Reykjavíkurborg
Stafrænt ráð - Fundur nr. 51
==
==
[Stafrænt ráð - Fundur nr. 51
](/fundargerdir/stafraent-rad-fundur-nr-51)
**Stafrænt ráð**
Ár 2025, miðvikudaginn 26. mars, var haldinn 51. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:36. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson og Friðjón R. Friðjónsson. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Kristinn Jón Ólafsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Eva Pandora Baldursdóttir og Óskar Sandholt.
Fundarritari var Lena Mjöll Markusdóttir.
**Þetta gerðist:**
Lögð fram tilkynning um afgreiðslu í borgarstjórn 4. mars 2025 um tillögu borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um að skerpa á verkefnavali í stafrænni þjónustu, dags. 7. mars 2025. MSS25020132.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða mikilvæga breytingu á hlutverki stafræns ráðs. Það er jákvæð breyting að forgangsröðun á þróunarverkefnum sé færð beinlínis á ábyrgð ráðsins, út frá faglegu mati sérfræðinga á hagræði, samlegðaráhrifum og áhrifum á notendur. Þannig er ábyrgð á verkefnavali færð á réttan stað, en í samhengi við þetta faglega mat.
Fylgigögn
Lögð fram tilkynning um afgreiðslu í borgarstjórn 4. mars 2025 um tillögu borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um aukið samstarf um stafrænar lausnir og eflingu net- og gagnaöryggis, dags. 7. mars 2025. MSS25020133.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg hefur lagt sig fram við að vera góður samstarfsaðili og nýta þau úrræði sem í boði eru til að vinna með ríki og sveitarfélögum að stafrænni umbreytingu, til að hámarka stærðarhagkvæmni og samlegðaráhrif. Þó má eflaust gera betur og við áréttum hér með einbeittan vilja til þess að ganga lengra í slíku samstarfi.
Fylgigögn
Lagðar fram reglur Reykjavíkurborgar um styrki. ÞON24080006.
- Kl. 13:41 tekur Sandra Hlíf Ocares sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Stafrænt ráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Stafrænt ráð telur mikilvægt að fá umsögn úthlutunarnefnda um reglurnar áður en þær fá lokaafgreiðslu úr ráðinu. Styrkjareglur borgarinnar þurfa að vera skýrar og faglegar fyrir bæði umsækjendur og hin ýmsu svið og skrifstofur sem koma til með að vinna eftir þeim, sem og mæta þörfum þeirra.
Fylgigögn
Framlagningu á bréfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 20. mars 2025, um Intelligent Community Awards Program, er frestað. ÞON25030031.
Lögð fram í trúnaði heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 20. mars 2025, til að halda áfram verkefni „Gagnalandslag FAS og MOS“. ÞON24020017.
Lögð fram í trúnaði heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. febrúar 2025, til að vinna verkefnið „Uppfærsla Ábendingavefs - Straumlínulögun á flæði beiðna til þjónustuvers”. ÞON25010009.
Vísað til meðferðar borgarráðs.
Arna Ýr Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. mars 2025, þar sem kallað er eftir umfjöllunarefnum borgaraþings Reykjavíkur árið 2025. MSS25010177.
Fylgigögn
Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021.
**Fundi slitið kl. 15:11**
Alexandra Briem Andrea Helgadóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Friðjón R. Friðjónsson Kristinn Jón Ólafsson
Sandra Hlíf Ocares
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð stafræns ráðs frá 26. mars 2025**