Ísafjarðarbær
Bæjarráð 1320. fundur
= Bæjarráð =
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir
[aðrar fundargerðir](https://www.isafjordur.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/eldri-fundargerdir)
Dagskrá
=== 1.Aðkoma Ísafjarðarbæjar að íþróttasviði MÍ - 2025030190 ===
Lagt fram erindi Heiðrúnar Tryggvadóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, dags. 21. mars 2025 þar sem óskað er eftir styrk vegna afreksíþróttabrautar skólans. Einnig er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundanefndar, dags. 25. mars 2025 sem varðar aðkomu Ísafjarðarbæjar að afreksíþróttabrautinni frá árinu 2018.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
Hafdís yfirgaf fund kl. 8:30.
Gestir
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10
=== 2.Körfubíll - viljayfirlýsing um kaup 2026 - NH587 - 2025030208 ===
Lagt fram til samþykktar samkomulag milli Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), um að SHS láni Ísafjarðarbæ Scania körfubifreið með Bronto lyftubúnaði, NH-587, en við lok lánstíma 31. janúar 2026 muni Ísafjarðarbær skuldbinda sig til að kaupa bifreiðina.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samkomulag um lán Ísafjarðarbæjar á Scania körfubifreið með Bronto lyftubúnaði, NH-587, af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, og að við lok lánstíma 31. janúar 2026 muni Ísafjarðarbær skuldbinda sig til að kaupa bifreiðina.
=== 3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 5 - launabreytingar - 2025020006 ===
Lagður fram til samþykktar viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2025, vegna breytinga á launaáætlun vegna kjarasamninga KÍ, breytinga á fjölda barna á Tanga haustið 2025 og skammtímaafleysinga á bæjarskrifstofum.
Hækkanir launa vegna nýrra kjarasamninga KÍ nema 62 m.kr. Einnig er gerð viðbótar hækkun á Tanga sem nemur 8,2 m.kr. vegna breyttra forsenda haustið 2025 en þörf er á fjölgun stöðugilda vegna fjölgun barna en fyrir liggja uppfærðir útreikningar leikskólalíkans. Að lokum er hækkun launakostnaðar vegna skammtímaafleysinga á bæjarskrifstofu sem nema 1,9 m.kr.
Heildar hækkun launaáætlunar nemur því kr. 71.945.550,-
Auknum launakostnaði er mætt með leiðréttingu á áætlun jöfnunarsjóðs sem nemur 22,4 m.kr., lækkun á ófyrirséðum kostnaði upp á 23,2 m.kr. og lækkun á áætlun snjómoksturs um 26,4 m.kr. Heildar áhrif viðaukans er því 0 kr.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 223.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 995.000.000,- (án samstarfsverkefna B-hluta)
Hækkanir launa vegna nýrra kjarasamninga KÍ nema 62 m.kr. Einnig er gerð viðbótar hækkun á Tanga sem nemur 8,2 m.kr. vegna breyttra forsenda haustið 2025 en þörf er á fjölgun stöðugilda vegna fjölgun barna en fyrir liggja uppfærðir útreikningar leikskólalíkans. Að lokum er hækkun launakostnaðar vegna skammtímaafleysinga á bæjarskrifstofu sem nema 1,9 m.kr.
Heildar hækkun launaáætlunar nemur því kr. 71.945.550,-
Auknum launakostnaði er mætt með leiðréttingu á áætlun jöfnunarsjóðs sem nemur 22,4 m.kr., lækkun á ófyrirséðum kostnaði upp á 23,2 m.kr. og lækkun á áætlun snjómoksturs um 26,4 m.kr. Heildar áhrif viðaukans er því 0 kr.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 223.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 995.000.000,- (án samstarfsverkefna B-hluta)
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2025, vegna breytinga á launaáætlun vegna kjarasamninga KÍ, breytinga á fjölda barna á Tanga haustið 2025 og skammtímaafleysinga á bæjarskrifstofum.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 223.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 995.000.000,- (án samstarfsverkefna B-hluta).
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 223.000.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 995.000.000,- (án samstarfsverkefna B-hluta).
=== 4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - endurbætur Safnahús - 2025020006 ===
Lagður fram til samþykktar viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2025, vegna endurbóta á barna- og ungmennadeild Bókasafnsins á Ísafirði.
