Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 601. fundur
2012038
Fundi slitið - kl. 09:40.
Á fundinn mætti (í gegnum fjarfundabúnað) Orri Jónsson frá verkfræðistofunni Eflu, sem er eftirlitsmaður með verkinu og útskýrði þá valkosti sem í boði eru við gerð hjáleiðar vegna framkvæmdanna.
Byggðarráð samþykkir beiðni Umhverfis- og framkvæmdadeildar um að útbúa tímabundna hjáleið að Berugötu vegna framkvæmda á Borgarbraut. Um er að ræða framkvæmd er snýr að endurbótum á lagnagerð á Borgarbraut í Borgarnesi á milli Böðvarsgötu og Egilsgötu, á alls 550 m kafla á árunum 2022-2023. Í verkinu felst endurnýjun fráveitulagna, hitaveitu- og vatnslagna ásamt endurnýjun yfirborðs götu og gangstíga. Lagður verður jarðvegsdúkur ofan á núverandi jarðveg, á hann settur malarpúði og malbik. Hjáleiðin verðu um 6 m breið og verður fjarlægð þegar framkvæmdum við 1. verkhluta er lokið. Fella þarf nokkur tré við þessa framkvæmd. Kostnaður við framkvæmdina mun skiptast á milli framkvæmdaraðila.
Ljóst er að umrædd framkvæmd með tilheyrandi raski mun óhjákvæmilega valda óþægindum, sérstaklega á íbúa og fyrirtæki í nágrenni við svæðið. Byggðarráð leggur áherslu á að hugað verði sérstaklega að þeim þáttum er lúta að öryggi íbúa. Það verði m.a. gert með því að bæta við merkingum og hraðahindrunum. Jafnframt er því beint til framkvæmdaaðila að huga að því að merkingar séu upplýsandi ekki síst fyrir þá gesti sem hyggjast sækja þjónustu í neðri bænum og bæði á íslensku og ensku.
Auk þess verði tryggt að gönguleiðir um svæðið verði vel merktar. Markmiðið með því að heimila tímabundna hjáleið um Berugötu er að draga úr umferð flutningabíla og langferðabíla um Böðvarsgötu, Þórólfsgötu og Sæunnargötu þar sem fleiri íbúar eru og mun fleiri börn þar á meðal.
Byggðarráð mun í tengslum við þessar framkvæmdir líta til þess að ástand gatna í umræddum íbúagötum er ekki gott nú þegar og því mun aukin umferð valda því að ástandið mun versna hratt. Byggðarráð mun því að framkvæmdum loknum óska eftir mati á ástandi gatna í hjáleið og óska eftir samtali við framkvæmdaraðila um aðkomu að endurbótum.
Áætluð verklok í fyrsta áfanga eru 01. október 2022 og stefnt er á að hefja annan áfanga vorið 2023.
Mikilvægt er að unnið verði að því að lágmarka þann tíma sem framkvæmdin teygist inn á nýtt skólaár. Sérstaklega verði hugað að öryggi skólabarna á gönguleið þeirra í og úr skóla. Byggðarráð leggur áherslu á að framkvæmdin sé kynnt vel fyrir íbúum og að unnið verði að nauðsynlegum úrbótum á öryggismálum og merkingum í samstarfi við framkvæmdaraðila.
Frágangur eftir hjáleiðina er í höndum framkvæmdaaðila og leggur byggðarráð áherslu á að hann verði unninn í samráði við Borgarbyggð.