Akraneskaupstaður
Velferðar- og mannréttindaráð 243. fundur
[s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)
= Velferðar- og mannréttindaráð =
Dagskrá
=== 1.Bæjarmálasamþykkt - samþykkt um stjórn og fundarsköp (stjórnskipulagsbreytingar) ===
2502073
Bæjarrmálasamþykkt Akraneskaupstaðar - samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar 696/2013, ásamt viðaukum o.fl.
Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnir stöðu vinnunar í fagráðum.
Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnir stöðu vinnunar í fagráðum.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar Steinari Degi Adolfssyni, sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs, fyrir góða yfirferð á breytingum á gildandi bæjarmálasamþykkt.
=== 2.Umbætur í rekstri á velferðar- og mannréttindasviði ===
2410121
Upplýsingar um stöðu á vinnslu umbótaverkefnis í rekstri á velferðar- og mannréttindasviði.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir upplýsingar um stöðu verkefnisins og óskar eftir reglulegum uppfærslum á fundum ráðsins.
=== 3.Saman á Skaga - athugasemdir ===
2503113
Undirskriftalisti og áskorun um að endurskoða ákvörðun um fjármagn vegna verkefnisins "Saman á Skaga".
Velferðar- og mannréttindaráð hefur móttekið áskorunina og undirskriftalistann. Ákvörðun um fjárframlög vegna verkefnisins er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
Ráðið áréttar að nýhafið er verkefnið "Félagafjör Fjöliðjunar" og að frístundastarf fyrir öll sé í skoðun hjá sveitarfélaginu.
Ráðið áréttar að nýhafið er verkefnið "Félagafjör Fjöliðjunar" og að frístundastarf fyrir öll sé í skoðun hjá sveitarfélaginu.
=== 4.GEV - Könnun varðandi akstursþjónustu ===
2406114
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) hefur á grundvelli 14. gr. laga nr. 88/2021 um stofnunina stofnað til frumkvæðisathugunar á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldra fólk á landsvísu.
Niðurstöður þeirrar athugunar lagðar fram.
Niðurstöður þeirrar athugunar lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Heimsókn ÖBÍ réttindasamtaka - málefni fatlaðs fólks ===
2503165
ÖBÍ réttindasamtök eru að skipuleggja heimsóknir til sveitarfélaga landsins til að ræða málefni fatlaðs fólks í apríl. Óskað er eftir tillögu að dagsetningu frá Akraneskaupstað.
Velferðar- og mannréttindaráð leggur til að ÖBÍ verði boðið til Akraneskaupstaðar til að ræða málefni fatlaðs fólks í maí. Sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs falið að finna dagsetningu.
=== 6.Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar 2024 ===
2401211
Farið yfir stöðu undirbúningsvinnu vegna fyrirhugaðs útboðs á akstursþjónustu sveitarfélagsins.
Velferðar- og mannréttindaráð þakkar fyrir upplýsingar um stöðu málsins og óskar eftir að fyrstu drög að útboðsgögnum komi fyrir næsta fund ráðsins.
Fundi slitið - kl. 19:15.