnes menntaskóli - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - 2025030136 ===
Lögð er fram tilkynning um framkvæmd frá Menntaskólanum á Ísafirði. Tilkynnt er um framkvæmd er snýr að uppsetningu á sólarselluvirki og smáhýsi er geymir rafhlöðu og stýringar. Um er að ræða samvinnuverkefni Menntaskólans með Orkubúi Vestfjarða og Bláma um rannsóknir og mælingar á sólarorku á norðurslóðum. Jafnframt er lagður fram uppdráttur frá Menntaskólanum á Ísafirði, dags. 25. janúar 2025. Tilkynnandi óskar eftir umfjöllun skipulags- og mannvirkjanefndar vegna verksins. Jákvætt var tekið í verkið á 82. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, þann 18. mars 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina. Framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa sjálfs og telur að ekki þurfa að grenndarkynna sbr. 3. mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
=== 14.Umsókn um stöðuleyfi - 2025030135 ===
Lögð er fram umsókn Erlu Sighvatsdóttur um stöðuleyfi gáms við Víkingasvæðið á Þingeyri, dags. 12. mars 2025. Sótt er um leyfi til 12 mánaða. Jafnframt eru lögð fram fylgigögn í formi ljósmynda, vísan í staðsetningu gáms ásamt greinargerð.
Byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari umfjöllunar á 82. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, þann 18. mars 2025.
Byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari umfjöllunar á 82. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, þann 18. mars 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn hverfisráðs og Blábankans á Þingeyri vegna umsóknar.
=== 15.Skeið 7, Ísafirði. Stækkun byggingarreits spennistöðvar - 2025020073 ===
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti á fundi 646, þann 17. febrúar 2025, að grenndarkynna áform um viðbyggingu og lagningu á nýjum rafstreng við Skeiði 7 á Ísafirði fyrir aðliggjandi lóðarhöfum við Skeiði 5, Skeiði 4 og Vegagerðinni m.t.t. veghelgunarsvæðis.
Grenndarkynnt var frá 20. febrúar 2025 til og með 21. mars 2025. Engar athugasemdir bárust frá aðliggjandi lóðarhöfum á grenndarkynningartímanum.
Grenndarkynnt var frá 20. febrúar 2025 til og með 21. mars 2025. Engar athugasemdir bárust frá aðliggjandi lóðarhöfum á grenndarkynningartímanum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun á byggingarreit í samræmi við umsókn þar sem ekki bárust athugasemdir við grenndarkynningu.
=== 16.Deiliskipulag á Torfnesi - menntastofnanir og dæluhús - 2025030193 ===
Kynnt drög að breytingum á deiliskipulagi á Torfnesi, Ísafirði, uppdráttur með greinargerð, unnið af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 24. mars 2025 skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga, til að auka svigrúm fyrir aukna uppbyggingu skóla á svæðinu.
Markmið skipulagsbreytingarinnar er auka svigrúm fyrir stækkun Menntaskólans á Ísafirði og leikskólans Sólborgar ásamt byggingu skógarhúss fyrir leikskólann Tanga og dælustöðvar hitaveitu.
Deiliskipulagsbreytingin felst í því að lóðamörkum og byggingarreitum, lóða D og E er breytt og tvær nýjar lóðir eru skilgreindar. Einnig er lóðarmörkum lóðar C breytt lítillega vegna fyrirkomulags bílastæða Hlífar og Sólborgar.
Markmið skipulagsbreytingarinnar er auka svigrúm fyrir stækkun Menntaskólans á Ísafirði og leikskólans Sólborgar ásamt byggingu skógarhúss fyrir leikskólann Tanga og dælustöðvar hitaveitu.
Deiliskipulagsbreytingin felst í því að lóðamörkum og byggingarreitum, lóða D og E er breytt og tvær nýjar lóðir eru skilgreindar. Einnig er lóðarmörkum lóðar C breytt lítillega vegna fyrirkomulags bílastæða Hlífar og Sólborgar.
Drög kynnt.
=== 17.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004 ===
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 13. mars 2025, þar sem menningar- og viðskiptaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 57/2025, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (skilyrði fyrir skammtímaleigu, miðlun upplýsinga, tímabinding rekstrarleyfa)".
Með frumvarpinu eru lagðar fram tillögur sem ætlað er að mæta áherslum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um jafnvægi á húsnæðismarkaði og að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks.
Umsagnarfrestur er til og með 24. mars 2025.
Með frumvarpinu eru lagðar fram tillögur sem ætlað er að mæta áherslum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um jafnvægi á húsnæðismarkaði og að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks.
Umsagnarfrestur er til og með 24. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 18.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 82 - 2502021F ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 82. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, sem var haldinn 18. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:35.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?