Fyrirhugaðar framkvæmdir í barna- og unglingadeild fyrir 100 ára afmæli hússins, sem voru bæði kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2025, auk þess sem óljóst var hvort ákveðin verkefni ættu heima á framkvæmdum Safnahúss eða á rekstri stofnunarinnar. Unnið eftir hönnun arkitekts og skv. verkáætlun sem skipt var niður á nokkur ár.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,-Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.0000.000,-(án samstarfsverkefna B-hluta).
Fyrirhugaðar framkvæmdir í barna- og unglingadeild fyrir 100 ára afmæli hússins, sem voru bæði kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2025, auk þess sem óljóst var hvort ákveðin verkefni ættu heima á framkvæmdum Safnahúss eða á rekstri stofnunarinnar. Unnið eftir hönnun arkitekts og skv. verkáætlun sem skipt var niður á nokkur ár.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,-Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.0000.000,-(án samstarfsverkefna B-hluta).
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2025, vegna endurbóta á barna- og ungmennadeild Bókasafnsins á Ísafirði.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,-Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.0000.000,-(án samstarfsverkefna B-hluta).
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,-Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.0000.000,-(án samstarfsverkefna B-hluta).
=== 5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - Lög um veiðigjald - frumvarp - 2025010004 ===
Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 25. mars 2025, þar sem Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 62/2025, "Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald". Umsagnarfrestur er til og með 3. apríl 2025.
Bæjarráð bókar eftirfarandi samhljóða og felur bæjarstjóra að senda umsögnina í samráðsgátt stjórnvalda:
"Ísafjarðarbær er ekki ósammála því að útgerðir greiði sanngjarnt afgjald fyrir notkun á auðlindum sjávar. Þá eru fyrirheit um stóraukna innviðauppbyggingu jákvæð. Bærinn setur þó stórt spurningamerki við þetta frumvarp.
Umrædd breyting getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir sjávarútvegssveitarfélög sem reiða sig á greinina til atvinnu og tekjuöflunar. Þrátt fyrir þessa óvissu fyrir sveitarfélög hafa engin gögn verið lögð fram um áhrif tillögunnar á landsbyggðina né einstök sveitarfélög sem er með öllu óásættanlegt. Er þetta einnig í andstöðu við 129. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að fara eigi fram sérstakt mat á áhrifum lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga.
Sagan hefur sýnt að róttækar breytingar á atvinnuveginum geta haft slæm áhrif á byggðarlög á landsbyggðinni. Ísafjarðarbær telur tillöguna bera vott um skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegs fyrir byggðafestu og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Hækkun veiðigjalda að þessu marki getur ekki aðeins haft mikil áhrif á rekstrarforsendur fyrirtækja og samspil veiða og vinnslu, heldur einnig á fjölda samfélaga vítt og breitt um landið og er Ísafjarðarbær engin undantekning þar. Sem dæmi þá er vægi sjávarútvegs í útsvarsgrunni Ísafjarðarbæjar 2024, fiskveiðar 9,1% og fiskvinnsla 11,9% byggt á gögnum Hagstofu Íslands.
Ísafjarðarbær gerir athugasemdir við þann stutta umsagnarfrest sem veittur var, þ.e. 10 dagar, sérstaklega í ljósi þess að engin greiningargögn eru til staðar. Ómögulegt er fyrir sveitarfélagið að greina áhrif innan þess tímaramma til að senda inn greinargóða umsögn. Því gerir Ísafjarðarbær skýlausa kröfu að umsagnarfrestur verði lengdur til að gefa öllum sveitarfélögum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Ísafjarðarbær lítur svo á að hér sé enn annað gjald sem getur ógnað stöðugleika byggðar á landsbyggðinni, en nýlega hafa borist fréttir af því að innviðagjald á skemmtiferðaskip verði óbreytt sem hefur hlutfallslega mikil neikvæð áhrif á landsbyggðinni."
"Ísafjarðarbær er ekki ósammála því að útgerðir greiði sanngjarnt afgjald fyrir notkun á auðlindum sjávar. Þá eru fyrirheit um stóraukna innviðauppbyggingu jákvæð. Bærinn setur þó stórt spurningamerki við þetta frumvarp.
Umrædd breyting getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir sjávarútvegssveitarfélög sem reiða sig á greinina til atvinnu og tekjuöflunar. Þrátt fyrir þessa óvissu fyrir sveitarfélög hafa engin gögn verið lögð fram um áhrif tillögunnar á landsbyggðina né einstök sveitarfélög sem er með öllu óásættanlegt. Er þetta einnig í andstöðu við 129. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að fara eigi fram sérstakt mat á áhrifum lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga.
