Garðabær

Bæjarráð Garðabæjar - 13. (2161)

01.04.2025 - Slóð - Skjáskot

    |

| | || |Til baka | |Prenta | | | |Bæjarráð Garðabæjar | |13. (2161). fundur | | |01.04.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. | | | | || |**Fundinn sátu: *Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri. | || | Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. | | | ||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: | | || | | | | |1. 2408525 - Ársreikningur Garðabæjar 2024 |Davíð Búi Halldórsson, löggiltur endurskoðandi, Arnór Orri Jóhannsson, löggiltur endurskoðandi, starfsmenn Enor, Lúðvík Hjalti Jónsson fjármálastjóri og Helgi Kristjónsson, deildarstjóri bókhalds, mættu á fund bæjarráðs. | Davíð Búi Halldórsson, gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2024, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður. Bæjarráð samþykkir framlagðan ársreikning Garðabæjar 2024 samkvæmt 3.mgr. 61.gr. sveitar-stjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur er undirritaður af bæjastjóra og bæjarráði og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 3. apríl 2025 og síðari umræða á fundi bæjarstjórnar 15. maí 2025. | | | | | | | |2. 2412068 - Félag um rekstur almenningssamgangna |Bæjarstjóri kynnti málið, með vísan til í uppfærðan samgöngusáttmála og kynningu á því máli og rekstri almenningssamgangna sem kynnt var í bæjarráði í febrúar sl. Í tillögunni felast ekki viðbótar fjárframlög miðað við þegar samþykkta fjárhagsáætlun Garðabæjar. | Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð fyrir hönd Garðabæjar að undirrita og samþykkja stofnsamning, samþykktir og hluthafasamkomulag Almenningssamgangna ohf., félags um rekstur almenningssamgangna. Hrannar Bragi Eyjólfsson vék af fundi eftir þennan fundarlið. Almar Guðmundsson tók sæti hans sem varamaður. | | | | | | | |3. 2406112 - Tinnuvellir 8A og B- Umsókn um byggingarleyfi |Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Nýmót ehf., kt. 421000-2280, leyfi til að byggja hesthús að Tinnuvöllum 8A og B. | | | | | | | | |4. 2502555 - Súlunes 12 - Umsókn um byggingarleyfi |Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Jóhannesi Erni Jóhannessyni, kt. 031265-5849, leyfi til að byggja sólskála að Súlunesi 12. | | | | | | | | |5. 2005273 - Hönnun - Útboð - Hnoðraholtsræsi |Eftirfarandi tilboð bárust í Hnoðraholtræsi - fráveita. | D-Ing ehf., kr. 47.765.100. Fagurverk ehf., kr. 39.372.500. Garðyrkjuþjónustan ehf., kr. 57.036.000. Gleipnir verktakar ehf., kr. 69.000.000. Gott verk ehf., kr. 57.312.900. Jarðtækni ehf., kr. 56.776.700. Ljósþing ehf., kr 56.335.500. Lóðaþjónustan ehf., kr. 89.647.500. Stéttafélagið ehf., kr. 76.560.800. Stjörnugarðar ehf., kr. 56.248.000. Urð og grjót ehf., kr. 44.678.000. Dráttarbílar ehf., kr. 79.026.091. Klappað og klárt ehf., kr. 42.123.600. Kostnaðaráætlun kr. 55.911.500. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Fagurverks ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86.gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106.gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun. | | | | | | | |6. 2304003 - Meðferðarheimili að Friðarvöllum. |Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu meðferðarheimilis að Friðarvöllum 1 og viðræðum við ríkisvaldið um málið. | | | | | | | | |7. 2503495 - Tilkynning um stjórnsýslukæru ÚUA nr. 49/2025. Framkvæmdir við lóðamörk Skerpluholts og Vorbrautar |Lögð fram kæra lóðarhafa Skerpluholts 1, 3 5 og 7 til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála vegna framkvæmda við lóðir að Vorbraut 8, 10, 12 og 14. | Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna bæjarins í málinu. | | | | | | | |8. 2501296 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Kumlamýrar 25-27. |Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025, varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Kumlamýrar að lokinni grenndarkynningu. Tillagan nær til parhúslóðarinnar Kumlamýri 25 og 27. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. | Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Kumlamýrar í samræmi við 2.mgr.43.gr. og 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. | | | | | | | |9. 2502449 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar. |Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar. | Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum: A. Vetrarbraut 11 og 13 er gert að einni lóð Vetrarbraut 11-13. Byggingarreitum er breytt og starfsemin verður þannig að á 1. hæð verður verslun og þjónusta, 2.