Reykjavíkurborg
Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 324
==
==
[Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 324
](/fundargerdir/endurskodunarnefnd-fundur-nr-324)
**Endurskoðunarnefnd**
Ár 2025, mánudaginn 24. mars var haldinn 324. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:14. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Sunna Jóhannsdóttir boðaði forföll. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
**Þetta gerðist:**
Fram fer umræða um breytingar á samþykkt endurskoðunarnefndar. IER25030005
Þorsteinn Gunnarsson, Ebba Schram og Helga B. Laxdal taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum drögum að ársreikningi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2024 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu félagsins sem lögð verður fram samhliða framlagningu ársreiknings fyrir stjórn. IER25010013
Theodór Sigurbergsson og Sif Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið og Haukur Hauksson, Birkir Hrafn Jóakimsson og Hafdís Ósk Guðlaugsdóttir taka sæti með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. og endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2024. Endurskoðunarnefnd mun skila umsögn til stjórnar.
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum drögum að ársreikningi Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2024 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu félagsins sem lögð verður fram samhliða framlagningu ársreiknings fyrir hafnarstjórn. IER25010013
Theodór Sigurbergsson, Sif Jónsdóttir, Gunnar Tryggvason, Friðrik Þór Hjálmarsson og Ragnheiður Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi Faxaflóahafna sf. og endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2024. Endurskoðunarnefnd mun skila umsögn til hafnarstjórnar.
Lögð fram drög að svari fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 02.01.2025. IER25010001
Frestað.
Fram fer umræða um samþykkt fyrir Innri endurskoðun og ráðgjöf og innri endurskoðanda sem samþykkt var af borgarstjórn 15.06.2021. IER25030009
Frestað.
Fylgigögn
Fram fer umræða um erindisbréf innri endurskoðunar, dags. 04.11.2024. IER25030011
Frestað.
- Klukkan 13:30 víkur Ingunn Ólafsdóttir af fundi.
Fylgigögn
Fram fer umræða um auglýsingu stöðu innri endurskoðanda. IER25030010
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Samþykkt er að fela Lárusi Finnbogasyni og Sigrúnu Guðmundsdóttur að gera drög að auglýsingu og leita að einstaklingum til setu í hæfnisnefnd.
- Klukkan 13:38 tekur Ingunn Ólafsdóttir sæti á fundinum að nýju.
**Fundi slitið kl. 13:46**
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð endurskoðunarnefndar 24. mars 2025**