Sagan hefur sýnt að róttækar breytingar á atvinnuveginum geta haft slæm áhrif á byggðarlög á landsbyggðinni. Ísafjarðarbær telur tillöguna bera vott um skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegs fyrir byggðafestu og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Hækkun veiðigjalda að þessu marki getur ekki aðeins haft mikil áhrif á rekstrarforsendur fyrirtækja og samspil veiða og vinnslu, heldur einnig á fjölda samfélaga vítt og breitt um landið og er Ísafjarðarbær engin undantekning þar. Sem dæmi þá er vægi sjávarútvegs í útsvarsgrunni Ísafjarðarbæjar 2024, fiskveiðar 9,1% og fiskvinnsla 11,9% byggt á gögnum Hagstofu Íslands.
Ísafjarðarbær gerir athugasemdir við þann stutta umsagnarfrest sem veittur var, þ.e. 10 dagar, sérstaklega í ljósi þess að engin greiningargögn eru til staðar. Ómögulegt er fyrir sveitarfélagið að greina áhrif innan þess tímaramma til að senda inn greinargóða umsögn. Því gerir Ísafjarðarbær skýlausa kröfu að umsagnarfrestur verði lengdur til að gefa öllum sveitarfélögum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Ísafjarðarbær lítur svo á að hér sé enn annað gjald sem getur ógnað stöðugleika byggðar á landsbyggðinni, en nýlega hafa borist fréttir af því að innviðagjald á skemmtiferðaskip verði óbreytt sem hefur hlutfallslega mikil neikvæð áhrif á landsbyggðinni."
=== 6.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - Fossavatnsskemmtun - 2025010152 ===
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 24. mars 2025, vegna umsóknar Hótels Ísafjarðar um tækifærisleyfi vegna Fossavatnsskemmtunar þann 12. apríl 2025.
Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 24. mars 2025, miðað við 600 manns.
Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 24. mars 2025, miðað við 600 manns.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis til Hótels Ísafjarðar vegna Fossavatnsskemmtunar þann 12. apríl 2025.
Gylfi Ólafsson og Kristján Þór Kristjánsson viku af fundi vegna vanhæfis við afgreiðslu málsins. Nanný Arna Guðmundsdóttir tók við stjórn fundarins.
Gylfi Ólafsson og Kristján Þór Kristjánsson viku af fundi vegna vanhæfis við afgreiðslu málsins. Nanný Arna Guðmundsdóttir tók við stjórn fundarins.
=== 7.Fundargerðir 2025-2026 - 2025030201 ===
Lögð fram til kynningar er fundargerð aukafundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Ísland, en fundur var haldinn þann 19. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
=== 8.Fundargerð samstarfsnefndar Sambandsins - Breyting á kjarasamningum FÍH - 2025030203 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 84. fundar samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra hljómlistarmanna, en fundur var haldinn 25. mars 2025, um breytingu á kjarasamningi til samræmis við kjarasamning FT - Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Lagt fram til kynningar.
=== 9.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 649 - 2503021F ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 649. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. mars 2025.
Fundargerðin er í 18 liðum.
Fundargerðin er í 18 liðum.
Lagt fram til kynningar.
- 9.2 2024090070
[Umsókn um framkvæmdaleyfi - Mjólkárlína II](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/2038#2024090070)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 649 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við umsókn og fyrirliggjandi gögn.
- 9.9 2025030166
[Fjarðargata 30 á Þingeyri. Lóðarmál](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/2038#2025030166)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 649 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings vegna Fjarðargötu 30 á Þingeyri.
- 9.11 2025030027
[Lóðamál safnasvæðis í Neðstakaupstað](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/2038#2025030027)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 649 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Neðstakaupstað við Ásgeirsgötu 1a, á Ísafirði.
- 9.15 2025020073
[Skeið 7, Ísafirði. Stækkun byggingarreits spennistöðvar](/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/skipulags-og-mannvirkjanefnd/2038#2025020073)Skipulags- og mannvirkjanefnd - 649 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun á byggingarreit í samræmi við umsókn þar sem ekki bárust athugasemdir við grenndarkynningu.
=== 10.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 20 - 2503016F ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 20. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 18. mars 2025.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.
=== 11.Öldungaráð - 17 - 2503012F ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 17. öldungaráðs, en fundur var haldinn 20. mars 2025.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?