-5. hæð verður verslun og þjónusta í þeim hluta sem liggur meðfram Reykjanesbraut, vesturbyggingu, þó með möguleika á íbúðum á 5. hæð. Í þremur álmum austan vesturbyggingar verða íbúðir á 2.-5. hæð. B. Lóð Vetrarbrautar 15 er stækkuð að lóðarmörkum Vetrarbrautar 17 og byggingarreitir kjallara beggja lóða eru stækkaðir þannig að þeir mætast og gefa möguleika á samtengingu í kjallara. C. Byggingarreitum er breytt og lóðin stækkuð á Vetrarbraut 19. Starfseminni er breytt í atvinnu þ.e. að horft er til að byggja á lóðinni þjónustumiðstöð fyrir aldraða auk hjúkrunarheimilis. D. Knattspyrnuleikvangur er færður austar og stúkubyggingar sameinaðar í eina byggingu að vestanverðu. Byggingin verður fyrst og fremst fyrir verslun og þjónustu. Gerð er heimild fyrir bílakjallara undir stúkubyggingu. E. Byggingarreitir eru víkkaðir að garði en á móti er sett bundin byggingarlína að götu á lóðunum Vetrarbraut 6-12, 16-28 og 32-34. Hámarksstærðir breytast ekki. Ennfremur lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa um bílastæðakröfur deiliskipulags Vetrarmýrar. Skipulagsnefnd fól skipulagsráðgjafa og umhverfissviði að skoða hvort fjölga mætti bílastæðum ofanjarðar í eða í kringum syðsta hluta deiliskipulagssvæðisins. Skipulagsnefnd lagði til að tillagan yrði kynnt fyrir Ungmennafélaginu Stjörnunni. Skipulagsnefnd vísaði tillögunni að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar til auglýsingar í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. | | | | | | | |10. 2111064 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, höfuðborgarsvæðið 2040 og tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030. |Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025 varðandi tillögu að breytingu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, annarsvegar og tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 hinsvegar. | Svæðisskipulagstillagan gerir ráð fyrir breytingu á vaxtarmörkum byggðar í Vífilsstaðalandi þannig að þau verði dregin um Elliðavatnsveg frá Vífilsstöðum að hesthúsabyggðinni á Kjóavöllum þannig að hesthúsabyggðin lendi öll innan vaxtarmarka. Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir athafnasvæði í Rjúpnahlíð og Rjúpnadal austan við fyrirhugaðan kirkjugarð í Rjúpnadal. Gerðar hafa verið breytingar á lýsingarskýrslum m.a. lögð ríkari áhersla á að við mótun tillagna verði tekið sérstakt tillit til nálægðar fyrirhugaðs athafnasvæðis við íbúðarbyggð. Skipulagsnefnd samþykkti framlagðar verkefnislýsingar í samræmi við 1.mgr.23.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Skal hún send svæðisskipulagsnefnd og þeim sveitarfélögum sem aðild eiga að svæðisskipulaginu til samþykktar. | | | | | | | |*11. 2409103 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi háholts Hnoðraholts. ** |Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025 varðandi tillögu að deiliskipulagi háholts Hnoðraholts. | Tillagan gerir ráð fyrir 15 lóðum fyrir einbýlishús á 1 hæð, 11 lóðum fyrir einbýlishús á 2 hæðum, 18 lóðum fyrir raðhús á 1 hæð og 21 lóð fyrir raðhús á 2 hæðum. Einnig er gert ráð fyrir lóðum fyrir leikskóla og búsetukjarna fyrir fatlað fólk með stuðningsþarfir. Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan skal forkynnt samhliða með tillögu að breytingu aðalskipulags sem nær til sama svæðis. | | | | | | | |12. 2109102 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Molduhrauns. |Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025, varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Molduhrauns að lokinni grenndarkynningu. | Engar athugasemdir bárust. Tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Molduhrauns í samræmi við 2.mgr.43.gr. og 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. | | | | | | | |13. 2202488 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts sem gerir m.a. ráð fyrir golfvelli og útivistarskógi. |Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025, varðandi tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts sem gerir m.a. ráð fyrir golfvelli og útivistarskógi. | Ábendingar og umsagnir sem bárust í forkynningu kölluðu á ýmsar lagfæringar á tillögunni. Fyrir lá minnisblað frá verkfræðistofunni Eflu sem inniheldur mat á áhrifum tillögunnar á aðliggjandi byggð af völdum áætlaðrar umferðar á austurhluta Vorbrautar. Unnin var umferðarspá og hljóðvistargreining og tillit hefur verið tekið til nýjustu breytinga á fjölda íbúða í Hnoðraholti norður. Í niðurstöðu minnisblaðsins segir m.a.: "Samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins sýnir að umferð vegna breyttrar uppbyggingarforsenda í rammahluta aðalskipulags Vífilsstaðalands er almennt séð minni en gert var ráð fyrir í fyrri greiningum. Þá má gera ráð fyrir að hljóðvist íbúa í Hnoðraholti N séu óbreyttar, ef ekki betri, en áður var gert ráð fyrir. Þ.e.a.s. ef að farið hefur verið í þær mótvægisaðgerðir sem áður voru lagðar til í Hnoðraholti N. Þá sýna greiningarnar einnig að bílaumferð sem mun leita um Vorbraut geti verið á bilinu 2.500-3.000 ökutæki á sólarhring (ÁDU). Með breyttri legu Vorbrautar og án mótvægisaðgerða er hægt að ná ásættanlegu hljóðstigi fyrir íbúa í Þorrasölum. Þá sýna niðurstöður að ekki er þörf á hljóðvörnum við lóðamörk, samkvæmt deiliskipulagi Þorrasala, né við Vorbraut." Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsnefnd beinir því til umhverfissviðs að sjá til þess að staðssetningar fyrirhugaðra stíga og golfbrauta í Smalaholti verði merktar með áberandi hælum á auglýsingartíma tillögunnar þannig að hlutaðeigandi aðilar geti betur áttað sig á áhrifum þeirra. Eins breytt lega Elliðavatnsvegar norðan Vífilsstaðavatns. | | | | | | | |14. 2410080 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem nær til rammahluta Vífilsstaðalands. |Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025, varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem nær til rammhluta Vífilsstaðalands. | Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Tákn fyrir svæði fyrir samfélagsþjónustu (4.05 S leikskóli) á háholti Hnoðraholt er fellt út. Iðnaðarsvæði (4.22 I, hitaveitutankar) á háholti Hnoðraholts er fellt út. Gert verður ráð fyrir svæði fyrir samfélagsþjónustur (4.22 S) þar sem núgildandi skipulag gerir ráð fyrir hitaveitutönkum) Þar sem að fyrir liggur að Veitur telja ekki þörf á að gera ráð fyrir svæði efst á holtinu fyrir hitaveitutanka gefst færi á að staðsetja leikskóla á stað sem hefur kosti umfram þann stað sem núgildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Lögun og stærð landnotkunarreitanna (4.04.Íb) og (4.18 Op) breytist lítillega. Tillaga að deiliskipulagi háholts Hnoðraholts gerir ráð fyrir staðsetningu á leikskóla á þeim stað sem að tillaga að breytingu aðalskipulag gerir ráð fyrir. Í samræmi við 2.mgr.30.gr.skipulagslaga nr.123/2010 vísaði skipulagsnefnd tillögunni til forkynningar. Tillaga að deiliskipulags háholts Hnoðraholts skal forkynnt samhliða breytingartillögu aðalskipulags. | | | | | | | |**15. 2502521 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi deiliskipulagsbreytingu fyrir einbýlishúsalóðirnar Skerpluholt 6, 8, 10. ** |Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 27. mars 2025, varðandi umsókn um deiliskipulagsbreytingu fyrir einbýlishúsalóðirnar Skerpluholt 6, 8 og 10. Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarks byggingarmagn lóðanna aukist úr 240 m2 í 260,5 m2 og að byggingarreitir stækki um hálfan metra til norðurs og hálfan metra til suðurs. | Fyrir liggur umsögn deiliskipulagshöfundar. Með vísan í umsögnina er umsókninni hafnað. | | | | | | | |16. 2410383 - Minnisblað um stöðu leigusamnings um svæði á Rjúpnahæð. |Lagt fram minnisblað Juris um stöðu leigusamnings um 40,13 ha svæði á Rjúpnahæð í eigu Garðabæjar og hugsanleg fyrirhuguð lok leigusamningsins um svæðið. | Í minnisblaðinu kemur fram að ekki verði annað ráðið en að bæði Fjarskiptafélagið Rjúpnahæð ehf. (í eigu Kópavogsbæjar) og Garðabær hafi í reynd hag af því að leigusamningi um Rjúpnahæð, hluta I, ljúki sem fyrst. Af óformlegum umleitunum Garðabæjar og Kópavogsbæjar vegna þessa má ráða að ekki er útilokað að Kópavogsbær sé sama sinnis og jafnvel tilbúinn að segja samningnum upp fyrir lok hans 31. ágúst 2026. Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita Kópavogsbæ erindi, þar sem óskað verður eftir viðræðum um skil á landsvæðinu, sbr.9.gr. leigusamningsins. | | | | | | | |17. 2412377 - Útboð skólamáltíða 2025 í grunn- og leikskólum |Sviðsstjóri fræðslu- og frístundarsviðs fór yfir drög að útboði skólamáltíða, en samningar samkvæmt fyrra útboði eru að renna sitt skeið á enda. | Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboð á skólamat sem hafi þá valmöguleika að hægt verði að bjóða bæði í skólamáltíðir í öllum skólum í heild eða takmarka boð við eitt eða fleiri svæði. Bæjarráð felur fræðslu- og frístundasviði framkvæmd útboðsins. | | | | | ||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. | | | | || |Til baka | |Prenta

Framleitt af pallih fyrir gogn.in